Erlent

Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Gríðarlegar skemmdir eru víða í Kerrville í Texas eftir úrhelli og flóð.
Gríðarlegar skemmdir eru víða í Kerrville í Texas eftir úrhelli og flóð. AP

Minnst þréttan manns hafa látið lífið eftir úrhellisrigningu og tilheyrandi flóð í Kerrville í Texas í dag. Fjölmargra annarra er saknað, þar á meðal tuttugu ungra stelpna sem voru í sumarbúðum. Árbakki Guadalupe árinnar reis um átta metra á aðeins 45 mínútum.

Dan Patrick, staðgengill ríkisstjóra Texas, segir að fjórtán þyrlur og tólf drónar hafi verið ræstir út í umfangsmiklum björgunar- og leitaraðgerðum.

Níu björgunarsveitir eru að störfum, en um fimm hundruð manns taka þátt í leit á jörðu.

Patrick segir að stelpurnar sem hafa ekki fundist gætu verið utan þjónustusvæðis, og hafi ekki endilega týnst í flóðinu.

Á blaðamannafundi sagði Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, að verið væri að gera allt sem hægt er að gera til að aðstoða Kerrville, Ingram, Hunt og öll svæðin sem lentu í flóðinu.

Landbúnaðarráðuneyti Texas hefur varað við því að íbúar fari að aka eftir vegum sem búið er að flæða yfir. Biðlað var til íbúa að fylgja öllum ráðleggingum viðbragðsaðila.

Fréttaritari BBC á svæðinu segir að flóð séu tiltölulega algeng á þessu svæði, en um sé að ræða eitt það umfangsmesta í óratíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×