Bassi Maraj sakfelldur fyrir líkamsárás Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. júní 2025 12:27 Bassi Maraj var í raunveruleikaþáttunum Æði auk þess sem hann gefur út tónlist. Vísir/Vilhelm Raunveruleikastjarnan Bassi Maraj hefur verið sakfelldur fyrir líkamsáras á leigubílstjóra. Atvikið átti sér stað fyrir rúmum tveimur árum. Greint var frá í lok maí að Bassi, réttu nafni Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson, hefði verið ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra fyrir utan heimilið sitt 11. febrúar árið 2023. DV greinir frá að Bassi hafi verið sakfelldur fyrir líkamsárás og dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann þurfti að greiða bílstjóranum 150 þúsund krónur í miskabætur. Þá greiddi hann rúmlega 167 þúsund krónur í málskostnað. Samkvæmt heimildum fréttastofu sótti leigubílstjórinn Bassa í febrúar 2023 auk tveggja annara seint að kvöldi til í miðbæ Reykjavíkur. Einn farþegi fór út í Skeifunni án þess að borga að sögn bílstjórans en svo var förinni heitið í Bryggjuhverfið að heimili Bassa. Hann krafðist greiðslu upp á fjórtán þúsund krónur fyrir aksturinn. Bassi neitaði að greiða og yfirgaf bílinn samkvæmt bílstjóranum en í yfirheyrslu lögreglu segist Bassi hafa ætlað að ná í vin sinn til að borga. Bílstjórinn elti Bassa og tók af honum símann en stjarnan brást illa við því. Í ákærunni segir að hann hafi bitið í hnakka og öxl bílstjórans, kýlt hann í ennið, tekið hann kverkataki og vafið greiðslupokasnúru um háls hans. Samkvæmt dómnum hlaut brotaþoli mar, bitför og aðra yfirborðsáverka vegna árásarinnar. Hann hafi óttast um líf sitt. Þá segir að Bassi hafi verið í miklu uppnámi þar sem að bílstjórinn hafi tekið af honum símann og ætlað að aka burt með hann. „Allt hans líf sé í símanum, en hann noti ekki öryggisnúmer til að komast inn í símann og því væri auðvelt fyrir aðra að komast í viðkvæm gögn ákærða. Síminn hafi verið nýlegur og kostað yfir 300 þúsund krónur,“ segir í dómnum. Dómarinn taldi að þar sem að átökin snerust um símann hafi Bassi ekki ætlað sér að meiða bílstjórann heldur einungis endurheimta símann. Bassi var því, líkt og áður kom fram, sakfelldur fyrir líkamsárás en sýknaður af því að hafa kýlt brotaþola og hert snúruna að hálsi hans. Að auki fundust 0,08 grömm af amfetamíni í poka í vasa Bassa. Hann sagðist ekki kannast við efnin sem lögregla fór með til eyðingar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Greint var frá í lok maí að Bassi, réttu nafni Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson, hefði verið ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra fyrir utan heimilið sitt 11. febrúar árið 2023. DV greinir frá að Bassi hafi verið sakfelldur fyrir líkamsárás og dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann þurfti að greiða bílstjóranum 150 þúsund krónur í miskabætur. Þá greiddi hann rúmlega 167 þúsund krónur í málskostnað. Samkvæmt heimildum fréttastofu sótti leigubílstjórinn Bassa í febrúar 2023 auk tveggja annara seint að kvöldi til í miðbæ Reykjavíkur. Einn farþegi fór út í Skeifunni án þess að borga að sögn bílstjórans en svo var förinni heitið í Bryggjuhverfið að heimili Bassa. Hann krafðist greiðslu upp á fjórtán þúsund krónur fyrir aksturinn. Bassi neitaði að greiða og yfirgaf bílinn samkvæmt bílstjóranum en í yfirheyrslu lögreglu segist Bassi hafa ætlað að ná í vin sinn til að borga. Bílstjórinn elti Bassa og tók af honum símann en stjarnan brást illa við því. Í ákærunni segir að hann hafi bitið í hnakka og öxl bílstjórans, kýlt hann í ennið, tekið hann kverkataki og vafið greiðslupokasnúru um háls hans. Samkvæmt dómnum hlaut brotaþoli mar, bitför og aðra yfirborðsáverka vegna árásarinnar. Hann hafi óttast um líf sitt. Þá segir að Bassi hafi verið í miklu uppnámi þar sem að bílstjórinn hafi tekið af honum símann og ætlað að aka burt með hann. „Allt hans líf sé í símanum, en hann noti ekki öryggisnúmer til að komast inn í símann og því væri auðvelt fyrir aðra að komast í viðkvæm gögn ákærða. Síminn hafi verið nýlegur og kostað yfir 300 þúsund krónur,“ segir í dómnum. Dómarinn taldi að þar sem að átökin snerust um símann hafi Bassi ekki ætlað sér að meiða bílstjórann heldur einungis endurheimta símann. Bassi var því, líkt og áður kom fram, sakfelldur fyrir líkamsárás en sýknaður af því að hafa kýlt brotaþola og hert snúruna að hálsi hans. Að auki fundust 0,08 grömm af amfetamíni í poka í vasa Bassa. Hann sagðist ekki kannast við efnin sem lögregla fór með til eyðingar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira