Sport

Ís­land fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Kolbrún María Ármannsdóttir átti góðan leik fyrir Ísland í dag.
Kolbrún María Ármannsdóttir átti góðan leik fyrir Ísland í dag. Vísir / Pawel Cieslikiewicz

Íslenska u-18 landsliðið í kvenna körfubolta mætti Bosníu og Hersegóvínu í öðrum leik riðilsins á u-18 EuroBasket í dag. Ísland vann leikinn örugglega 110-77.

Rebekka Rut Steingrímsdóttir leikmaður KR var stigahæst Íslendinga með 20 stig, en hún var einnig með fimm stoðsendingar, þrjú fráköst og stal boltanum tvisvar.

Kolbrún María Ármannsdóttir leikmaður Stjörnunnar átti einnig góðan leik, hún var með 14 stig, sjö fráköst og þrjár stoðsendingar.

Aðrar sem voru áberandi voru Emma Snæbjarnardóttir með 13 stig, Hulda Agnarsdóttir með 13 stig, Arndíst Matthíasdóttir með 11 stig og Elísabet Ólafsdóttir með 10 stig.

Þetta er annar leikur Íslands í riðlinum en þær töpuðu fyrri leiknum gegn Litháen. Næst mætir Ísland Kosovo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×