Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júlí 2025 14:24 Sean „Diddy“ Combs í dómsal. AP Kviðdómur í New York í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sean „Diddy“ Combs sé sekur í tveimur af fimm ákæruliðum, og saklaus af þremur. Combs er sagður hafa steytt hnefann meðan kviðdómurinn las upp úrskurð sinn. Combs var ákærður fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fyrir að standa að fólksflutningum vegna vændis. Hann neitaði alfarið sök en gaf ekki skýrslu fyrir dómi. Brotin sem hann var ákærður fyrir voru meðal annars sögð beinast að Casöndru Ventura, tónlistarkonu og fyrrverandi kærustu Combs. Réttarhöldin í málinu stóðu yfir í tvo mánuði og báru 34 manns vitni. Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið sannað að Combs hefði gerst sekur um skipulagða glæpastarfsemi, né fyrir mansal. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir tvo ákæurliði, sem vörðuðu það að standa að fólksflutningum vegna vændis. Niðurstaða kviðdómsins Skipulögð glæpastarfsemi: Saklaus Mansal tengt Casöndru Ventura: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi Ventura og annarra: Sekur Mansal tengt annarri óþekktri konu: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi þessarar óþekktu konu og annarra: Sekur Það tók kviðdóminn þrettán klukkustundir að komast að þessari niðurstöðu. Dómari á eftir að ákveða um refsingu Combs. New York Times lýsir því hvernig Combs brást við upplestri kviðdómsins. Hann mun hafa snúið sér að fjölskyldu sinni og lagt lófa sína saman, í bænastellingu. Síðan hafi hann steytt hægri hnefa sinn upp í loft. Á meðan meðlimir kviðdómsins staðfestu að þeir væru sammála þessari niðurstöðu hafi Combs kinkað kolli. Síðan hafi hann aftur lagt lófa sína saman og sagt við kviðdóminn: „Takk fyrir, takk fyrir.“ Í kjölfar þess að niðurstaða kviðdómsins hefur legið fyrir hafa ákæruvaldið og verjandi Combs deilt um hvort rétt sé að sleppa honum úr haldi eða ekki. Dómarinn sagðist þurfa umhugsunarfrest varðandi það. Að mati ákæruvaldsins á Combs tuttugu ára fangelsisvist yfir höfði sér, en að sögn saksóknara verðskulda ákæruliðirnir sem hann var sakfelldur fyrir hvor um sig tíu ára fangelsisrefsingu. Fréttin hefur verðið uppfærð. Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Tengdar fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46 Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01 Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Sjá meira
Combs var ákærður fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fyrir að standa að fólksflutningum vegna vændis. Hann neitaði alfarið sök en gaf ekki skýrslu fyrir dómi. Brotin sem hann var ákærður fyrir voru meðal annars sögð beinast að Casöndru Ventura, tónlistarkonu og fyrrverandi kærustu Combs. Réttarhöldin í málinu stóðu yfir í tvo mánuði og báru 34 manns vitni. Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið sannað að Combs hefði gerst sekur um skipulagða glæpastarfsemi, né fyrir mansal. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir tvo ákæurliði, sem vörðuðu það að standa að fólksflutningum vegna vændis. Niðurstaða kviðdómsins Skipulögð glæpastarfsemi: Saklaus Mansal tengt Casöndru Ventura: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi Ventura og annarra: Sekur Mansal tengt annarri óþekktri konu: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi þessarar óþekktu konu og annarra: Sekur Það tók kviðdóminn þrettán klukkustundir að komast að þessari niðurstöðu. Dómari á eftir að ákveða um refsingu Combs. New York Times lýsir því hvernig Combs brást við upplestri kviðdómsins. Hann mun hafa snúið sér að fjölskyldu sinni og lagt lófa sína saman, í bænastellingu. Síðan hafi hann steytt hægri hnefa sinn upp í loft. Á meðan meðlimir kviðdómsins staðfestu að þeir væru sammála þessari niðurstöðu hafi Combs kinkað kolli. Síðan hafi hann aftur lagt lófa sína saman og sagt við kviðdóminn: „Takk fyrir, takk fyrir.“ Í kjölfar þess að niðurstaða kviðdómsins hefur legið fyrir hafa ákæruvaldið og verjandi Combs deilt um hvort rétt sé að sleppa honum úr haldi eða ekki. Dómarinn sagðist þurfa umhugsunarfrest varðandi það. Að mati ákæruvaldsins á Combs tuttugu ára fangelsisvist yfir höfði sér, en að sögn saksóknara verðskulda ákæruliðirnir sem hann var sakfelldur fyrir hvor um sig tíu ára fangelsisrefsingu. Fréttin hefur verðið uppfærð.
Niðurstaða kviðdómsins Skipulögð glæpastarfsemi: Saklaus Mansal tengt Casöndru Ventura: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi Ventura og annarra: Sekur Mansal tengt annarri óþekktri konu: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi þessarar óþekktu konu og annarra: Sekur
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Tengdar fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46 Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01 Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Sjá meira
Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46
Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01
Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09