Innlent

Sérsveit tók þátt í að­gerð lög­reglu á Austur­velli

Eiður Þór Árnason skrifar
Lítið liggur fyrir um eðli aðgerðanna og lögreglan verst allra fregna.
Lítið liggur fyrir um eðli aðgerðanna og lögreglan verst allra fregna. vísir/vilhelm

Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðum lögreglunnar á Austurvelli í Reykjavík fyrr í dag. Á ljósmyndum sem fréttastofa hefur undir höndum frá því fyrr í dag má sjá lögreglu- og sjúkrabifreiðar á svæðinu auk hóps lögreglumanna að störfum. Síðar var hluta Austurvallar lokað með lögregluborðum á meðan vettvangsrannsókn stóð. 

Rannveig Þórisdóttir, staðgengill upplýsingafulltrúa ríkislögreglustjóra, staðfestir aðkomu sérsveitarinnar að aðgerð á Austurvelli en veitti ekki frekari upplýsingar um málið. Ekki hefur náðst í fulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Lögregla stóð í aðgerðum á Austurvelli í dag.Aðsend

Fréttin er í vinnslu. 

Veist þú meira um málið? Við tökum á móti ábendingum af öllu tagi á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×