Gefum heimild fyrir kyrrð og kærleik Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir skrifar 24. júní 2025 12:46 Við búum í heimi sem breytist á ógnarhraða, samfélagi þar sem álag, hraði og áreiti er normið. Margar vísbendingar eru um að geðheilsa barna og ungmenna fari versnandi og að tíðni ofbeldis meðal ungmenna hafi aukist. Hegðun barna á sér oft rót í undirliggjandi vanlíðan, skertri félagsfærni og tengslarofi, hún er sjaldnast tilviljunarkennd heldur viðbragð við óuppfylltum þörfum í umhverfi þeirra. Við verðum því að staldra við. Við þurfum að endurvekja skilninginn á því hvað það þýðir að vera manneskja. Hvað það þýðir að vera hamingjusöm og farsæl manneskja. Tengsl – lykillinn að hamingju Í streitu og áreiti hversdagsins höfum við misst tenginguna við innri rödd okkar, tilfinningarnar og sjálfan tilganginn. Við höfum jafnvel gleymt því hvernig það er að vera í hlýju og kærleik við aðra manneskju, við okkur sjálf eða við náttúruna. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að góð tengsl við okkur sjálf, aðra og umhverfið eru meðal sterkustu forspárþátta hamingju. Það kallar á að við endurhugsum hvernig við skilgreinum hamingju og hvað við viljum kenna börnunum okkar. Við þurfum að afbyggja gamlar hugmyndir vestrænnar sældarhyggju, sem virðist vera rotin og gömul hegðunarmynstur okkar vestrænna þjóða þar sem hamingja er metin út frá neyslu, samanburði og yfirborðslegum árangri. Í menningu þar sem við keppumst um að vera meira, eiga flottustu bílana og merkjavörurnar gleymum við að ódauðlaugu hlutirnir sem við freistumst til að kaupa leggja ekkert marktækt til hamingju okkar. Hugmyndin um að hamingja felist í því að eignast sífellt meira, stærra og dýrara er villandi tálsýn. Þó neysla geti veitt skammvinna ánægju, hefur hún lítil áhrif á djúpstæða og varanlega hamingju. Það sem raunverulega nærir okkur og veitir okkur hamingju eru óáþreifanleg gæði, hlý tengsl, nánd og innri kyrrð. Lykillinn liggur í menntun í félags- og tilfinningafærni Í grunnskólanámskrá Finnlands, sem margir líta til sem fyrirmynd, er félags- og tilfinningafærni hluti af kjarna menntunar. Lögð er sérstök áhersla á velsæld (e.well-being), samkennd, sjálfsvitund og tilfinningastjórnun. Það er engin tilviljun að Finnland hefur verið í efsta sæti World Happiness Report í sjö ár í röð, þar sem samfélagið byggir á hugmyndinni um heildræna vellíðan, ekki eingöngu mælda í árangri, heldur í líðan og tengslum. Með því að kenna börnum okkar hvað felst í því að vera farsæl manneskja – að vera tilfinningalega meðvituð og tengd – þá hjálpum við þeim að lifa heilbrigðara og hamingjusamara lífi. Við eigum að kenna þeim að hlusta á eigin mennsku. Að þekkja tilfinningar sínar, mæta þeim með kærleika og góðvild og læra leiðir til að takast á við erfiðar aðstæður með sjálfsumhyggju. Það er mikilvægt að leiða börn inn í heim jákvæðrar hugsunar, því þannig læra þau að treysta á eigin styrk, takast á við hindranir og finna meira jafnvægi og gleði í daglegu lífi. Þegar börn temja sér þann hugsunarhátt að áskoranir séu ekki hindranir heldur tækifæri til vaxtar, þróa þau með sér viðhorf sem styður við seiglu, trú á eigin getu og getu til að sækjast eftir árangri á eigin forsendum. Lífið býður upp á alls kyns reynslu og ekki er alltaf auðvelt að halda jákvæðu hugarfari þegar á móti blæs. Þá skiptir miklu máli að þjálfa hugrekki tilfinninganna og að leyfa sér að finna, setja orð á og skilja tilfinningarnar sem búa innra með okkur. Með því styrkjum við innsæi okkar og færni til að takast á við tilveruna af samkennd og sjálfstrausti. Í kjarnann snýst þetta um að efla félags- og tilfinningafærni barna okkar, færni sem er í raun undirstaðan að vellíðan, tengslum og árangri í lífinu. Samfélagið byrjar hjá okkur sjálfum Samfélagið er skapað af fólkinu sem það byggir. Halla Tómasdóttir forseti og frábær fyrirmynd, hefur einmitt minnt okkur á mikilvægi þess að setja ljósið á eigin líðan og nærveru. Með því leggjum við okkar af mörkum til heilbrigðs og sammannlegs samfélags. Hlustum á eigin mennsku og finnum aftur taktinn sem heiminum var aldrei ætlað að missa – takt náttúrunnar, kærleikans og tengsla. Hægjum á. Verum meðvituð. Verum tengd og gefum heimild fyrir kyrrð og kærleik í lífi barnanna okkar. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi, með MA-diploma í jákvæðri sálfræði, jóga- og núvitundarkennari og eigandi Eirð náttúruhús, eird.is Heimildaskrá Diener, E., & Seligman, M. E. P. (2002). Very happy people. Psychological Science, 13(1), 81–84. https://doi.org/10.1111/1467-9280.00415 Goleman, D. (1995). Emotional intelligence: Why it can matter more than IQ. Bantam Books. Sótt af https://asantelim.wordpress.com/wp-content/uploads/2018/05/daniel-goleman-emotional-intelligence.pdf Helliwell, J. F., Layard, R., Sachs, J. D., De Neve, J.-E., Aknin, L. B., & Wang, S. (ritstj.). (2025). World Happiness Report 2025. Wellbeing Research Centre, Háskólinn í Oxford. Sótt af https://worldhappiness.report/ed/2025/ King, L. A., & Napa, C. K. (1998). What makes a life good? Journal of Personality and Social Psychology, 75(1), 156–165. Sótt af: https://doi.org/ 10.1037/0022-3514.75.1.156 Mäkinen, T., Virtanen, A., & Kostiainen, E. (2024). Social and Emotional Learning in Finnish Physical Education Teacher Education. Journal of Teaching in Physical Education. Sótt af: https://doi.org/10.1123/jtpe.2024-0120 Ryan, R. M., & Deci, E. L. (2000). Self-determination theory and the facilitation of intrinsic motivation, social development, and well-being. American Psychologist, 55(1), 68–78. https://doi.org/10.1037/0003-066X.55.1.68 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Við búum í heimi sem breytist á ógnarhraða, samfélagi þar sem álag, hraði og áreiti er normið. Margar vísbendingar eru um að geðheilsa barna og ungmenna fari versnandi og að tíðni ofbeldis meðal ungmenna hafi aukist. Hegðun barna á sér oft rót í undirliggjandi vanlíðan, skertri félagsfærni og tengslarofi, hún er sjaldnast tilviljunarkennd heldur viðbragð við óuppfylltum þörfum í umhverfi þeirra. Við verðum því að staldra við. Við þurfum að endurvekja skilninginn á því hvað það þýðir að vera manneskja. Hvað það þýðir að vera hamingjusöm og farsæl manneskja. Tengsl – lykillinn að hamingju Í streitu og áreiti hversdagsins höfum við misst tenginguna við innri rödd okkar, tilfinningarnar og sjálfan tilganginn. Við höfum jafnvel gleymt því hvernig það er að vera í hlýju og kærleik við aðra manneskju, við okkur sjálf eða við náttúruna. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að góð tengsl við okkur sjálf, aðra og umhverfið eru meðal sterkustu forspárþátta hamingju. Það kallar á að við endurhugsum hvernig við skilgreinum hamingju og hvað við viljum kenna börnunum okkar. Við þurfum að afbyggja gamlar hugmyndir vestrænnar sældarhyggju, sem virðist vera rotin og gömul hegðunarmynstur okkar vestrænna þjóða þar sem hamingja er metin út frá neyslu, samanburði og yfirborðslegum árangri. Í menningu þar sem við keppumst um að vera meira, eiga flottustu bílana og merkjavörurnar gleymum við að ódauðlaugu hlutirnir sem við freistumst til að kaupa leggja ekkert marktækt til hamingju okkar. Hugmyndin um að hamingja felist í því að eignast sífellt meira, stærra og dýrara er villandi tálsýn. Þó neysla geti veitt skammvinna ánægju, hefur hún lítil áhrif á djúpstæða og varanlega hamingju. Það sem raunverulega nærir okkur og veitir okkur hamingju eru óáþreifanleg gæði, hlý tengsl, nánd og innri kyrrð. Lykillinn liggur í menntun í félags- og tilfinningafærni Í grunnskólanámskrá Finnlands, sem margir líta til sem fyrirmynd, er félags- og tilfinningafærni hluti af kjarna menntunar. Lögð er sérstök áhersla á velsæld (e.well-being), samkennd, sjálfsvitund og tilfinningastjórnun. Það er engin tilviljun að Finnland hefur verið í efsta sæti World Happiness Report í sjö ár í röð, þar sem samfélagið byggir á hugmyndinni um heildræna vellíðan, ekki eingöngu mælda í árangri, heldur í líðan og tengslum. Með því að kenna börnum okkar hvað felst í því að vera farsæl manneskja – að vera tilfinningalega meðvituð og tengd – þá hjálpum við þeim að lifa heilbrigðara og hamingjusamara lífi. Við eigum að kenna þeim að hlusta á eigin mennsku. Að þekkja tilfinningar sínar, mæta þeim með kærleika og góðvild og læra leiðir til að takast á við erfiðar aðstæður með sjálfsumhyggju. Það er mikilvægt að leiða börn inn í heim jákvæðrar hugsunar, því þannig læra þau að treysta á eigin styrk, takast á við hindranir og finna meira jafnvægi og gleði í daglegu lífi. Þegar börn temja sér þann hugsunarhátt að áskoranir séu ekki hindranir heldur tækifæri til vaxtar, þróa þau með sér viðhorf sem styður við seiglu, trú á eigin getu og getu til að sækjast eftir árangri á eigin forsendum. Lífið býður upp á alls kyns reynslu og ekki er alltaf auðvelt að halda jákvæðu hugarfari þegar á móti blæs. Þá skiptir miklu máli að þjálfa hugrekki tilfinninganna og að leyfa sér að finna, setja orð á og skilja tilfinningarnar sem búa innra með okkur. Með því styrkjum við innsæi okkar og færni til að takast á við tilveruna af samkennd og sjálfstrausti. Í kjarnann snýst þetta um að efla félags- og tilfinningafærni barna okkar, færni sem er í raun undirstaðan að vellíðan, tengslum og árangri í lífinu. Samfélagið byrjar hjá okkur sjálfum Samfélagið er skapað af fólkinu sem það byggir. Halla Tómasdóttir forseti og frábær fyrirmynd, hefur einmitt minnt okkur á mikilvægi þess að setja ljósið á eigin líðan og nærveru. Með því leggjum við okkar af mörkum til heilbrigðs og sammannlegs samfélags. Hlustum á eigin mennsku og finnum aftur taktinn sem heiminum var aldrei ætlað að missa – takt náttúrunnar, kærleikans og tengsla. Hægjum á. Verum meðvituð. Verum tengd og gefum heimild fyrir kyrrð og kærleik í lífi barnanna okkar. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi, með MA-diploma í jákvæðri sálfræði, jóga- og núvitundarkennari og eigandi Eirð náttúruhús, eird.is Heimildaskrá Diener, E., & Seligman, M. E. P. (2002). Very happy people. Psychological Science, 13(1), 81–84. https://doi.org/10.1111/1467-9280.00415 Goleman, D. (1995). Emotional intelligence: Why it can matter more than IQ. Bantam Books. Sótt af https://asantelim.wordpress.com/wp-content/uploads/2018/05/daniel-goleman-emotional-intelligence.pdf Helliwell, J. F., Layard, R., Sachs, J. D., De Neve, J.-E., Aknin, L. B., & Wang, S. (ritstj.). (2025). World Happiness Report 2025. Wellbeing Research Centre, Háskólinn í Oxford. Sótt af https://worldhappiness.report/ed/2025/ King, L. A., & Napa, C. K. (1998). What makes a life good? Journal of Personality and Social Psychology, 75(1), 156–165. Sótt af: https://doi.org/ 10.1037/0022-3514.75.1.156 Mäkinen, T., Virtanen, A., & Kostiainen, E. (2024). Social and Emotional Learning in Finnish Physical Education Teacher Education. Journal of Teaching in Physical Education. Sótt af: https://doi.org/10.1123/jtpe.2024-0120 Ryan, R. M., & Deci, E. L. (2000). Self-determination theory and the facilitation of intrinsic motivation, social development, and well-being. American Psychologist, 55(1), 68–78. https://doi.org/10.1037/0003-066X.55.1.68
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun