Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Jón Þór Stefánsson skrifar 18. júlí 2025 13:50 Maðurinn ók um Hafnarfjörð, næstum því þveran og endilangann. Vísir/Egill Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi vegna ofsaaksturs þar sem hann var sagður hafa stofnað lífi vegfarenda og lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann í hættu. Hann var dæmdur vegna tveggja tilvika. Annars vegar var hann ákærður fyrir að aka, sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis austur Reykjanesbrautina skammt frá Álverinu í Straumsvík í lok febrúar í fyrra. Þar hafi hann ekið fram úr öðrum bíl yfir óbrotna línu þannig að ökumaður hins bílsins þurfti að víkja skyndilega til þess að forðast árekstur. Með því þótti hann stofna lífi ökumannsins og annarra í hættu með ófyrirleitnum hætti. Fram kemur að akstur mannsins hafi verið stöðvaður skömmu síðar á Reykjanesbraut skammt frá Hlíðartorgi í Hafnarfirði og hann handtekinn. Á tvöföldum hámarkshraða undan lögreglu Hitt atvikið átti sér stað nákvæmlega mánuði síðar og var öllu umfangsmeira af ákærunni að dæma. Maðurinn var þá undir áhrifum áfengis og fíkniefna, og enn sviptur ökuréttindum. Í ákæru segir að hann hafi ekið án nægjanlegrar tillitssemi og varúðar. Síðan hafi lögreglan hafið eftirför á eftir honum, og þá hafi hann ekið yfir óbrotnar miðlínur og ógætilega milli bíla án þess að gefa stefnuljós. Einnig hafi hann ekki miðað ökuhraða við aðstæður eða gætt að öryggi annarra. Í ákærunni er þessum seinni akstri lýst með nánari hætti. Þar segir að hann hafi verið að aka vestur Reykjanesbraut, frá gatnamótunum við Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Hann hafi haldið suður Reykjanesbraut á allt að 146 kílómetra hraða á klukkustund, þar sem hámarkshraði er 80. Hann hafi svo beygt niður Ásbraut og ekið að hringtorginu Haukatorg þar sem hann tók U-beygju og sneri því við. Síðan hafi hann ekið áfram um Ásbraut í austur, beygt suður á hringtorginu Goðatorgi og ekið að hringtorginu Vörðutorg. Þar hafi hann tekið heilann hring og aftur farið að Goðatorgi, og þar aftur tekið stefnuna austur. Svo hafi hann beygt upp Kaldárselsveg og svo um Öldugötu endilanga, en ökumaðurinn nam staðar og lagði bílnum við Öldugötu 1. Þar handtók lögreglan hann skammt frá. Leiðin um Hafnarfjörð mun hafa verið einhvernveginn svona.Já.is. „Með akstrinum raskaði ákærði umferðaröryggi í alfaraleið og stofnaði á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu vegfarenda á akstursleið ákærða í augljósan háska, þar á meðal lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann,“ segir í ákærunni. Maðurinn játaði skýlaust sök. Hann hefur ítrekað áður á síðustu tíu árum gerst sekur um umferðarlagabrot. Dómurinn leit til þess að við aksturinn hefði hann ekið með vítaverðum hætti og valdið mikilli hættu. Á móti var litið til játningar hans honum til málsbóta. Líkt og áður segir var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi. Þá er hann sviptur ökuréttindum ævilangt og gert að greiða 865 þúsund í sakarkostnað. Dómsmál Lögreglumál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Hann var dæmdur vegna tveggja tilvika. Annars vegar var hann ákærður fyrir að aka, sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis austur Reykjanesbrautina skammt frá Álverinu í Straumsvík í lok febrúar í fyrra. Þar hafi hann ekið fram úr öðrum bíl yfir óbrotna línu þannig að ökumaður hins bílsins þurfti að víkja skyndilega til þess að forðast árekstur. Með því þótti hann stofna lífi ökumannsins og annarra í hættu með ófyrirleitnum hætti. Fram kemur að akstur mannsins hafi verið stöðvaður skömmu síðar á Reykjanesbraut skammt frá Hlíðartorgi í Hafnarfirði og hann handtekinn. Á tvöföldum hámarkshraða undan lögreglu Hitt atvikið átti sér stað nákvæmlega mánuði síðar og var öllu umfangsmeira af ákærunni að dæma. Maðurinn var þá undir áhrifum áfengis og fíkniefna, og enn sviptur ökuréttindum. Í ákæru segir að hann hafi ekið án nægjanlegrar tillitssemi og varúðar. Síðan hafi lögreglan hafið eftirför á eftir honum, og þá hafi hann ekið yfir óbrotnar miðlínur og ógætilega milli bíla án þess að gefa stefnuljós. Einnig hafi hann ekki miðað ökuhraða við aðstæður eða gætt að öryggi annarra. Í ákærunni er þessum seinni akstri lýst með nánari hætti. Þar segir að hann hafi verið að aka vestur Reykjanesbraut, frá gatnamótunum við Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Hann hafi haldið suður Reykjanesbraut á allt að 146 kílómetra hraða á klukkustund, þar sem hámarkshraði er 80. Hann hafi svo beygt niður Ásbraut og ekið að hringtorginu Haukatorg þar sem hann tók U-beygju og sneri því við. Síðan hafi hann ekið áfram um Ásbraut í austur, beygt suður á hringtorginu Goðatorgi og ekið að hringtorginu Vörðutorg. Þar hafi hann tekið heilann hring og aftur farið að Goðatorgi, og þar aftur tekið stefnuna austur. Svo hafi hann beygt upp Kaldárselsveg og svo um Öldugötu endilanga, en ökumaðurinn nam staðar og lagði bílnum við Öldugötu 1. Þar handtók lögreglan hann skammt frá. Leiðin um Hafnarfjörð mun hafa verið einhvernveginn svona.Já.is. „Með akstrinum raskaði ákærði umferðaröryggi í alfaraleið og stofnaði á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu vegfarenda á akstursleið ákærða í augljósan háska, þar á meðal lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann,“ segir í ákærunni. Maðurinn játaði skýlaust sök. Hann hefur ítrekað áður á síðustu tíu árum gerst sekur um umferðarlagabrot. Dómurinn leit til þess að við aksturinn hefði hann ekið með vítaverðum hætti og valdið mikilli hættu. Á móti var litið til játningar hans honum til málsbóta. Líkt og áður segir var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi. Þá er hann sviptur ökuréttindum ævilangt og gert að greiða 865 þúsund í sakarkostnað.
Dómsmál Lögreglumál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira