Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Agnar Már Másson skrifar 25. júní 2025 19:16 Selensky upplýsir Trump um stöðu mála í Úkraínu á fund þeirra í Haag í dag. Getty/Anadolu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að láta Úkraínumenn fá fleiri háþróuð loftvarnarkerfi af gerðinni Patriot. Samt er óljóst hvort hann vilji selja þeim hergögnin eða gefa þau. Trump sat blaðamannafund með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á hliðarlínum leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem var haldinn í dag. Blaðamannafundurinn var tæp klukkustund að lengd. Bandaríkjaforseti tjáði þar úkraínska starfsbróður sínum að hann íhugaði að senda fleiri Patriot-loftvarnarkerfi til Úkraínu þar sem árásir Rússa hafa færst í aukana. Það er þó ekki ljóst hvort Trump íhugi að gefa Úkraínumönnum loftvarnarkerfin eða selja þau. „Við ætlum að sjá hvort við getum gert nokkur [kerfi] aðgengileg,“ sagði Trump á blaðamannafundinum í Haag í dag. Trump varaði við því að Patriot-kerfin, sem Selenskí stakk upp á að kaupa í apríl, væru „mjög erfið að fá“ og í takmörkuðu framboði, sérstaklega þar sem Bandaríkin séu þegar að útvega Ísraelsmönnum slík kerfi. Patriot-kerfið er víðast hvar talið heimsins besta loftvarnarkerfið þegar kemur að því að verjast langdrægum eldflaugum, stýriflaugum og jafnvel flugvélum Síðasta haust samþykkti forveri Trumps, Joe Biden, að senda Úkraínuher fleiri Patriot-kerfi meðal annars. En Trump hefur hingað til ekki reynst eins gjafmildur Úkraínumönnum og forveri sinn. Selenskí skrifaði í yfirlýsingu að fundurinn með Trump hefði verið „þýðingarmikill“ og að þeir hefðu rætt mögulegt vopnahlé. En hvorki hann né Hvíta húsið hafa gefið upp upplýsingar um hvort fundurinn myndi leiða til frekari stuðnings Bandaríkjamanna við Úkraínu, að því er New York Times greina frá. Selenskí á í flóknu sambandi við Bandaríkjaforseta, einkum eftir heimsókn sína í Hvíta húsið í febrúar, þar sem hann átti að undirrita tímamótasamning um aðgengi Bandaríkjamanna að jarðmálmum í Úkraínu. Sá fundur fór fljótt úr böndunum þegar Trump og J.D. Vance varaforseti helltu sér yfir Úkraínumanninn, eins og frægt er nú orðið, og sögðu han vanþakklátan fyrir stuðninginn úr vesturheimi. Trump og Selenskí hittust ekki aftur fyrr en tveimur mánuðum síðar í útför Frans páfa í apríl. Donald Trump Úkraína NATO Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Trump sat blaðamannafund með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á hliðarlínum leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem var haldinn í dag. Blaðamannafundurinn var tæp klukkustund að lengd. Bandaríkjaforseti tjáði þar úkraínska starfsbróður sínum að hann íhugaði að senda fleiri Patriot-loftvarnarkerfi til Úkraínu þar sem árásir Rússa hafa færst í aukana. Það er þó ekki ljóst hvort Trump íhugi að gefa Úkraínumönnum loftvarnarkerfin eða selja þau. „Við ætlum að sjá hvort við getum gert nokkur [kerfi] aðgengileg,“ sagði Trump á blaðamannafundinum í Haag í dag. Trump varaði við því að Patriot-kerfin, sem Selenskí stakk upp á að kaupa í apríl, væru „mjög erfið að fá“ og í takmörkuðu framboði, sérstaklega þar sem Bandaríkin séu þegar að útvega Ísraelsmönnum slík kerfi. Patriot-kerfið er víðast hvar talið heimsins besta loftvarnarkerfið þegar kemur að því að verjast langdrægum eldflaugum, stýriflaugum og jafnvel flugvélum Síðasta haust samþykkti forveri Trumps, Joe Biden, að senda Úkraínuher fleiri Patriot-kerfi meðal annars. En Trump hefur hingað til ekki reynst eins gjafmildur Úkraínumönnum og forveri sinn. Selenskí skrifaði í yfirlýsingu að fundurinn með Trump hefði verið „þýðingarmikill“ og að þeir hefðu rætt mögulegt vopnahlé. En hvorki hann né Hvíta húsið hafa gefið upp upplýsingar um hvort fundurinn myndi leiða til frekari stuðnings Bandaríkjamanna við Úkraínu, að því er New York Times greina frá. Selenskí á í flóknu sambandi við Bandaríkjaforseta, einkum eftir heimsókn sína í Hvíta húsið í febrúar, þar sem hann átti að undirrita tímamótasamning um aðgengi Bandaríkjamanna að jarðmálmum í Úkraínu. Sá fundur fór fljótt úr böndunum þegar Trump og J.D. Vance varaforseti helltu sér yfir Úkraínumanninn, eins og frægt er nú orðið, og sögðu han vanþakklátan fyrir stuðninginn úr vesturheimi. Trump og Selenskí hittust ekki aftur fyrr en tveimur mánuðum síðar í útför Frans páfa í apríl.
Donald Trump Úkraína NATO Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira