„Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2025 21:00 Guðrún segir stuld í verslununum hafa verið að breytast, nú sé meira um að þjófarnir komi í hópum. Krónan Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir langflesta viðskiptavini fyrirtækisins heiðarlegt og gott fólk og starfsmenn séu afar þakklátir fyrir þann stuðning sem þeir finna fyrir í því að fyrirbyggja þjófnað. Fréttastofa hafði samband við Guðrúnu í kjölfar frásagnar Guðrúnar Halldóru Antonsdóttur, sem sagði frá því í Bítinu í morgun hvernig hún hefði orðið vitni að þremenningum fremja bíræfið rán í einni af verslunum Krónunnar. Að sögn Guðrúnar framkvæmdastjóra er umrætt atvik nú komið á borð lögreglu og í kæruferli. „Við erum með skýra verkferla fyrir hendi þegar kemur að eftirliti og úrvinnslu svona mála. Það á bæði við hvernig starfsfólk bregst við, hvernig meðhöndlun mála er í framhaldinu og svo samstarf við lögreglu,“ segir Guðrún. Þremenningarnir voru allir á fullorðinsaldri og nafna hennar hafði orð á því í Bítinu að það hlyti að vera erfitt fyrir starfsmenn, sem væru oft ungir að árum, til að standa í hárinu á óprúttnum einstaklingum. Guðrún segir þetta hafa komið til umræðu hjá fyrirtækinu og þetta sé tekið alvarlega. „Þetta eru oft ekki einfaldar aðstæður að stíga inn í og takast á við og því mikilvægt að leggja mikla áherslu á fræðslu, þjálfun og stuðning við okkar starfsfólk. Við erum með eftirlitsdeild sem bregst hratt við ef upp koma erfið mál, ásamt því að við erum með skýrar verklagsreglur um að það sé reynslumeira starfsfólk, svo sem vakt- og verslunarstjórar, sem taki forystu í erfiðum málum, því öryggi starfsfólks og viðskiptavina er alltaf í forgangi,“ segir hún. Virkt eftirlit og gott samstarf við lögreglu Guðrún segir Krónuna finna fyrir ákveðnum breytingum í umfangi þjófnaðar, sem séu í takt við það sem sé að gerast annars staðar í Evrópu. „Við sjáum breytingu á eðli þessa brota en það eru ekki bara einstaka aðilar heldur í auknum mæli skipulagðir hópar sem starfa saman, þar sem hluti hópsins truflar starfsfólk meðan aðrir reyna að stela vörum,“ segir hún. „Þetta er þróun sem við tökum mjög alvarlega. Við höfum brugðist við þessu með því að fjölga eftirlitsmyndavélum, og sett á laggirnar bæði miðlægt eftirlit og sýnilegt eftirlit í verslunum, ásamt því að leggja mikla áherslu á skýrt verklag og þjálfun starfsfólks sem og öflugt samstarf við lögregluna.“ Guðrún segist ekki telja að sjálfsafgreiðslan, þar sem viðskiptavinum er treyst til að skanna sjálft og greiða, hafi aukið þjófnað. Ef fólk ætli að stela þá finni það leiðir til þess. „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir þar sem unnið er í hópum. Þessir aðilar finna sér alltaf leiðir og munu halda því áfram. Þetta er krefjandi verkefni en heilt yfir varðandi þjófnað þá höfum við unnið markvisst að því að styrkja eftirlit og munum halda því áfram.“ Að sögn Guðrúnar er vel fylgst með rýrnun og segir hún Krónuna koma vel út hvað það varðar. Það skipti miklu máli að halda rýrnun í lágmarki, bæði til að verja verðlag og styðja við öruggt og gott starfsumhverfi. „Við leggjum mikla vinnu í að koma í veg fyrir rýrnun af þjófnaði og lágmarka kostnað sem af þessu hlýst. Á sama tíma viljum við tryggja öryggi fólks og ánægju viðskiptavina þegar það verslar í Krónunni. Við erum með afar virkt eftirlit og við nýtum okkur einnig tæknina til að aðstoða okkur í eftirlitinu,“ segir hún. Þá sé Krónan í afar góðu samstarfi við lögregluna. Verslun Neytendur Lögreglumál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Fréttastofa hafði samband við Guðrúnu í kjölfar frásagnar Guðrúnar Halldóru Antonsdóttur, sem sagði frá því í Bítinu í morgun hvernig hún hefði orðið vitni að þremenningum fremja bíræfið rán í einni af verslunum Krónunnar. Að sögn Guðrúnar framkvæmdastjóra er umrætt atvik nú komið á borð lögreglu og í kæruferli. „Við erum með skýra verkferla fyrir hendi þegar kemur að eftirliti og úrvinnslu svona mála. Það á bæði við hvernig starfsfólk bregst við, hvernig meðhöndlun mála er í framhaldinu og svo samstarf við lögreglu,“ segir Guðrún. Þremenningarnir voru allir á fullorðinsaldri og nafna hennar hafði orð á því í Bítinu að það hlyti að vera erfitt fyrir starfsmenn, sem væru oft ungir að árum, til að standa í hárinu á óprúttnum einstaklingum. Guðrún segir þetta hafa komið til umræðu hjá fyrirtækinu og þetta sé tekið alvarlega. „Þetta eru oft ekki einfaldar aðstæður að stíga inn í og takast á við og því mikilvægt að leggja mikla áherslu á fræðslu, þjálfun og stuðning við okkar starfsfólk. Við erum með eftirlitsdeild sem bregst hratt við ef upp koma erfið mál, ásamt því að við erum með skýrar verklagsreglur um að það sé reynslumeira starfsfólk, svo sem vakt- og verslunarstjórar, sem taki forystu í erfiðum málum, því öryggi starfsfólks og viðskiptavina er alltaf í forgangi,“ segir hún. Virkt eftirlit og gott samstarf við lögreglu Guðrún segir Krónuna finna fyrir ákveðnum breytingum í umfangi þjófnaðar, sem séu í takt við það sem sé að gerast annars staðar í Evrópu. „Við sjáum breytingu á eðli þessa brota en það eru ekki bara einstaka aðilar heldur í auknum mæli skipulagðir hópar sem starfa saman, þar sem hluti hópsins truflar starfsfólk meðan aðrir reyna að stela vörum,“ segir hún. „Þetta er þróun sem við tökum mjög alvarlega. Við höfum brugðist við þessu með því að fjölga eftirlitsmyndavélum, og sett á laggirnar bæði miðlægt eftirlit og sýnilegt eftirlit í verslunum, ásamt því að leggja mikla áherslu á skýrt verklag og þjálfun starfsfólks sem og öflugt samstarf við lögregluna.“ Guðrún segist ekki telja að sjálfsafgreiðslan, þar sem viðskiptavinum er treyst til að skanna sjálft og greiða, hafi aukið þjófnað. Ef fólk ætli að stela þá finni það leiðir til þess. „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir þar sem unnið er í hópum. Þessir aðilar finna sér alltaf leiðir og munu halda því áfram. Þetta er krefjandi verkefni en heilt yfir varðandi þjófnað þá höfum við unnið markvisst að því að styrkja eftirlit og munum halda því áfram.“ Að sögn Guðrúnar er vel fylgst með rýrnun og segir hún Krónuna koma vel út hvað það varðar. Það skipti miklu máli að halda rýrnun í lágmarki, bæði til að verja verðlag og styðja við öruggt og gott starfsumhverfi. „Við leggjum mikla vinnu í að koma í veg fyrir rýrnun af þjófnaði og lágmarka kostnað sem af þessu hlýst. Á sama tíma viljum við tryggja öryggi fólks og ánægju viðskiptavina þegar það verslar í Krónunni. Við erum með afar virkt eftirlit og við nýtum okkur einnig tæknina til að aðstoða okkur í eftirlitinu,“ segir hún. Þá sé Krónan í afar góðu samstarfi við lögregluna.
Verslun Neytendur Lögreglumál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira