Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. júlí 2025 15:52 Starri var í annarri af tveimur flugvélum United Airlines sem snúið var við vegna eldgossins. Fjölskyldan hans var í hinni. Björn Steinbekk/Aðsend Starri Valdimarsson var meðal farþega í annarri flugvél United Airlines sem snúið var við vegna eldgossins á Reykjanesskaga. Ferðalagið til Íslands tók hann rúman einn og hálfan sólarhring. Ferðalag Starra, sem staddur var í Los Angeles-borg í Kaliforníu í Bandaríkjunum, hófst tíu að morgni til á þriðjudag er hann lagði af stað þaðan með flugi til Newark í New-York. Þaðan átti hann flug með vél United Airlines til Íslands. „Við vorum búin að vera í um tvo og hálfan til þrjá tíma í loftinu og síðan kom tilkynning,“ segir Starri. Eldgos var hafið á Reykjanesskaganum og þurfti að snúa vélinni við, sem var þá á flugi yfir Grænlandi. „Þetta hljómaði smá eins og það vantaði upplýsingar, þeir sögðu bara já það er eldgos og þeir útskýrðu þetta svona eins og þetta væri öskugos,“ segir hann. „Þeir sögðu að það væri reykur yfir flugvellinum. Síðan voru þeir að biðjast afsökunar alla leiðina til baka: „Fyrirgefðu þetta er eina leiðin í stöðunni, við þorum ekki að lenda.“ Að hans sögn brást enginn illa við en fólk hafi þó ekki verið spennt fyrir því að snúa aftur. Einhverjir hafi átt tengiflug frá Íslandi. Hress þrátt fyrir um fjörutíu klukkustunda ferðalag Er Starri var aftur kominn til Newark skoðaði hann hvaða flug hefðu lent á Keflavíkurflugvelli. „Mér sýndist einhverjar vélar vera að lenda þannig ég hugsaði að það væri smá skrýtið,“ sagði hann. Flug Starra var eitt af tveimur flugferðum sem snúið var við vegna eldgossins en báðar vélarnar voru á vegum United Airlines. Í hinni vélinni, sem var á leið frá Chicago, var fjölskylda Starra. Fyrsta flugið sem að hann hefði getað fengið til landsins var föstudaginn næsta. Til allra lukku býr faðir Starra í næsta fylki, New Jersey, svo hann þurfti ekki að dvelja á hóteli. Hann mætti svo að lokum til landsins eldsnemma í morgun og hafði ferðalagið því tekið um einn og hálfan sólarhring. Hann var samt sem áður léttur í skapi er fréttastofa náði tali af honum. „Svona gerist bara. Fyndið að ég kom til hans að gista að hann lét mig síðan vita að einu tvö flugin sem var hætt við voru flugin frá United,“ segir Starri. „Ég held að fólk sem sé að fljúga með United sé ekkert vant því að vera fljúga yfir eldgos.“ Restin af fjölskyldunni, sem snúa þurfti aftur til Chicago, fékk að verja deginum þar og flaug svo aftur með Icelandair til Íslands. Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Ferðalag Starra, sem staddur var í Los Angeles-borg í Kaliforníu í Bandaríkjunum, hófst tíu að morgni til á þriðjudag er hann lagði af stað þaðan með flugi til Newark í New-York. Þaðan átti hann flug með vél United Airlines til Íslands. „Við vorum búin að vera í um tvo og hálfan til þrjá tíma í loftinu og síðan kom tilkynning,“ segir Starri. Eldgos var hafið á Reykjanesskaganum og þurfti að snúa vélinni við, sem var þá á flugi yfir Grænlandi. „Þetta hljómaði smá eins og það vantaði upplýsingar, þeir sögðu bara já það er eldgos og þeir útskýrðu þetta svona eins og þetta væri öskugos,“ segir hann. „Þeir sögðu að það væri reykur yfir flugvellinum. Síðan voru þeir að biðjast afsökunar alla leiðina til baka: „Fyrirgefðu þetta er eina leiðin í stöðunni, við þorum ekki að lenda.“ Að hans sögn brást enginn illa við en fólk hafi þó ekki verið spennt fyrir því að snúa aftur. Einhverjir hafi átt tengiflug frá Íslandi. Hress þrátt fyrir um fjörutíu klukkustunda ferðalag Er Starri var aftur kominn til Newark skoðaði hann hvaða flug hefðu lent á Keflavíkurflugvelli. „Mér sýndist einhverjar vélar vera að lenda þannig ég hugsaði að það væri smá skrýtið,“ sagði hann. Flug Starra var eitt af tveimur flugferðum sem snúið var við vegna eldgossins en báðar vélarnar voru á vegum United Airlines. Í hinni vélinni, sem var á leið frá Chicago, var fjölskylda Starra. Fyrsta flugið sem að hann hefði getað fengið til landsins var föstudaginn næsta. Til allra lukku býr faðir Starra í næsta fylki, New Jersey, svo hann þurfti ekki að dvelja á hóteli. Hann mætti svo að lokum til landsins eldsnemma í morgun og hafði ferðalagið því tekið um einn og hálfan sólarhring. Hann var samt sem áður léttur í skapi er fréttastofa náði tali af honum. „Svona gerist bara. Fyndið að ég kom til hans að gista að hann lét mig síðan vita að einu tvö flugin sem var hætt við voru flugin frá United,“ segir Starri. „Ég held að fólk sem sé að fljúga með United sé ekkert vant því að vera fljúga yfir eldgos.“ Restin af fjölskyldunni, sem snúa þurfti aftur til Chicago, fékk að verja deginum þar og flaug svo aftur með Icelandair til Íslands.
Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira