Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júlí 2025 15:24 Níu karlmenn í merktum peysum á vappinu á Ingólfstorgi. Hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafa tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda þegar komi að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Þeir viti vel af fortíð sinni en vilji standa vaktina í að gæta að framtíð Íslands. Myndir af svartklæddum karlmönnum á göngu um miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldið hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum og vakið spurningar. Hópurinn kallar sig Skjöld Íslands og vara við múslimskum gildum, fólki sem níðist á samfélaginu hér á landi og lýsi í raun yfir stríði með aðferðum sínum. „Við erum einstaklingar sem stíga fram því okkur er nóg boðið og sjáum að stjórnvöld ætla sér allt aðra hluti en það að standa vörð um Ísland. Þjóðin hefur horft uppá skelfilega þróun í samfélaginu. Þessari þróun þarf að breyta og hún er aðeins möguleg með því að þora að stíga fram,“ segir í yfirlýsingu frá Skildi Íslands. Samnefndur Facebook-hópur telur nú um fimm hundruð manns. Frá rölti meðlima Skjaldar Íslands á föstudagskvöldið. Í færslu sem nokkrir meðlimir hópsins deila segja þeir frá því að á föstudagskvöldið hafi þeir tekið sig nokkrir saman og fylgt eftir nýlegri hugmynd. Þeir snæddu steik og gengu svo niður Laugaveginn til móts við Ingólfstorg. Tilefnið var að taka stöðuna á leigubílamarkaðnum og sannreyna ýmsar ábendingar. „Af okkur stafar engin ógn“ „Fljótlega eftir að við komum niður í bæ fylltist Ingólfstorg af lögreglu. Við félagarnir vorum saman komnir í hálfgert foreldratölt. Til að einkenna okkur þá erum við í peysum, en við köllum okkur Skildi Íslands. Við áttum ágætt samtal við lögregluna og útskýrðum veru okkar og þeirri friðsemd sem við erum með. Af okkur stafar engin ógn,“ segir í færsluna. Þeir hafi hitt fyrir Friðrik Einarsson leigubílstjóra, betur þekktur sem Taxý Hönter, sem deilir reglulega myndbandsupptökur á Facebook af erlendum leigubílstjórum. Lögregla við eftirlit á Ingólfstorgi.Vísir/KTD „Sem komast upp með ótrúlegt hátterni og lítið sem ekkert er gert og hafa sumir áreitt og nauðgað stúlkum sem töldu sig geta treyst leigubílstjórum. Sumir af þessum aðilum hafa ekki tilskilin leyfi til leigubílaaksturs en komast þrátt fyrir það upp með það hátterni. Við höfum heyrt ótal sögur um verðlagningu og svik þessara manna.“ Í raun séu þessir menn búnir að eyðileggja margra áratuga mannorð leigubílaiðnaðarins. Lygilegur sofandaháttur „Við sáum dæmi um leigubíl sem ekki hafði tilskyld leyfi. Leigubílstjórinn, sem vakið hefur máls á þessari svörtu hlið, lét lögregluna vita. Við töldum að þarna væri gott eftirlit og ferli komið í gang. En svo virtist ekki vera a.m.k. þarna því lögreglumenn, sem fengu vitneskju um málið, sinntu því ekki. Þessi sofandaháttur er lygilegur og við sáum það þarna.“ Þeir lýsa því að síðar um kvöldið hafi þeir tekið eftir manni með langt sverð á Ingólfstorgi. Myndband af manninum hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Hér er sveðjumaður á Ingólfstorgi að leika listir sínar í gærkvöldi. Lögreglan virðist ekki kippa sér upp við þetta.En ekki gleyma því að það er að sjálfsögðu mjög óeðlilegt að telja þennan nýja veruleika að einhverju leiti óeðlilegan.Í því felst jú umburðarlyndið. pic.twitter.com/BaEbJsYgP9— Thorarinn Hjartarson (@TotiHjartar) July 19, 2025 Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða sama mann og Vísir fjallaði um árið 2024 þar sem hann var að kenna börnum að verjast árásum ofbeldismanna í Kópavogi. „Greinilega var maðurinn veikur á geði því hann dansaði um og sveiflaði þessu sverði um allt torgið. En þá komu tveir lögreglumenn á bifhjólum og keyrðu framhjá manninum sem var með sverðið á lofti. Án þess að sjá hann eða taka eftir honum lögðu þeir hjólunum á torginu. Það sem við héldum að væri viðbragð vegna mannsins með sverðið var allt annað. Þeir virtust vera uppteknir með að fylgjast með hættulegu mönnunum í peysunum - okkur. Þeir sýndu að mínu mati algjört dómgreindarleysi,“ segir í færslunni. Lögregla hafi ekki rætt við mann með sverð Eftir um 15 mínútur án þess að gera nokkuð, þó ekki nema að ræða við manninn, hafi lögreglan ekið í burtu. „Enginn af þeim tékkaði á þessum sverðamanni eða hvort þetta sverð væri hættulegt. Þetta var ótrúlegt að sjá. Ég verð að segja að við vorum búnir að heyra um þetta aðgerðarleysi hjá lögreglunni. En núna á ég ekki orð yfir viðbrögðum lögreglunnar.“ Þeir segjast þekkja fórnarlömb nauðgunar sem þori ekki að stíga fram, fólk sem hafi verið elt heim til sín og konur neyðst til að taka strætó eftir að hafa verið slegnar upp úr þurru eða uppnefndar. Leigubílar í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/KTD „Og þegar þær hafa leitað til lögreglu þá er oft erfitt að fá hjálp. Þetta á ekki að vera svona. Ég spyr því: Hvenær er komið nóg? Við félagarnir köllum okkur Skjöldur Íslands. Við erum ekki hættir og erum rétt að byrja. Við gefumst aldrei upp! Við erum menn sem erum ekki hræddir við að vera kallaðir rasistar eða hægri öfgamenn eða að fortíð okkar sé dregin upp og reynt er að drepa mannorð okkar. Við erum ekki hræddir! Að ógna konum og börnum er ekki í boði!“ Meðlimir með langan sakaferil að baki Meðal þeirra sem standa vaktina hjá skildi Íslands eru menn sem hafa hlotið þunga dóma fyrir ofbeldisbrot, bankarán og skotárásir. Í yfirlýsingu frá Skildi Íslands segir að ýmsir fjölmiðlar hafi haft samband til að forvitnast um tilgang félagsskapsins. „Við höfum sagt það áður og endurtökum það hér: Við erum búnir að fá nóg af stefnu stjórnvalda í andvaraleysi með stjórnleysið og ruddaskapinn sem er m.a. með málefni leigubílstjóra sem aka hér um og eru leyfislausir, stela af fólki vegna verða sem á sér engin stoð í verðlagningu leigubíla og það að menn hafi nánast komist upp með það að brjóta á farþegum sínum - dæmin eru ótalmörg!“ Vissu að fortíðin yrði rifjuð upp Þeir segjast hafa vitað að fortíð þeirra yrði dregin upp. „Allt tal um rasista, nasista, þjóðernissinna og tengingu á merki okkar, letur og nafn hópsins er kjánaleg tilraun til að rakka okkur niður. Auk þess er sú tilraun til að hjóla í fortíð okkar nokkuð sem við vissum að yrði. Við vissum að fortíð okkar yrði dæmd,“ segir í yfirlýsingunni. „Kosturinn við fortíð okkar er það tækifæri að fá að breyta lífi sínu til hins betra og læra af henni, tileinka sér breytni og möguleika á að bæta. Við berum fortíð okkar vissulega en framtíð Íslands berum við öll. Þá vakt viljum við standa og köllum okkur því Skjöldur Íslands.“ Félagar í Skildi Íslands hafa ýmist ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu eða hafnað beiðni um viðtal. Óljóst er hvernig samtökin ætla að standa vaktina, þ.e. hvort um sé að ræða eins konar foreldrarölt eða hvort félagsskapurinn ætli að taka lögin í sínar eigin hendur. Yfirlýsinguna í heild má sjá að neðan. Yfirlýsingin frá Skildi Íslands. Lögreglumál Reykjavík Leigubílar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Myndir af svartklæddum karlmönnum á göngu um miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldið hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum og vakið spurningar. Hópurinn kallar sig Skjöld Íslands og vara við múslimskum gildum, fólki sem níðist á samfélaginu hér á landi og lýsi í raun yfir stríði með aðferðum sínum. „Við erum einstaklingar sem stíga fram því okkur er nóg boðið og sjáum að stjórnvöld ætla sér allt aðra hluti en það að standa vörð um Ísland. Þjóðin hefur horft uppá skelfilega þróun í samfélaginu. Þessari þróun þarf að breyta og hún er aðeins möguleg með því að þora að stíga fram,“ segir í yfirlýsingu frá Skildi Íslands. Samnefndur Facebook-hópur telur nú um fimm hundruð manns. Frá rölti meðlima Skjaldar Íslands á föstudagskvöldið. Í færslu sem nokkrir meðlimir hópsins deila segja þeir frá því að á föstudagskvöldið hafi þeir tekið sig nokkrir saman og fylgt eftir nýlegri hugmynd. Þeir snæddu steik og gengu svo niður Laugaveginn til móts við Ingólfstorg. Tilefnið var að taka stöðuna á leigubílamarkaðnum og sannreyna ýmsar ábendingar. „Af okkur stafar engin ógn“ „Fljótlega eftir að við komum niður í bæ fylltist Ingólfstorg af lögreglu. Við félagarnir vorum saman komnir í hálfgert foreldratölt. Til að einkenna okkur þá erum við í peysum, en við köllum okkur Skildi Íslands. Við áttum ágætt samtal við lögregluna og útskýrðum veru okkar og þeirri friðsemd sem við erum með. Af okkur stafar engin ógn,“ segir í færsluna. Þeir hafi hitt fyrir Friðrik Einarsson leigubílstjóra, betur þekktur sem Taxý Hönter, sem deilir reglulega myndbandsupptökur á Facebook af erlendum leigubílstjórum. Lögregla við eftirlit á Ingólfstorgi.Vísir/KTD „Sem komast upp með ótrúlegt hátterni og lítið sem ekkert er gert og hafa sumir áreitt og nauðgað stúlkum sem töldu sig geta treyst leigubílstjórum. Sumir af þessum aðilum hafa ekki tilskilin leyfi til leigubílaaksturs en komast þrátt fyrir það upp með það hátterni. Við höfum heyrt ótal sögur um verðlagningu og svik þessara manna.“ Í raun séu þessir menn búnir að eyðileggja margra áratuga mannorð leigubílaiðnaðarins. Lygilegur sofandaháttur „Við sáum dæmi um leigubíl sem ekki hafði tilskyld leyfi. Leigubílstjórinn, sem vakið hefur máls á þessari svörtu hlið, lét lögregluna vita. Við töldum að þarna væri gott eftirlit og ferli komið í gang. En svo virtist ekki vera a.m.k. þarna því lögreglumenn, sem fengu vitneskju um málið, sinntu því ekki. Þessi sofandaháttur er lygilegur og við sáum það þarna.“ Þeir lýsa því að síðar um kvöldið hafi þeir tekið eftir manni með langt sverð á Ingólfstorgi. Myndband af manninum hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Hér er sveðjumaður á Ingólfstorgi að leika listir sínar í gærkvöldi. Lögreglan virðist ekki kippa sér upp við þetta.En ekki gleyma því að það er að sjálfsögðu mjög óeðlilegt að telja þennan nýja veruleika að einhverju leiti óeðlilegan.Í því felst jú umburðarlyndið. pic.twitter.com/BaEbJsYgP9— Thorarinn Hjartarson (@TotiHjartar) July 19, 2025 Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða sama mann og Vísir fjallaði um árið 2024 þar sem hann var að kenna börnum að verjast árásum ofbeldismanna í Kópavogi. „Greinilega var maðurinn veikur á geði því hann dansaði um og sveiflaði þessu sverði um allt torgið. En þá komu tveir lögreglumenn á bifhjólum og keyrðu framhjá manninum sem var með sverðið á lofti. Án þess að sjá hann eða taka eftir honum lögðu þeir hjólunum á torginu. Það sem við héldum að væri viðbragð vegna mannsins með sverðið var allt annað. Þeir virtust vera uppteknir með að fylgjast með hættulegu mönnunum í peysunum - okkur. Þeir sýndu að mínu mati algjört dómgreindarleysi,“ segir í færslunni. Lögregla hafi ekki rætt við mann með sverð Eftir um 15 mínútur án þess að gera nokkuð, þó ekki nema að ræða við manninn, hafi lögreglan ekið í burtu. „Enginn af þeim tékkaði á þessum sverðamanni eða hvort þetta sverð væri hættulegt. Þetta var ótrúlegt að sjá. Ég verð að segja að við vorum búnir að heyra um þetta aðgerðarleysi hjá lögreglunni. En núna á ég ekki orð yfir viðbrögðum lögreglunnar.“ Þeir segjast þekkja fórnarlömb nauðgunar sem þori ekki að stíga fram, fólk sem hafi verið elt heim til sín og konur neyðst til að taka strætó eftir að hafa verið slegnar upp úr þurru eða uppnefndar. Leigubílar í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/KTD „Og þegar þær hafa leitað til lögreglu þá er oft erfitt að fá hjálp. Þetta á ekki að vera svona. Ég spyr því: Hvenær er komið nóg? Við félagarnir köllum okkur Skjöldur Íslands. Við erum ekki hættir og erum rétt að byrja. Við gefumst aldrei upp! Við erum menn sem erum ekki hræddir við að vera kallaðir rasistar eða hægri öfgamenn eða að fortíð okkar sé dregin upp og reynt er að drepa mannorð okkar. Við erum ekki hræddir! Að ógna konum og börnum er ekki í boði!“ Meðlimir með langan sakaferil að baki Meðal þeirra sem standa vaktina hjá skildi Íslands eru menn sem hafa hlotið þunga dóma fyrir ofbeldisbrot, bankarán og skotárásir. Í yfirlýsingu frá Skildi Íslands segir að ýmsir fjölmiðlar hafi haft samband til að forvitnast um tilgang félagsskapsins. „Við höfum sagt það áður og endurtökum það hér: Við erum búnir að fá nóg af stefnu stjórnvalda í andvaraleysi með stjórnleysið og ruddaskapinn sem er m.a. með málefni leigubílstjóra sem aka hér um og eru leyfislausir, stela af fólki vegna verða sem á sér engin stoð í verðlagningu leigubíla og það að menn hafi nánast komist upp með það að brjóta á farþegum sínum - dæmin eru ótalmörg!“ Vissu að fortíðin yrði rifjuð upp Þeir segjast hafa vitað að fortíð þeirra yrði dregin upp. „Allt tal um rasista, nasista, þjóðernissinna og tengingu á merki okkar, letur og nafn hópsins er kjánaleg tilraun til að rakka okkur niður. Auk þess er sú tilraun til að hjóla í fortíð okkar nokkuð sem við vissum að yrði. Við vissum að fortíð okkar yrði dæmd,“ segir í yfirlýsingunni. „Kosturinn við fortíð okkar er það tækifæri að fá að breyta lífi sínu til hins betra og læra af henni, tileinka sér breytni og möguleika á að bæta. Við berum fortíð okkar vissulega en framtíð Íslands berum við öll. Þá vakt viljum við standa og köllum okkur því Skjöldur Íslands.“ Félagar í Skildi Íslands hafa ýmist ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu eða hafnað beiðni um viðtal. Óljóst er hvernig samtökin ætla að standa vaktina, þ.e. hvort um sé að ræða eins konar foreldrarölt eða hvort félagsskapurinn ætli að taka lögin í sínar eigin hendur. Yfirlýsinguna í heild má sjá að neðan. Yfirlýsingin frá Skildi Íslands.
Lögreglumál Reykjavík Leigubílar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels