Sport

Náðu ekki að bjarga lífi ní­tján ára vonarstjörnu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samuele Privitera var mjög efnilegur hjólreiðamaður og líklegur til afreka í framtíðinni.
Samuele Privitera var mjög efnilegur hjólreiðamaður og líklegur til afreka í framtíðinni. @hbaxeon

Ítalski hjólreiðamaðurinn Samuele Privitera lést í gær eftir að hafa fallið illa í hjólreiðakeppni á Ítalíu.

Þetta var fyrsti dagur á unglingamótinu Giro Val d’Aosta en þetta er keppni 23 ára og yngri.

Privitera var aðeins nítján ára gamall en hann féll með höfuðið í jörðina með þessum skelfilegum afleiðingum. Ítalska íþróttablaðið La Gazzetta dello Sport segir frá.

Privitera var fluttur á sjúkrahús en ekki tókst að bjarga lífi hans. Hann fékk slæmt höfuðhögg og hjartað hætti að slá. Hann var endurlífgaður á staðnum en því miður var ekkert hægt að gera meira fyrir hann á sjúkrahúsinu.

Keppnin var stöðvuð eftir slysið.

Slysið varð eftir um fimmtíu kílómetra og þegar 35 kílómetrar voru eftir af dagleiðinni.

Privitera féll á leiðinni niður brekku sem gerði fallið enn verra. Það er orðrómur um að hann hafi veikst sem hafi orsakað það að hann missti jafnvægi en það hefur ekki verið staðfest.

Þeir sem voru að hjóla með honum telja að hópurinn hafi verið á um sjötíu kílómetra hraða.

„Það versta sem ég hef upplifað á ævinni,“ sagði eitt vitnanna samkvæmt frétta ítalska blaðsins.

Anna hjólreiðamaður féll líka á sama tíma en slapp mjög vel miðað við aðstæður. Hann braut viðbeinið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×