Viðskipti innlent

Sætta sig ekki við höfnun Kviku

Agnar Már Másson skrifar
Kvika banki hafnaði óskum Íslandsbanka og Arion banka, sem óskuðu hvor í sínu lagi eftir samrunaviðræðum.
Kvika banki hafnaði óskum Íslandsbanka og Arion banka, sem óskuðu hvor í sínu lagi eftir samrunaviðræðum. Kvika

Arion banki og Íslandsbanki ítrekuðu í gær ósk sína um að sameinast Kviku banka þrátt fyrir að Kvika hafi hafnaði þeim báðum þegar bankarnir óskuðu hvor í sínu lagi eftir samrunaviðræðum.

Stjórnarformanni og forstjóra Kviku banka hf. barst eftir lokun markaða í gær uppfærð erindi frá Arion banka hf. og Íslandsbanka hf. þar sem félögin ítrekuðu ósk um samrunaviðræður, segir í kauphallartilkynningu sem Kvika sendi út klukkan 22.15 í gær.

Þar segir enn fremur að stjórn Kviku taki bæði erindi til umræðu og ákveða næstu skref af hálfu bankans. Nánar verði upplýst um framvindu þegar ástæða er til og í samræmi við lögbundna upplýsingaskyldu bankans.

Í lok maí óskaði stjórn Íslandsbanka eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar yrðu samrunaviðræður milli félaganna tveggja. Stjórn Arion banka óskaði einnig eftir samrunaviðræðum milli við Kviku.

Kvika sagði nei, hvorugt til­boð þótti nægi­lega gott en jafnframt virðist hvorugur bankinn ætla að sætta sig við höfnunina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×