Sport

Dag­skráin í dag: Blikar í Meistara­deildinni

Siggeir Ævarsson skrifar
Blikar hefja leik í Meistaradeild Evrópu í dag
Blikar hefja leik í Meistaradeild Evrópu í dag Vísir / Diego

Við horfum á gæði frekar en magn á sportrásum Sýnar í dag þó svo að það sé vissulega mikið magn af snóker á dagskrá.

Sýn Sport

Íslandsmeistarar Breiðabliks hefja leik í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag þegar liðið sækir Egnatia frá Albaníu heim. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 18:50.

Sýn Sport Viaplay

Champions League Snooker mótið heldur áfram í dag og hefst útsending klukkan 11:00 og svo aftur klukkan 16:00.

Klukkan 22:30 er svo komið að síðasta sjónvarpsviðburði dagsins þegar Rays og Tigers mætast í MLB deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×