Sagt að hann gæti ekki klárað námið en gerði það samt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2025 19:18 Patrekur segir mótlætið hafa reynt mikið á hann í náminu en það hafi aldrei komið til greina að gefast upp. Vísir/Ívar Fannar Fyrsti lögblindi maðurinn til þess að ljúka meistaranámi í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands segir stjórnendur námsins ítrekað hafa sett honum stólinn fyrir dyrnar og efast um getu hans. Hann segist þakklátur kennurum sínum, það hafi aldrei komið til greina að gefast upp. Patrekur Andrés Axelsson greindist nítján ára gamall með arfgengan augnsjúkdóm og er í dag með um fimm prósent sjón. Hann hefur aldrei látið sjúkdóminn stoppa sig og hefur meðal annars verið fulltrúi Íslands á Ólympíuleikum fatlaðra og klárað nám í rafvirkjun. Nú hefur Patrekur lokið mastersnámi í sjúkraþjálfun fyrstur lögblindra einstaklinga en hann segist hafa mætt fordómum og mótlæti stjórnenda læknadeildar Háskóla Íslands í náminu. Tveimur mánuðum eftir að hann hóf nám var hann boðaður á fund. „Ég spurði: Fara aðrir nemar á svona fund? „Nei, bara þú.“Af hverju? „Það eru öðruvísi aðstæður hjá þér.“ Svo fékk ég lögfræðibréf í hendurnar á fundinum um að mér væri synjað um áframhaldandi nám.“ Efasemdir stjórnenda námsins um getu Patreks hafi snúið að verklegum þætti námsins. „En ef maður lærir fræðin, grunninn, ert með alla þekkinguna og spyrð réttra spurninga, ferð eftir því sem er kennt þá er ekkert sem bendir til þess að þetta sé ekki hægt.“ „Svo var búið að finna verknám fyrir mig og verknámsstað og þar var ég bara lagður í einelti af verknámskennaranum. Það er þannig? Já, hún sagði að hún gæti ekki metið mig því ég væri of blindur og svo tók hún á móti mér og spurði mig hvar blindrastafurinn væri.“ Patrekur segir annað verknám hafa gengið vel og tekur fram að flestir kennarar hafi verið til fyrirmyndar. Hann segist þeim afar þakklátur og er nú búinn með námið. „Það þarf bara að finna út úr hlutunum, finna réttu lausnirnar. Einstaklingurinn sem er með hömlunina er oft með launsina, hann veit best hverjar hans þarfir eru, þannig ég hvet bara alla blinda og sjónskerta sem hafa áhuga á sjúkraþjálfun að sækja um.“ Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Patrekur Andrés Axelsson greindist nítján ára gamall með arfgengan augnsjúkdóm og er í dag með um fimm prósent sjón. Hann hefur aldrei látið sjúkdóminn stoppa sig og hefur meðal annars verið fulltrúi Íslands á Ólympíuleikum fatlaðra og klárað nám í rafvirkjun. Nú hefur Patrekur lokið mastersnámi í sjúkraþjálfun fyrstur lögblindra einstaklinga en hann segist hafa mætt fordómum og mótlæti stjórnenda læknadeildar Háskóla Íslands í náminu. Tveimur mánuðum eftir að hann hóf nám var hann boðaður á fund. „Ég spurði: Fara aðrir nemar á svona fund? „Nei, bara þú.“Af hverju? „Það eru öðruvísi aðstæður hjá þér.“ Svo fékk ég lögfræðibréf í hendurnar á fundinum um að mér væri synjað um áframhaldandi nám.“ Efasemdir stjórnenda námsins um getu Patreks hafi snúið að verklegum þætti námsins. „En ef maður lærir fræðin, grunninn, ert með alla þekkinguna og spyrð réttra spurninga, ferð eftir því sem er kennt þá er ekkert sem bendir til þess að þetta sé ekki hægt.“ „Svo var búið að finna verknám fyrir mig og verknámsstað og þar var ég bara lagður í einelti af verknámskennaranum. Það er þannig? Já, hún sagði að hún gæti ekki metið mig því ég væri of blindur og svo tók hún á móti mér og spurði mig hvar blindrastafurinn væri.“ Patrekur segir annað verknám hafa gengið vel og tekur fram að flestir kennarar hafi verið til fyrirmyndar. Hann segist þeim afar þakklátur og er nú búinn með námið. „Það þarf bara að finna út úr hlutunum, finna réttu lausnirnar. Einstaklingurinn sem er með hömlunina er oft með launsina, hann veit best hverjar hans þarfir eru, þannig ég hvet bara alla blinda og sjónskerta sem hafa áhuga á sjúkraþjálfun að sækja um.“
Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði