Féll í hálku í sundi og fær bætur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2025 18:23 Borginni og tryggingafélaginu var dæmd skaðabótaskylda í héraði en bótaskylda í Landsrétti. Reykjavíkurborg Landsréttur hefur viðurkennt bótaskyldu á hendur Reykjavíkurborg og Sjóvá eftir að kona rann til í hálku í Árbæjarlaug veturinn 2022 og hlaut líkamstjón svo alvarlegt að hún þurfti að gangast undir aðgerð. Dómur þess efnis var kveðinn upp í dag en með honum var dómi Héraðsdóms Reykjavíkur síðan í maí í fyrra breytt lítillega en borginni og tryggingafélaginu var dæmd skaðabótaskylda, en ekki bótaskylda, í héraði. Málsatvik voru þau að snemma í janúar 2022 hafi heimsótt Árbæjarlaug og ætlað að færa sig frá vaðlaug sundstaðarins yfir í heitan pott. Á leið sinni hafi hún hrasað á ísilagðri stéttinni, fallið í jörðina og hlotið áverka. Í framhaldinu hafi hún leitað á bráðamóttökuna þar sem í ljós kom að hún hefði hlotið áverka á ristarbeinum og liðböndum sem kröfðust aðgerðar bæklunarskurðlæknis, sem framkvæmd var tólf dögum eftir slysið. Ágreiningurinn sneri að því hvort Reykjavíkurborg og Sjóvá, sem er á vátryggingarsamningi við borgina, bæru skaðabótaábyrgð vegna atviksins. Snjóbræðslukerfið í ólagi Í niðurstöðum dómsins segir að af dómaframkvæmd megi ráða að ríkar kröfur séu gerðar til aðbúnaðar á sundstöðum. Samkvæmt almennum skaðabótareglum beri rekstraraðili ábyrgð á tjóni sem gestir kunni að verða fyrir. Þá hafi verið skráðar nokkuð strangar hátternisreglur til að auka öryggi og stemma stigu við slysum og óhöppum á slíkum stöðum. Til að mynda beri sundstöðum skylda að halda gönguleiðum við útilaugar frostfríum og að staðsetning aðvörunarskilta skuli vera þannig að laugargestir komist ekki hjá því að sjá þau. Fyrir lá að daginn sem slysið varð hafi starfsmenn laugarinnar ekki komið fyrir fleiri aðvörunarskiltum vegna hálkunnar en eru á sundlaugarbakkanum að staðaldri. Einnig lá fyrir að snjóbræðslukerfi laugarinnar virkaði ekki sem skyldi, sem hefði kallað á að starfsmenn sundlaugarinnar huguðu sérstaklega vel að því að grípa til ráðstafana vegna aukinnar slysahættu. Ekki nægilega saltað Áfrýjendurnir báru fyrir sig að daginn sem slysið varð hafi starfsmenn Árbæjarlaugar saltað stéttina við sundlaugina reglulega. Dómurinn taldi að ljóst væri að slysið hafi orðið um svipað leyti og annar sundlaugargestur leitaði til sundlaugarvarðar og tjáði honum að ísing væri að myndast á bakkanum. Starfsmenn hafi þannig ekki umsvifalaust brugðist við. Því hafi sú söltun sem áfrýjendur lýstu reynst ófullnægjandi. Auk þess leit dómurinn til þess að umrætt sinn hafi starfsmenn laugarinnar ekki komið upp fleiri aðvörunarskiltum en þeim sem eru að staðaldri við laugina. För konunnar frá vaðlauginni að heita pottinum hafi einnig verið háttað þannig að staðsetning skiltanna á bakkanum hafi ekki verið með þeim hætti að konan hefði ekki getað komist hjá því að sjá skiltin. Sem fyrr segir var bótaskylda Reykjavíkurborgar og Sjóvár viðurkennd vegna líkamstjónsins sem konan hlaut í slysinu. Þá voru áfrýjendur dæmdir til að greiða eina milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti sem renni í ríkissjóð. Sundlaugar og baðlón Tryggingar Dómsmál Sjóvá Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp í dag en með honum var dómi Héraðsdóms Reykjavíkur síðan í maí í fyrra breytt lítillega en borginni og tryggingafélaginu var dæmd skaðabótaskylda, en ekki bótaskylda, í héraði. Málsatvik voru þau að snemma í janúar 2022 hafi heimsótt Árbæjarlaug og ætlað að færa sig frá vaðlaug sundstaðarins yfir í heitan pott. Á leið sinni hafi hún hrasað á ísilagðri stéttinni, fallið í jörðina og hlotið áverka. Í framhaldinu hafi hún leitað á bráðamóttökuna þar sem í ljós kom að hún hefði hlotið áverka á ristarbeinum og liðböndum sem kröfðust aðgerðar bæklunarskurðlæknis, sem framkvæmd var tólf dögum eftir slysið. Ágreiningurinn sneri að því hvort Reykjavíkurborg og Sjóvá, sem er á vátryggingarsamningi við borgina, bæru skaðabótaábyrgð vegna atviksins. Snjóbræðslukerfið í ólagi Í niðurstöðum dómsins segir að af dómaframkvæmd megi ráða að ríkar kröfur séu gerðar til aðbúnaðar á sundstöðum. Samkvæmt almennum skaðabótareglum beri rekstraraðili ábyrgð á tjóni sem gestir kunni að verða fyrir. Þá hafi verið skráðar nokkuð strangar hátternisreglur til að auka öryggi og stemma stigu við slysum og óhöppum á slíkum stöðum. Til að mynda beri sundstöðum skylda að halda gönguleiðum við útilaugar frostfríum og að staðsetning aðvörunarskilta skuli vera þannig að laugargestir komist ekki hjá því að sjá þau. Fyrir lá að daginn sem slysið varð hafi starfsmenn laugarinnar ekki komið fyrir fleiri aðvörunarskiltum vegna hálkunnar en eru á sundlaugarbakkanum að staðaldri. Einnig lá fyrir að snjóbræðslukerfi laugarinnar virkaði ekki sem skyldi, sem hefði kallað á að starfsmenn sundlaugarinnar huguðu sérstaklega vel að því að grípa til ráðstafana vegna aukinnar slysahættu. Ekki nægilega saltað Áfrýjendurnir báru fyrir sig að daginn sem slysið varð hafi starfsmenn Árbæjarlaugar saltað stéttina við sundlaugina reglulega. Dómurinn taldi að ljóst væri að slysið hafi orðið um svipað leyti og annar sundlaugargestur leitaði til sundlaugarvarðar og tjáði honum að ísing væri að myndast á bakkanum. Starfsmenn hafi þannig ekki umsvifalaust brugðist við. Því hafi sú söltun sem áfrýjendur lýstu reynst ófullnægjandi. Auk þess leit dómurinn til þess að umrætt sinn hafi starfsmenn laugarinnar ekki komið upp fleiri aðvörunarskiltum en þeim sem eru að staðaldri við laugina. För konunnar frá vaðlauginni að heita pottinum hafi einnig verið háttað þannig að staðsetning skiltanna á bakkanum hafi ekki verið með þeim hætti að konan hefði ekki getað komist hjá því að sjá skiltin. Sem fyrr segir var bótaskylda Reykjavíkurborgar og Sjóvár viðurkennd vegna líkamstjónsins sem konan hlaut í slysinu. Þá voru áfrýjendur dæmdir til að greiða eina milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti sem renni í ríkissjóð.
Sundlaugar og baðlón Tryggingar Dómsmál Sjóvá Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Sjá meira