Þegar óttinn er ekki sannur Sigurður Árni Reynisson skrifar 23. júní 2025 19:03 Ég man eftir óttanum sem sat djúpt í mér. Hann virtist jafn fáránlegur og hann var raunverulegur. Ég hafði skrifað hann niður á óttalista sem hluta af sjálfsskoðun. Ég var hræddur við mann sem ég hafði aldrei hitt. Gunnar í Krossinum, predikara sem hafði sterka nærveru og tilheyrði trúfélagi sem mér fannst framandi og í senn ógnandi. Ég ímyndaði mér að ef hann tæki í höndina á mér þegar ég kæmi í messu, þá myndi eitthvað brotna innra með mér. Að ég myndi missa stjórn á sjálfum mér, breytast í trúarlega útgáfu af mér sem væri mér framandi – jafnvel hlægileg. Hoppa í trúarlegum móð að predikunarstól og verða að fífli. Í grunninn var þetta ekki bara ótti við trúarofstæki, þetta var dýpri ótti við það að verða hafður að fífli. Að trúa röngu. Að vera plataður, hvort sem væri af öðrum eða eigin viðhorfum. Ég var hræddur við að gera mig að athlægi með því að treysta. Og ég held að það sé meira algengt en við viðurkennum. Það er oft ekki hið framandi sem hræðir okkur mest – heldur það sem það gæti vakið í okkur sjálfum. Ég sagði manni frá þessum ótta sem ég treysti og hann hlustaði án þess að brosa eða gera grín. Svo sagði hann einfaldlega „förum þá í Krossinn.“ Við fórum saman í messu. Þegar við gengum inn, stóð Gunnar sjálfur við innganginn. Hann leit á mig og rétti fram höndina. Ég tók í hana og það sem ég fann var ekki neitt af því sem ég hafði ímyndað mér. Engin yfirnáttúruleg orka, enginn trúarlegur ofsi, bara hlýja. Manngæska. Kurteis snerting sem minnti mig á að allt sem ég hafði haldið í gegn um árin, allur þessi skelfilegi ímyndaði ótti hafði verið byggður á einni hugmynd, að það sem ég þekki ekki sé hættulegt. Ég hef hugsað mikið um þessa stund síðustu misseri. Einkum þegar ég fylgist með umræðum á Íslandi um hælisleitendur og flóttafólk. Ég sé oft sama mynstur í orðræðunni, fólk sem óttast það sem það hefur ekki kynnst. Fólk sem sér fyrir sér hætturnar áður en það heilsar. Við heyrum oft um innflytjendur, flóttamenn, múslíma, hópa. Orðin verða fjarlæg og köld og þau eru oft notuð til að ramma inn ótta. Hvað ef þau eru hættuleg? Hvað ef samfélagið okkar breytist? Hvað ef þau koma undir fölsku flaggi og við verðum plötuð? En hvað ef þessi ótti er jafn fölsk minning og mín ímynd af Gunnari í Krossinum? Hvað ef það sem við höldum að sé ógn, er í raun fólk sem bara vill fá frið, öryggi, og mannsæmandi líf? Hvað ef við myndum mæta fólki fyrst með virðingu, ekki tortryggni, áður en við ákveðum hvort við eigum að óttast það? Við komumst ekki hjá því að óttast stundum, það er mannlegt. En við þurfum ekki að láta óttann stjórna okkur. Ég veit, vegna þess að ég gekk sjálfur inn í rými þar sem ég hélt að allt gæti farið úrskeiðis og komst að því að ég hafði haft rangt fyrir mér. Og það breytti mér. Stundum þarf ekki meira en eitt handaband til að hrista af sér heilan hugarheim byggðan á hræðslu. Stundum þarf bara að mæta og sjá hvað er raunverulega fyrir framan mann. Höfundur er mannvinur og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ég man eftir óttanum sem sat djúpt í mér. Hann virtist jafn fáránlegur og hann var raunverulegur. Ég hafði skrifað hann niður á óttalista sem hluta af sjálfsskoðun. Ég var hræddur við mann sem ég hafði aldrei hitt. Gunnar í Krossinum, predikara sem hafði sterka nærveru og tilheyrði trúfélagi sem mér fannst framandi og í senn ógnandi. Ég ímyndaði mér að ef hann tæki í höndina á mér þegar ég kæmi í messu, þá myndi eitthvað brotna innra með mér. Að ég myndi missa stjórn á sjálfum mér, breytast í trúarlega útgáfu af mér sem væri mér framandi – jafnvel hlægileg. Hoppa í trúarlegum móð að predikunarstól og verða að fífli. Í grunninn var þetta ekki bara ótti við trúarofstæki, þetta var dýpri ótti við það að verða hafður að fífli. Að trúa röngu. Að vera plataður, hvort sem væri af öðrum eða eigin viðhorfum. Ég var hræddur við að gera mig að athlægi með því að treysta. Og ég held að það sé meira algengt en við viðurkennum. Það er oft ekki hið framandi sem hræðir okkur mest – heldur það sem það gæti vakið í okkur sjálfum. Ég sagði manni frá þessum ótta sem ég treysti og hann hlustaði án þess að brosa eða gera grín. Svo sagði hann einfaldlega „förum þá í Krossinn.“ Við fórum saman í messu. Þegar við gengum inn, stóð Gunnar sjálfur við innganginn. Hann leit á mig og rétti fram höndina. Ég tók í hana og það sem ég fann var ekki neitt af því sem ég hafði ímyndað mér. Engin yfirnáttúruleg orka, enginn trúarlegur ofsi, bara hlýja. Manngæska. Kurteis snerting sem minnti mig á að allt sem ég hafði haldið í gegn um árin, allur þessi skelfilegi ímyndaði ótti hafði verið byggður á einni hugmynd, að það sem ég þekki ekki sé hættulegt. Ég hef hugsað mikið um þessa stund síðustu misseri. Einkum þegar ég fylgist með umræðum á Íslandi um hælisleitendur og flóttafólk. Ég sé oft sama mynstur í orðræðunni, fólk sem óttast það sem það hefur ekki kynnst. Fólk sem sér fyrir sér hætturnar áður en það heilsar. Við heyrum oft um innflytjendur, flóttamenn, múslíma, hópa. Orðin verða fjarlæg og köld og þau eru oft notuð til að ramma inn ótta. Hvað ef þau eru hættuleg? Hvað ef samfélagið okkar breytist? Hvað ef þau koma undir fölsku flaggi og við verðum plötuð? En hvað ef þessi ótti er jafn fölsk minning og mín ímynd af Gunnari í Krossinum? Hvað ef það sem við höldum að sé ógn, er í raun fólk sem bara vill fá frið, öryggi, og mannsæmandi líf? Hvað ef við myndum mæta fólki fyrst með virðingu, ekki tortryggni, áður en við ákveðum hvort við eigum að óttast það? Við komumst ekki hjá því að óttast stundum, það er mannlegt. En við þurfum ekki að láta óttann stjórna okkur. Ég veit, vegna þess að ég gekk sjálfur inn í rými þar sem ég hélt að allt gæti farið úrskeiðis og komst að því að ég hafði haft rangt fyrir mér. Og það breytti mér. Stundum þarf ekki meira en eitt handaband til að hrista af sér heilan hugarheim byggðan á hræðslu. Stundum þarf bara að mæta og sjá hvað er raunverulega fyrir framan mann. Höfundur er mannvinur og kennari
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun