Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Árni Sæberg skrifar 8. júlí 2025 14:35 Húsið er á Völlunum í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni kaupenda fasteignar í Hafnarfirði um áfrýjunarleyfi í gallamáli á hendur seljendunum. Kaupendurnir neyddust til að sofa úti á palli um tíma vegna myglu í húsinu. Talsvert hefur verið fjallað um mál fjölskyldunnar eftir að greint var frá því sumarið 2023 að hún hefði búið úti í tjaldi við húsið sitt á Völlunum í Hafnarfirði í um þrjár vikur. Hús fjölskyldunnar var sagt óíbúðarhæft vegna myglu, raka, leka og fleiri galla en hjónin keyptu húsið árið 2008. Kaupendurnir höfðuðu mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness á hendur seljendunum til heimtu skaðabóta í október árið 2022. Héraðsdómur sýknaði seljendurna og Landsréttur staðfesti sýknudóminn í maí síðastliðnum. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Landsréttar á sínum tíma. Í stuttu máli var niðurstaða beggja dómstóla sú að kaupendurnir hefði ótvírætt tapað rétti sínum til að bera fyrir sig ætlaða vanefnd á kaupsamningi þar sem þeir hefðu ekki tilkynnt um hana fyrr en fjórtán árum eftir afhendingu hússins. Töldu málið fordæmisgefandi Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni kaupendanna segir að þeir hafi byggt á því að málið sé fordæmisgefandi um túlkun og samspil tveggja tiltekinna ákvæða laga um fasteignakaup, sem snúa að tilkynningum um vanefndir. Kaupendur hafi vísað til þess að sams konar ákvæði sé að finna í norskum rétti og við skýringu þeirra hafi verið beitt strangara sakarmati en í íslenskum rétti. Þá hafi þeir bent á að undanfarið hafi borið meira á gallaatvikum sem varði alvarlegar myglu- og rakaskemmdir sem komi í ljós nokkuð löngu eftir afhendingu en eigi rót sína að rekja til vanrækslu við hönnun og á góðum byggingarháttum. Oftar en ekki sé um að ræða alvarlega og kostnaðarsama galla sem kaupendur þurfi að bera ábyrgð á. Þá telja hafi þeir talið að meðferð málsins fyrir Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant og tilefni til að ómerkja dóm Landsréttar. Að lokum hafi þeir byggt á því að úrslit málsins varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra enda hafi málið verið þeim afar kostnaðarsamt og falið í sér mikið tjón. Húsið hafi verið gert fokhelt að nýju, hreinsað af myglu og öll innri einangrun fjarlægð. Heilsa þeirra hafi einnig orðið fyrir beinum áhrifum af því búa í snertingu við myglu. Dómurinn ekki bersýnilega rangur Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðenda í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því hafnað. Dómsmál Fasteignamarkaður Húsnæðismál Hafnarfjörður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Talsvert hefur verið fjallað um mál fjölskyldunnar eftir að greint var frá því sumarið 2023 að hún hefði búið úti í tjaldi við húsið sitt á Völlunum í Hafnarfirði í um þrjár vikur. Hús fjölskyldunnar var sagt óíbúðarhæft vegna myglu, raka, leka og fleiri galla en hjónin keyptu húsið árið 2008. Kaupendurnir höfðuðu mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness á hendur seljendunum til heimtu skaðabóta í október árið 2022. Héraðsdómur sýknaði seljendurna og Landsréttur staðfesti sýknudóminn í maí síðastliðnum. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Landsréttar á sínum tíma. Í stuttu máli var niðurstaða beggja dómstóla sú að kaupendurnir hefði ótvírætt tapað rétti sínum til að bera fyrir sig ætlaða vanefnd á kaupsamningi þar sem þeir hefðu ekki tilkynnt um hana fyrr en fjórtán árum eftir afhendingu hússins. Töldu málið fordæmisgefandi Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni kaupendanna segir að þeir hafi byggt á því að málið sé fordæmisgefandi um túlkun og samspil tveggja tiltekinna ákvæða laga um fasteignakaup, sem snúa að tilkynningum um vanefndir. Kaupendur hafi vísað til þess að sams konar ákvæði sé að finna í norskum rétti og við skýringu þeirra hafi verið beitt strangara sakarmati en í íslenskum rétti. Þá hafi þeir bent á að undanfarið hafi borið meira á gallaatvikum sem varði alvarlegar myglu- og rakaskemmdir sem komi í ljós nokkuð löngu eftir afhendingu en eigi rót sína að rekja til vanrækslu við hönnun og á góðum byggingarháttum. Oftar en ekki sé um að ræða alvarlega og kostnaðarsama galla sem kaupendur þurfi að bera ábyrgð á. Þá telja hafi þeir talið að meðferð málsins fyrir Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant og tilefni til að ómerkja dóm Landsréttar. Að lokum hafi þeir byggt á því að úrslit málsins varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra enda hafi málið verið þeim afar kostnaðarsamt og falið í sér mikið tjón. Húsið hafi verið gert fokhelt að nýju, hreinsað af myglu og öll innri einangrun fjarlægð. Heilsa þeirra hafi einnig orðið fyrir beinum áhrifum af því búa í snertingu við myglu. Dómurinn ekki bersýnilega rangur Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðenda í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því hafnað.
Dómsmál Fasteignamarkaður Húsnæðismál Hafnarfjörður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?