Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júlí 2025 22:31 Elvar Freyr Andrason, tíu ára, og Rejhana Bajramoska, átta ára. vísir/bjarni Tilraunaverkefni hjá ÍR býður börnum með skerta hreyfigetu upp á tækifæri til að prófa ýmsa leiki sem þau hafa kannski aldrei tekið þátt í. Verkefnastjóri segir of fá úrræði fyrir börn með hreyfihömlun á sumrin sem sitji of oft á hakanum á meðan önnur börn sækja námskeiði. Um er að ræða leikjanámskeið í samstarfi við Allir með þar sem börn fá afnot af sérstökum hjólastólum fyrir íþróttaiðkun. Er boðið upp á ýmislegt sem börnin hafa mögulega aldrei fengið tækifæri til að prófa áður og fundið íþrótt sem þau hafa gaman af. Eftir mikla hvatningu frá börnunum lét fréttamaður undan og skarst í leikinn við kátínu þeirra. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar börnin tóku hann í gegn í skotbolta. Hvert barn fundið eitthvað við sitt hæfi Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, verkefnastjóri á bak við námskeiðið, segir brýnt að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari úrræði fyrir börn með skerta hreyfigetu og bendir á að íþróttaiðkun meðal þeirra sé aðeins fjögur prósent. „Kemur í ljós að það er bara mjög takmarkað úrval ef þú ert með takmarkaða hreyfigetu. Af lausnum fyrir sumarið. Sem er bara stór vani í okkar íslenska samfélagi að öll börn eru á endalausum námskeiðum fyrir sumarið. Það er bara hvert einasta barn sem hefur verið á námskeiðinu sem hefur fundið einhverja nýja grein sem þau hafa smellpassað í. Við hjá ÍR erum svolítið að hvetja önnur íþróttafélög til að stíga inn í þetta með okkur. Það eru margar greinar sem koma til greina.“ Jóhanna Dýrun Jónsdóttir, verkefnastjóri og varaborgarfulltrúi Viðreisnar.Vísir/bjarni Hún segir félagslega hlutan einnig skipta sköpum. „Þess vegna er svo mikilvægt að koma með þetta inn í íþróttafélögin svo þau geti líka eins og vinir sínir tilheyrt félagi hverfisins. Já, ég er líka ÍR-ingur.“ Skemmta sér konunglega og eignast nýja vini Elvar Freyr Andrason, tíu ára, er meðal þeirra sem sóttu námskeiðið en hann segist hafa skemmt sér konunglega og eignast nýja vini. Hvað eruð þið búin að gera? „Við erum búin að fara í hjólastólarugbí, hjólastólakörfubolta, badminton og borðtennis og eitthvað. Fullt af einhverju. Ef þið eruð með krakka sem eru með eitthvað í fótunum eða eitthvað. Komið þá bara og prófið.“ Elvar Freyr Andrason, tíu ára.vísir/bjarni Hin átta ára Rejhana Bajramoska tekur undir orð Elvars. Ertu búin að prófa eitthvað í fyrsta skipti hérna á námskeiðinu? „Já bara mjög mikið.“ Hvað var í uppáhaldi? „Ég held að það væri rugbí sko. Er gaman að klessa á aðra? „Já!“ Rejhana Bajramoska, átta ára.vísir/bjarni Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Íþróttir barna ÍR Reykjavík Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Um er að ræða leikjanámskeið í samstarfi við Allir með þar sem börn fá afnot af sérstökum hjólastólum fyrir íþróttaiðkun. Er boðið upp á ýmislegt sem börnin hafa mögulega aldrei fengið tækifæri til að prófa áður og fundið íþrótt sem þau hafa gaman af. Eftir mikla hvatningu frá börnunum lét fréttamaður undan og skarst í leikinn við kátínu þeirra. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar börnin tóku hann í gegn í skotbolta. Hvert barn fundið eitthvað við sitt hæfi Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, verkefnastjóri á bak við námskeiðið, segir brýnt að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari úrræði fyrir börn með skerta hreyfigetu og bendir á að íþróttaiðkun meðal þeirra sé aðeins fjögur prósent. „Kemur í ljós að það er bara mjög takmarkað úrval ef þú ert með takmarkaða hreyfigetu. Af lausnum fyrir sumarið. Sem er bara stór vani í okkar íslenska samfélagi að öll börn eru á endalausum námskeiðum fyrir sumarið. Það er bara hvert einasta barn sem hefur verið á námskeiðinu sem hefur fundið einhverja nýja grein sem þau hafa smellpassað í. Við hjá ÍR erum svolítið að hvetja önnur íþróttafélög til að stíga inn í þetta með okkur. Það eru margar greinar sem koma til greina.“ Jóhanna Dýrun Jónsdóttir, verkefnastjóri og varaborgarfulltrúi Viðreisnar.Vísir/bjarni Hún segir félagslega hlutan einnig skipta sköpum. „Þess vegna er svo mikilvægt að koma með þetta inn í íþróttafélögin svo þau geti líka eins og vinir sínir tilheyrt félagi hverfisins. Já, ég er líka ÍR-ingur.“ Skemmta sér konunglega og eignast nýja vini Elvar Freyr Andrason, tíu ára, er meðal þeirra sem sóttu námskeiðið en hann segist hafa skemmt sér konunglega og eignast nýja vini. Hvað eruð þið búin að gera? „Við erum búin að fara í hjólastólarugbí, hjólastólakörfubolta, badminton og borðtennis og eitthvað. Fullt af einhverju. Ef þið eruð með krakka sem eru með eitthvað í fótunum eða eitthvað. Komið þá bara og prófið.“ Elvar Freyr Andrason, tíu ára.vísir/bjarni Hin átta ára Rejhana Bajramoska tekur undir orð Elvars. Ertu búin að prófa eitthvað í fyrsta skipti hérna á námskeiðinu? „Já bara mjög mikið.“ Hvað var í uppáhaldi? „Ég held að það væri rugbí sko. Er gaman að klessa á aðra? „Já!“ Rejhana Bajramoska, átta ára.vísir/bjarni
Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Íþróttir barna ÍR Reykjavík Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira