Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júní 2025 20:13 Donald Trump Bandaríkjaforseti sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Haag í dag, þar sem leiðtogafundur NATO fer fram. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fulltrúar Bandaríkjanna og Íran muni hittast í næstu viku og hefja viðræður um mögulegan kjarnorkusamning. Hann segir þó skipta litlu máli hvort samkomulag náist þar sem þegar væri búið að eyðileggja kjarnorkuáætlun Íran. Frá þessu greindi Trump við blaðamenn í dag. Hann impraði þó á því að hann teldi „ekkert of nauðsynlegt“ að ná slíku samkomulagi. „Við ætlum að funda með þeim í næstu viku, með Íran. Mögulega skrifum við undir samning, ég veit það ekki. Fyrir mér er þetta ekkert stórmál. Þeir ráku sitt stríð, börðust, og nú eru þeir snúnir aftur í sinn heim. Það gildir mig einu hvort við komumst að samkomulagi eða ekki,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Haag í dag, en CNN greinir frá. Hann sagði að ríkisstjórnin gerði sömu kröfur og hún sóttist eftir áður en spennan stigmagnaðist í Mið-Austurlöndum fyrr í mánuðinum. Samningur væri samt sem áður óþarfi þar sem kjarnorkuáætlun Írana væri hvort sem er eyðilögð eftir árásir Bandaríkjahers um helgina. Telur allt saman eyðilagt Trump gaf lítið fyrir skýrslu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna þar sem fram kom að árásirnar hafi aðeins seinkað kjarnorkuvopnaáætlunum Írana um nokkra mánuði, en ekki gert út um þær eins og hann og fleiri hafa fullyrt. Aftur á móti væru öll skotmörk aðgerðarinnar gjöreyðilögð. „Við viljum ekki kjarnorku, en við eyðilögðum kjarnorkuna. Með öðrum orðum er hún gereyðilögð,“ sagði hann við blaðamenn í dag. Vopnahlé milli Írana og Ísraela sem tók gildi í gær virðist enn vera í gildi. Bæði ríki sökuðu hvort annað um brot á vopnahléssamningum skömmu eftir að vopnahlé tók gildi í gær. Brotin reittu Trump til reiði, sem ámælti báðar hliðar. Síðan þá virðast bæði ríkin hafa virt vopnahléið. Donald Trump Bandaríkin Íran Ísrael Tengdar fréttir Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. 25. júní 2025 10:55 Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54 Íranir neita að hafa skotið eldflaugum Ísraelsk stjórnvöld segja Írana hafa skotið eldflaugum í átt að Ísrael og boða harðar gagnárásir. Íranir neita því að hafa skotið eldflaugum. Allt útlit er fyrir að vopnahlé sem bæði ríki virtust hafa samþykkt í nótt sé þegar farið út um þúfur. 24. júní 2025 07:45 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Frá þessu greindi Trump við blaðamenn í dag. Hann impraði þó á því að hann teldi „ekkert of nauðsynlegt“ að ná slíku samkomulagi. „Við ætlum að funda með þeim í næstu viku, með Íran. Mögulega skrifum við undir samning, ég veit það ekki. Fyrir mér er þetta ekkert stórmál. Þeir ráku sitt stríð, börðust, og nú eru þeir snúnir aftur í sinn heim. Það gildir mig einu hvort við komumst að samkomulagi eða ekki,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Haag í dag, en CNN greinir frá. Hann sagði að ríkisstjórnin gerði sömu kröfur og hún sóttist eftir áður en spennan stigmagnaðist í Mið-Austurlöndum fyrr í mánuðinum. Samningur væri samt sem áður óþarfi þar sem kjarnorkuáætlun Írana væri hvort sem er eyðilögð eftir árásir Bandaríkjahers um helgina. Telur allt saman eyðilagt Trump gaf lítið fyrir skýrslu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna þar sem fram kom að árásirnar hafi aðeins seinkað kjarnorkuvopnaáætlunum Írana um nokkra mánuði, en ekki gert út um þær eins og hann og fleiri hafa fullyrt. Aftur á móti væru öll skotmörk aðgerðarinnar gjöreyðilögð. „Við viljum ekki kjarnorku, en við eyðilögðum kjarnorkuna. Með öðrum orðum er hún gereyðilögð,“ sagði hann við blaðamenn í dag. Vopnahlé milli Írana og Ísraela sem tók gildi í gær virðist enn vera í gildi. Bæði ríki sökuðu hvort annað um brot á vopnahléssamningum skömmu eftir að vopnahlé tók gildi í gær. Brotin reittu Trump til reiði, sem ámælti báðar hliðar. Síðan þá virðast bæði ríkin hafa virt vopnahléið.
Donald Trump Bandaríkin Íran Ísrael Tengdar fréttir Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. 25. júní 2025 10:55 Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54 Íranir neita að hafa skotið eldflaugum Ísraelsk stjórnvöld segja Írana hafa skotið eldflaugum í átt að Ísrael og boða harðar gagnárásir. Íranir neita því að hafa skotið eldflaugum. Allt útlit er fyrir að vopnahlé sem bæði ríki virtust hafa samþykkt í nótt sé þegar farið út um þúfur. 24. júní 2025 07:45 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. 25. júní 2025 10:55
Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54
Íranir neita að hafa skotið eldflaugum Ísraelsk stjórnvöld segja Írana hafa skotið eldflaugum í átt að Ísrael og boða harðar gagnárásir. Íranir neita því að hafa skotið eldflaugum. Allt útlit er fyrir að vopnahlé sem bæði ríki virtust hafa samþykkt í nótt sé þegar farið út um þúfur. 24. júní 2025 07:45