Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2025 23:32 Verslunin er rekin í húsnæði við Breiðumörk 2 í Hveragerði. Facebook Dóróthea Gunnarsdóttir, eigandi Álnavörubúðarinnar, segir afar sorglegt að mögulega þurfi hún að loka versluninni eftir 38 ára sögu hennar. Sjálf keypti hún reksturinn 2007 og hefur rekið verslunina síðan. Eigandi húsnæðis verslunarinnar, Kjörís, sagði upp leigusamningi við hana í vikunni. „Það hefur ekki stoppað síminn í dag. Það er gott að heyra í fólki,“ segir Dóróthea en hún sagði frá lokuninni á Facebook-síðu verslunarinnar í dag. „Nú er 38 ára saga Álnavörubúðarinnar senn á enda og því blikur á lofti um framtíð búðarinnar. Við leitum því að nýju húsnæði frá og með jan-feb ´26, en húsnæðið þyrfti að vera um 250 fm. Ef einhver veit um hentugt húsnæði hér í Hveragerði vinsamlega hafið samband við mig dorotheah@simnet.is,“ sagði hún í færslunni. Hún segir marga hafa haft samband vegna húsnæðis en ekkert þeirra hafi hentað. Verið á annarri hæð eða staðsetningin ekki eitthvað sem henni hugnast. Auk þess þurfi hún að vera um 200 fermetrar „Við eigum að vera farin út í lok janúar. Ég veit ekkert hvað Kjörís ætlar að gera við húsnæðið en skil að það þurfi að taka húsnæði í gegn,“ segir Dóróthea. Mikil viðhaldsþörf Rætt var við Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóra Kjörís, á vef mbl.is um málið. Þar sagði hann óljóst hvað húsnæðið myndi vera notað í. Áður en það yrði ákveðið væri þörf á miklum og kostnaðarsömum endurbótum. Í kjölfarið verði notkunin á því metin. „Maður var að vonast til að geta verið fram til september 2026, að hafa aðeins lengri tíma til að finna eitthvað. Þetta er eldgömul búð og Hvergerðingar eru búnir að vera algjörlega ómögulegir. Ég veit ekki hvað ég er búin að fá mörg símtöl og heimsóknir í dag. Fólk er búið að reyna að selja mér húsnæði en það hentar ekki aallt. Það vill enginn misssa búðina héðan. Verslunin kallar líka fólk inn í bæinn. Þannig þetta er sorglegt.“ Ekki bjartsýn Dóróthea segist samt hafa skilning á því að það sé viðhaldsþörf á húsinu. Hún hafi sjálf selt Kjörís húsnæðið árið 2007 þegar hún keypti reksturinn. Í versluninni er hægt að fá nánast allt nema mat og álnavöru. „Ég gafst upp á álnavörunni fyrir um tíu árum. Hún borgaði ekki leiguna hérna.“ Hún segist ekki vongóð um framhaldið. „Ég er ekki mjög bjartsýn en maður verður samt að halda í bjartsýnina. En við sjáum hvað gerist. Þetta er sorglegt bara, gömul búð.“ Hveragerði Verslun Tímamót Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
„Það hefur ekki stoppað síminn í dag. Það er gott að heyra í fólki,“ segir Dóróthea en hún sagði frá lokuninni á Facebook-síðu verslunarinnar í dag. „Nú er 38 ára saga Álnavörubúðarinnar senn á enda og því blikur á lofti um framtíð búðarinnar. Við leitum því að nýju húsnæði frá og með jan-feb ´26, en húsnæðið þyrfti að vera um 250 fm. Ef einhver veit um hentugt húsnæði hér í Hveragerði vinsamlega hafið samband við mig dorotheah@simnet.is,“ sagði hún í færslunni. Hún segir marga hafa haft samband vegna húsnæðis en ekkert þeirra hafi hentað. Verið á annarri hæð eða staðsetningin ekki eitthvað sem henni hugnast. Auk þess þurfi hún að vera um 200 fermetrar „Við eigum að vera farin út í lok janúar. Ég veit ekkert hvað Kjörís ætlar að gera við húsnæðið en skil að það þurfi að taka húsnæði í gegn,“ segir Dóróthea. Mikil viðhaldsþörf Rætt var við Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóra Kjörís, á vef mbl.is um málið. Þar sagði hann óljóst hvað húsnæðið myndi vera notað í. Áður en það yrði ákveðið væri þörf á miklum og kostnaðarsömum endurbótum. Í kjölfarið verði notkunin á því metin. „Maður var að vonast til að geta verið fram til september 2026, að hafa aðeins lengri tíma til að finna eitthvað. Þetta er eldgömul búð og Hvergerðingar eru búnir að vera algjörlega ómögulegir. Ég veit ekki hvað ég er búin að fá mörg símtöl og heimsóknir í dag. Fólk er búið að reyna að selja mér húsnæði en það hentar ekki aallt. Það vill enginn misssa búðina héðan. Verslunin kallar líka fólk inn í bæinn. Þannig þetta er sorglegt.“ Ekki bjartsýn Dóróthea segist samt hafa skilning á því að það sé viðhaldsþörf á húsinu. Hún hafi sjálf selt Kjörís húsnæðið árið 2007 þegar hún keypti reksturinn. Í versluninni er hægt að fá nánast allt nema mat og álnavöru. „Ég gafst upp á álnavörunni fyrir um tíu árum. Hún borgaði ekki leiguna hérna.“ Hún segist ekki vongóð um framhaldið. „Ég er ekki mjög bjartsýn en maður verður samt að halda í bjartsýnina. En við sjáum hvað gerist. Þetta er sorglegt bara, gömul búð.“
Hveragerði Verslun Tímamót Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira