Tónlist

Borgin býður í tívolíveislu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Una Torfa og Emmsjé Gauti eru meðal þeirra sem koma fram.
Una Torfa og Emmsjé Gauti eru meðal þeirra sem koma fram. Hulda Margrét/Daniel Thor

Á þriðjudögum í sumar býður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn á fjölskyldutónleika, svokallaða tívolítónleika. Einvalalið tónlistarfólks kemur fram á hátíðinni, þar á meðal Una Torfa Emmsjé Gauti og Maron Birnir. 

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að ungt og upprennandi tónlistarfólk muni þar hita upp fyrir reyndari úr bransanum. Tónleikarnir fara fram á þriðjudögum milli þrjí og fjögur.

„Tilvalið að mæta snemma, njóta þess að leika sér í garðinum, fá sér pylsur eða súpu hjá Bæjarins Beztu og heimsækja dýrin. Tónleikarnir verða haldnir á Víkingavöllum sem eru nærri hringekjunni,“ segir í fréttatilkynningu.

Kynnir viðburðanna verður Edduverðlaunahafinn og Ólympíufarinn Elva Björg Gunnarsdóttir. Dagskrá tónleikaraðarinnar er sem hér segir.

  • 15. júlí: Maron Birnir og Emmsjé Gauti
  • 22. júlí: Klara Einars og Húbba Búbba
  • 29.júlí: Katrín Myrra og Una Torfa
  • 5. ágúst: Karítas Óðins og Nussun
  • 12. ágúst: Maron Birnir og Aron Can





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.