Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2025 12:00 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Arnar Verð á almennum neysluvörum var það næsthæsta á Íslandi í Evrópu á síðasta ári samkvæmt nýrri úttekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Formaður Neytendasamtakanna segir að honum þyki þetta miður þó tölurnar komi engum á óvart sem fylgst hafi með verðlagi á Íslandi undanfarin ár. Ýmislegt sé til ráða. Það er aðeins í Sviss sem verð á almennum neysluvörum var hærra en á Íslandi í fyrra samkvæmt útttekt Eurostat hagstofu Evrópusambandsins en verðlag á Íslandi var 62 prósentum hærra á síðasta ári en að jafnaði í ríkjum Evrópu. Þá var verðlag á mat og drykk 44 prósentum hærra á Íslandi en í Evrópusambandinu. Samanburðurinn náði til 36 ríkja, 27 ríkja Evrópusambandsins, þriggja EFTA ríkja og þriggja umsóknarríkja að Evrópusambandinu. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir tölurnar ekki koma á óvart. „Þetta kemur því miður ekki á óvart, við höfum verið að keppast um efstu þrjú sætin á þessum lista í áraraðir við Noreg og Sviss og höfum skipst á að verma sæti eitt, tvö og þrjú í þessum efnum. Þannig þetta eru því miður engar nýjar fréttir og kemur því miður ekki á óvart. Að sjálfsögðu þurfum við að berjast fyrir því að fara neðar á þessum lista og að verðlag hér verði skikkanlegt.“ Um sé að ræða eitt stærsta hagsmunamál íslenskra neytenda. „Það er erfitt kannski að benda á einhvern einn sökudólg í þessu. Kaupmáttur á Íslandi er frekar hár, launin halda þó ekki, við erum að keppa um efstu þrjú sætin í verði en því miður erum við ekki á sama stað hvað varðar laun, þar erum við neðar á lista og þar þyrfti að koma eitthvað samræmi á.“ Ýmislegt þurfi að koma til eigi að ná niður verðlagi á Íslandi. „Við eigum að ýta undir samkeppni, breyta stuðningi við bændur í styðjandi stuðning en ekki hamlandi stuðning eins og hann er núna. Við þurfum að efla samkeppni hvar sem við getum en ekki hamla henni eins og hefur verið gert að undanförnu. Það er ýmislegt, ekki eitt en ýmislegt sem þarf að gera.“ Neytendur Verslun Matur Drykkir Verðlag Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Sjá meira
Það er aðeins í Sviss sem verð á almennum neysluvörum var hærra en á Íslandi í fyrra samkvæmt útttekt Eurostat hagstofu Evrópusambandsins en verðlag á Íslandi var 62 prósentum hærra á síðasta ári en að jafnaði í ríkjum Evrópu. Þá var verðlag á mat og drykk 44 prósentum hærra á Íslandi en í Evrópusambandinu. Samanburðurinn náði til 36 ríkja, 27 ríkja Evrópusambandsins, þriggja EFTA ríkja og þriggja umsóknarríkja að Evrópusambandinu. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir tölurnar ekki koma á óvart. „Þetta kemur því miður ekki á óvart, við höfum verið að keppast um efstu þrjú sætin á þessum lista í áraraðir við Noreg og Sviss og höfum skipst á að verma sæti eitt, tvö og þrjú í þessum efnum. Þannig þetta eru því miður engar nýjar fréttir og kemur því miður ekki á óvart. Að sjálfsögðu þurfum við að berjast fyrir því að fara neðar á þessum lista og að verðlag hér verði skikkanlegt.“ Um sé að ræða eitt stærsta hagsmunamál íslenskra neytenda. „Það er erfitt kannski að benda á einhvern einn sökudólg í þessu. Kaupmáttur á Íslandi er frekar hár, launin halda þó ekki, við erum að keppa um efstu þrjú sætin í verði en því miður erum við ekki á sama stað hvað varðar laun, þar erum við neðar á lista og þar þyrfti að koma eitthvað samræmi á.“ Ýmislegt þurfi að koma til eigi að ná niður verðlagi á Íslandi. „Við eigum að ýta undir samkeppni, breyta stuðningi við bændur í styðjandi stuðning en ekki hamlandi stuðning eins og hann er núna. Við þurfum að efla samkeppni hvar sem við getum en ekki hamla henni eins og hefur verið gert að undanförnu. Það er ýmislegt, ekki eitt en ýmislegt sem þarf að gera.“
Neytendur Verslun Matur Drykkir Verðlag Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Sjá meira