Ísraelar bíði ekki eftir grænu ljósi Trump Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júní 2025 21:03 Olíugeymslutankar skammt frá Teheran höfuðborg Írans urðu fyrir ísraelskum loftárásum síðastliðinn sunnudag. AP/Vahid Salemi Ísraelskri embættismenn hafa tjáð Bandaríkjastjórn að þeir hyggist ekki bíða í tvær vikur til að gefa Írönum færi á að komast að samkomulagi við Bandaríkjamenn. Spennan hefur aukist hægt og þétt undanfarna daga en Trump Bandaríkjaforseti hefur ekki gefið út hvort hann geri beinar árásir á Íran. Fram hefur komið í erlendum miðlum að sprengjuþotur af gerðinni B2 hafi verið fluttar á flugherstöð Bandaríkjanna á eynni Gvam í Kyrrahafi. Þó er tekið fram að þetta þýði ekki endilega að sprengjuárás sé yfirvofandi heldur sé verið að stilla þeim upp verði sú vegferð farin. Bandaríkjamenn einir búi yfir „byrgjabrestum“ Ísraelar og Íranir hafa skipst á árásum og gagnárásum daglega síðan Ísraelar gerðu loftárás á kjarnorku- og flugskeytaframleiðsluinnviði í Íran aðfaranótt föstudagsins síðasta. Hundruð liggja í valnum í Íran og tugir í Ísrael. Donald Trump hefur sagst vera þeirrar skoðunar að gera þurfi kjarnorkurannsóknarstöð Írana í bænum Fordó óvirka. Sú stöð er grafin djúpt í fjalli í Íran og er talin sú næststærsta í landinu. Til að granda henni þurfa Bandaríkjamenn að varpa á hana sérstakri sprengju sem þeir einir búa yfir. Sprengjan heitir formlega GBU-57. Hún er þó einnig kölluð „bunker buster“ og „MOP“ eða „Massive Ordnance Penetrator“. Hún er um 13,6 tonn að þyngd og er hönnuð til að grafa sig í gegnum um sextíu metra af steypu og bergi og springa í loft upp. Fordó er þó grafin á um áttatíu metra dýpi og óljóst er hvort sprengjan dugi til verksins. Mögulegt er þó að varpa nokkrum sprengjum og er talið að þær seinni myndu fara dýpra í bergið, þar sem þær fyrri myndu hafa brotið bergið upp. Sjá einnig: Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Trump Bandaríkjaforseti hefur sagst vilja gefa Írönum tækifæri á að koma á sáttum eftir diplómatískum leiðum. Tveir nafnlausir ísraelskir embættismenn sem ræddu við fréttaveituna Reuters segja Ísraela ekki munu bíða í þær tvær vikur sem Bandaríkjaforseti hefur sett Írönum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra, Ísrael Katz varnamálaráðherra og Ejal Samír yfirhershöfðingi áttu spennuþrungið símtal með Bandaríkjaforseta á fimmtudaginn síðasta þar sem ráðherrarnir tjáðu Trump þetta. Fram hafi komið að Ísraelar óttist að tímaramminn sem þeir hafa til að koma höggi á kjarnorkurannsóknarstöðina í Fordó sé takmarkaður. Bandaríkin eru eina landið sem búa yfir fyrrnefndum byrgjabrestum. Varaforsetinn hafi andmælt Ísraelum Heimildir Reuters í Washington staðfesta að Ísraelar hafi tjáð Trump að þeim þyki tímaramminn of langur og að þörf sé á tafarlausum aðgerðum. Heimildarmaðurinn segir þó ekki hvort honum hafi verið tjáð það í þessu tiltekna símtali sem ísraelsku heimildamennirnir áttu þátt í. J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna mun hafa andmælt Ísraelsmönnunum á meðan símtalinu stóð. Hann mun hafa sagt Bandaríkin ekki munu taka beinan þátt í átökunum og vændi Ísraelsmenn um að draga Bandaríkin í stríð. Pete Hegseth varnamálaráðherra Bandaríkjanna var einnig viðstaddur símtalið. Netanjahú forsætisráðherra hefur ekki útilokað það að Ísraelsmenn geri atlögu að kjarnorkurannsóknarstöðinni í Fordó einir síns liðs. Heimildir Reuters segja sílíklegra að Ísraelsmenn ráðist einir síns liðs á kjarnorkurannsóknarstöðina. Ísraelar segjast hafa yfirráð í háloftunum yfir Íran og er útlit fyrir að loftvarnir Írana hafi að mestu verið brotnar á bak aftur. Það felur í raun í sér að ísraelskir flugmenn geta flogið þotum sínum og drónum, svo gott sem óáreittir, yfir landinu og varpað sprengjum á skotmörk eftir hentisemi. Margar árásir hafa beinst að eldflaugum og skotpöllum í Íran. Engan tíma að missa Einn heimildarmaður Reuters hermir að Ísraelar telji sig engan tíma mega missa. „Ég sé ekki fram á að þeir bíði mikið lengur,“ er haft eftir honum. Sjá einnig: Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Það er ekki ljóst hvort slík aðgerð fæli í sér sprengjuvarp, árás fótgönguliða eða bæði í senn. Heimildir Reuters herma að Ísraelar gætu gert tilraun til að gera slíkt tjón á stöðinni að hún verði gagnslaus til skemmri tíma í stað þess að granda henni algjörlega. „Það gæti þýtt að einblínt verði á að eyðileggja það sem inni í stöðinni er fremur en stöðina sjálfa, segir einn heimilidarmannanna, án þess að skýra það frekar,“ segir í fréttaflutningi Reuters. Ísrael Íran Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Fram hefur komið í erlendum miðlum að sprengjuþotur af gerðinni B2 hafi verið fluttar á flugherstöð Bandaríkjanna á eynni Gvam í Kyrrahafi. Þó er tekið fram að þetta þýði ekki endilega að sprengjuárás sé yfirvofandi heldur sé verið að stilla þeim upp verði sú vegferð farin. Bandaríkjamenn einir búi yfir „byrgjabrestum“ Ísraelar og Íranir hafa skipst á árásum og gagnárásum daglega síðan Ísraelar gerðu loftárás á kjarnorku- og flugskeytaframleiðsluinnviði í Íran aðfaranótt föstudagsins síðasta. Hundruð liggja í valnum í Íran og tugir í Ísrael. Donald Trump hefur sagst vera þeirrar skoðunar að gera þurfi kjarnorkurannsóknarstöð Írana í bænum Fordó óvirka. Sú stöð er grafin djúpt í fjalli í Íran og er talin sú næststærsta í landinu. Til að granda henni þurfa Bandaríkjamenn að varpa á hana sérstakri sprengju sem þeir einir búa yfir. Sprengjan heitir formlega GBU-57. Hún er þó einnig kölluð „bunker buster“ og „MOP“ eða „Massive Ordnance Penetrator“. Hún er um 13,6 tonn að þyngd og er hönnuð til að grafa sig í gegnum um sextíu metra af steypu og bergi og springa í loft upp. Fordó er þó grafin á um áttatíu metra dýpi og óljóst er hvort sprengjan dugi til verksins. Mögulegt er þó að varpa nokkrum sprengjum og er talið að þær seinni myndu fara dýpra í bergið, þar sem þær fyrri myndu hafa brotið bergið upp. Sjá einnig: Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Trump Bandaríkjaforseti hefur sagst vilja gefa Írönum tækifæri á að koma á sáttum eftir diplómatískum leiðum. Tveir nafnlausir ísraelskir embættismenn sem ræddu við fréttaveituna Reuters segja Ísraela ekki munu bíða í þær tvær vikur sem Bandaríkjaforseti hefur sett Írönum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra, Ísrael Katz varnamálaráðherra og Ejal Samír yfirhershöfðingi áttu spennuþrungið símtal með Bandaríkjaforseta á fimmtudaginn síðasta þar sem ráðherrarnir tjáðu Trump þetta. Fram hafi komið að Ísraelar óttist að tímaramminn sem þeir hafa til að koma höggi á kjarnorkurannsóknarstöðina í Fordó sé takmarkaður. Bandaríkin eru eina landið sem búa yfir fyrrnefndum byrgjabrestum. Varaforsetinn hafi andmælt Ísraelum Heimildir Reuters í Washington staðfesta að Ísraelar hafi tjáð Trump að þeim þyki tímaramminn of langur og að þörf sé á tafarlausum aðgerðum. Heimildarmaðurinn segir þó ekki hvort honum hafi verið tjáð það í þessu tiltekna símtali sem ísraelsku heimildamennirnir áttu þátt í. J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna mun hafa andmælt Ísraelsmönnunum á meðan símtalinu stóð. Hann mun hafa sagt Bandaríkin ekki munu taka beinan þátt í átökunum og vændi Ísraelsmenn um að draga Bandaríkin í stríð. Pete Hegseth varnamálaráðherra Bandaríkjanna var einnig viðstaddur símtalið. Netanjahú forsætisráðherra hefur ekki útilokað það að Ísraelsmenn geri atlögu að kjarnorkurannsóknarstöðinni í Fordó einir síns liðs. Heimildir Reuters segja sílíklegra að Ísraelsmenn ráðist einir síns liðs á kjarnorkurannsóknarstöðina. Ísraelar segjast hafa yfirráð í háloftunum yfir Íran og er útlit fyrir að loftvarnir Írana hafi að mestu verið brotnar á bak aftur. Það felur í raun í sér að ísraelskir flugmenn geta flogið þotum sínum og drónum, svo gott sem óáreittir, yfir landinu og varpað sprengjum á skotmörk eftir hentisemi. Margar árásir hafa beinst að eldflaugum og skotpöllum í Íran. Engan tíma að missa Einn heimildarmaður Reuters hermir að Ísraelar telji sig engan tíma mega missa. „Ég sé ekki fram á að þeir bíði mikið lengur,“ er haft eftir honum. Sjá einnig: Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Það er ekki ljóst hvort slík aðgerð fæli í sér sprengjuvarp, árás fótgönguliða eða bæði í senn. Heimildir Reuters herma að Ísraelar gætu gert tilraun til að gera slíkt tjón á stöðinni að hún verði gagnslaus til skemmri tíma í stað þess að granda henni algjörlega. „Það gæti þýtt að einblínt verði á að eyðileggja það sem inni í stöðinni er fremur en stöðina sjálfa, segir einn heimilidarmannanna, án þess að skýra það frekar,“ segir í fréttaflutningi Reuters.
Ísrael Íran Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent