Sæki um íslenska vegabréfsáritun til að ferðast annað Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júní 2025 11:14 Einstaklingarnir sækja um vegabréfsáritun til þess að auðvelda ferðlag sitt á Schengen-svæðið. Vísir/Vilhelm Starfsfólk lögregluembættisins á Suðurnesjum segist taka eftir því að einstaklingar sæki um vegabréfsáritun hérlendis án þess að hyggjast ferðast um landið. Svar við umsóknum berst hraðar hérlendis og nýta einstaklingar sér það til að komast inn á Schengen-svæðið. Lögreglustjóri kallar eftir skýrari lagaheimild til að afturkalla vegabréfsáritanir. „Starfsfólk lögreglustjórans á Suðurnesjum hefur meðal annars orðið þess vart að einstaklingar séu að sækja um vegabréfsáritanir hjá íslenskum stjórnvöldum þar sem umsóknir séu afgreiddar hraðar og það séu meiri líkur á að þær séu samþykktar,“ segir í umsögn lögreglustjórans á Suðurnesjum um frumvarp utanríkisráðherra um vegabréfsáritanir. Þar kemur einnig fram að umræddir einstaklingar ætli sér ekki að ferðast um landið heldur afbóki hótel og flug um leið og þeir fái áritunina. Frá áramótum hafa um tuttugu mál komið upp hjá lögregluembættinu sem varða frávísunum með hliðsjón af afturköllun áritunar. „Þá hefur einnig komið upp mál þar sem einstaklingar bóka sólahringsferð til Íslands til að fá stimpil hér landi til að virkja vegabréfsáritunina svo að viðkomandi geti ferðast áfram inn í Evrópu.“ Vilja skýrara frumvarp Frumvarp utanríkisráðherra kveður á að utanríkisráðuneytið taki alfarið við framkvæmd vegabréfsáritana en þá sé sami aðilinn sem hefur heimild til að bæði veita og synja vegabréfsáritunum. Þá verði kæruleið aðlöguð að finnskri fyrirmynd sem þýðir að ráðuneytið hefur heimild til að taka aftur upp mál í stað þess að vísa þeim til kærunefndar útlendingamála. Í umsókninni lýsir lögreglustjórinn yfir ánægju en kallar jafnframt eftir því að ákveðin atriði þurfi að skýra í frumvarpinu. Þar á meðal er ítarlegri heimild til að afturkalla vegabréfsáritanir, til að mynda ef að einstaklingur hefur gefið upp rangar upplýsingar um tilgang ferðarinnar eða ef að umsækjendurnir séu einungis að nýta sér íslenska áritun til að komast inn á Schengen-svæðið. Ferðalög Utanríkismál Alþingi Lögreglumál Vegabréf Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Starfsfólk lögreglustjórans á Suðurnesjum hefur meðal annars orðið þess vart að einstaklingar séu að sækja um vegabréfsáritanir hjá íslenskum stjórnvöldum þar sem umsóknir séu afgreiddar hraðar og það séu meiri líkur á að þær séu samþykktar,“ segir í umsögn lögreglustjórans á Suðurnesjum um frumvarp utanríkisráðherra um vegabréfsáritanir. Þar kemur einnig fram að umræddir einstaklingar ætli sér ekki að ferðast um landið heldur afbóki hótel og flug um leið og þeir fái áritunina. Frá áramótum hafa um tuttugu mál komið upp hjá lögregluembættinu sem varða frávísunum með hliðsjón af afturköllun áritunar. „Þá hefur einnig komið upp mál þar sem einstaklingar bóka sólahringsferð til Íslands til að fá stimpil hér landi til að virkja vegabréfsáritunina svo að viðkomandi geti ferðast áfram inn í Evrópu.“ Vilja skýrara frumvarp Frumvarp utanríkisráðherra kveður á að utanríkisráðuneytið taki alfarið við framkvæmd vegabréfsáritana en þá sé sami aðilinn sem hefur heimild til að bæði veita og synja vegabréfsáritunum. Þá verði kæruleið aðlöguð að finnskri fyrirmynd sem þýðir að ráðuneytið hefur heimild til að taka aftur upp mál í stað þess að vísa þeim til kærunefndar útlendingamála. Í umsókninni lýsir lögreglustjórinn yfir ánægju en kallar jafnframt eftir því að ákveðin atriði þurfi að skýra í frumvarpinu. Þar á meðal er ítarlegri heimild til að afturkalla vegabréfsáritanir, til að mynda ef að einstaklingur hefur gefið upp rangar upplýsingar um tilgang ferðarinnar eða ef að umsækjendurnir séu einungis að nýta sér íslenska áritun til að komast inn á Schengen-svæðið.
Ferðalög Utanríkismál Alþingi Lögreglumál Vegabréf Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði