Bandaríkjamenn gera loftárásir á Írani Rafn Ágúst Ragnarsson og Samúel Karl Ólason skrifa 22. júní 2025 00:01 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal neðanjarðarmiðstöðina til í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. Trump greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum sínum rétt í þessu. Þar segir hann Bandaríkin hafa varpað sprengjum á Fordó, Natanz og Esfahan. Allar flugvélarnar sem notaðar voru til árásanna séu komnar út fyrir íranska lofthelgi. „Fullur farmur af SPRENGJUM var varpað á aðalstöðina, Fordó. Allar flugvélarnar eru heilar á húfi og á leiðinni heim. Hamingjuóskir til hinna miklu bandarísku stríðsmanna okkar. Það er enginn annar her í heimi sem gæti hafa gert þetta. NÚ ER KOMINN TÍMI Á FRIÐ! Ég þakka athygli ykkar varðandi þetta,“ skrifar Bandaríkjaforseti. Blaðamaður fréttaveitunnar Reuters hefur eftir heimilidarmanni sínum í bandaríska hernum að B-2 Spirit sprengjuflugvélum hafi verið beitt við árásirnar. Óljóst er hve margar voru notaðar við árásirnar en Bandaríkin búa yfir nítján slíkum vélum en þær eru þær einu sem eru útbúnar til að geta varpað sprengjum af gerðinni GBU-57 eða svokölluðum byrgjabrestum. Orð Trumps í færslunni um að tími sé kominn á frið gefa til kynna að hann hafi ekki áhuga á frekari árásum á Íran. Það gæti þó breyst, svari Íranar fyrir sig með eldflauga- og drónaárásum á bandarískar herstöðvar í Mið-Austurlöndum. Ráðamenn í Íran höfðu hótað slíkum árásum, ef Bandaríkjamenn gerðu árásir á Íran. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóð sína klukkan tvö í nótt á íslenskum tíma. Í tilkynningu sinni segir hann árásina marka sögulega stund fyrir Bandaríkin, Ísrael og heiminn allan og segir Írani hljóta að gangast við því að ljúka þessu stríði að svo komnu máli. New York Times hefur eftir þremur nafnlausum írönskum embættismönnum að árásirnar á Fordó og Natanz hafi verið gerðar um klukkan ellefu á íslenskum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Íran Hernaður Donald Trump Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Trump greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum sínum rétt í þessu. Þar segir hann Bandaríkin hafa varpað sprengjum á Fordó, Natanz og Esfahan. Allar flugvélarnar sem notaðar voru til árásanna séu komnar út fyrir íranska lofthelgi. „Fullur farmur af SPRENGJUM var varpað á aðalstöðina, Fordó. Allar flugvélarnar eru heilar á húfi og á leiðinni heim. Hamingjuóskir til hinna miklu bandarísku stríðsmanna okkar. Það er enginn annar her í heimi sem gæti hafa gert þetta. NÚ ER KOMINN TÍMI Á FRIÐ! Ég þakka athygli ykkar varðandi þetta,“ skrifar Bandaríkjaforseti. Blaðamaður fréttaveitunnar Reuters hefur eftir heimilidarmanni sínum í bandaríska hernum að B-2 Spirit sprengjuflugvélum hafi verið beitt við árásirnar. Óljóst er hve margar voru notaðar við árásirnar en Bandaríkin búa yfir nítján slíkum vélum en þær eru þær einu sem eru útbúnar til að geta varpað sprengjum af gerðinni GBU-57 eða svokölluðum byrgjabrestum. Orð Trumps í færslunni um að tími sé kominn á frið gefa til kynna að hann hafi ekki áhuga á frekari árásum á Íran. Það gæti þó breyst, svari Íranar fyrir sig með eldflauga- og drónaárásum á bandarískar herstöðvar í Mið-Austurlöndum. Ráðamenn í Íran höfðu hótað slíkum árásum, ef Bandaríkjamenn gerðu árásir á Íran. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóð sína klukkan tvö í nótt á íslenskum tíma. Í tilkynningu sinni segir hann árásina marka sögulega stund fyrir Bandaríkin, Ísrael og heiminn allan og segir Írani hljóta að gangast við því að ljúka þessu stríði að svo komnu máli. New York Times hefur eftir þremur nafnlausum írönskum embættismönnum að árásirnar á Fordó og Natanz hafi verið gerðar um klukkan ellefu á íslenskum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Íran Hernaður Donald Trump Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira