„Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júlí 2025 13:23 Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknarflokksins í borginni og fyrrverandi borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. Niðurstöður nýrrar könnun Prósents sýna að 56 prósent landsmanna séu með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Átján prósent segjast hvorki jákvæð né neikvæð, og 26 prósent eru jákvæð. 31 prósent karla segjast jákvæðir gagnvart þéttingu byggðar, en einungis tuttugu prósent kvenna. Því yngra sem fólk er, því líklegra er það til að vera jákvætt, en eini aldursflokkurinn þar sem jákvæðni mælist meiri en neikvæðni er hjá átján til 24 ára. Neikvæðnin er mest, tæp sjötíu prósent, hjá 55 til 64 ára. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg af þessari stefnu sem vinstri flokkarnir undir stjórn Samfylkingar hafa keyrt áfram á síðustu árum. Við höfum sagt að það verði að byggja á nýjum svæðum í borginni, til dæmis í Úlfarsárdal og Geldinganesi, en þessir flokkar hafa ekki viljað breyta stefnunni og ætla sér að halda áfram að þétta,“ segir Einar. Hafi engin áhrif Hann telur niðurstöðurnar ekki hafa nein áhrif á meirihlutann sem vilji þétta enn meira. Fulltrúar flokkanna sem mynduðu meirihluta með honum fyrr á kjörtímabilinu hafi orðið afar ósáttir þegar hann ræddi að pása þéttinguna. „Að ég skyldi voga mér að nefna það að við þyrftum að horfa á Geldinganes sem framtíðaríbúðarsvæði. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að við í Framsókn vorum í miklum minnihluta í þeim meirihluta sem við vorum í síðast varðandi skipulagssýnina. Og þess vegna slitum við meirihlutanum,“ segir Einar. Erfitt að vinda ofan af þéttingu Innviðir, svosem leikskólar og grunnskólar, þoli ekki endalausa þéttingu. „Nú þegar er hafin mikil þétting meðfram Borgarlínunni, og það verður erfitt að vinda ofan af því. En þær skipulagsákvarðanir sem við tökum fyrir næsta áratug og næstu ár, verða að vera á svæðum þar sem er ekki byggð núna,“ segir Einar. Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fasteignamarkaður Húsnæðismál Byggingariðnaður Framsóknarflokkurinn Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Garðabær Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Niðurstöður nýrrar könnun Prósents sýna að 56 prósent landsmanna séu með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Átján prósent segjast hvorki jákvæð né neikvæð, og 26 prósent eru jákvæð. 31 prósent karla segjast jákvæðir gagnvart þéttingu byggðar, en einungis tuttugu prósent kvenna. Því yngra sem fólk er, því líklegra er það til að vera jákvætt, en eini aldursflokkurinn þar sem jákvæðni mælist meiri en neikvæðni er hjá átján til 24 ára. Neikvæðnin er mest, tæp sjötíu prósent, hjá 55 til 64 ára. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg af þessari stefnu sem vinstri flokkarnir undir stjórn Samfylkingar hafa keyrt áfram á síðustu árum. Við höfum sagt að það verði að byggja á nýjum svæðum í borginni, til dæmis í Úlfarsárdal og Geldinganesi, en þessir flokkar hafa ekki viljað breyta stefnunni og ætla sér að halda áfram að þétta,“ segir Einar. Hafi engin áhrif Hann telur niðurstöðurnar ekki hafa nein áhrif á meirihlutann sem vilji þétta enn meira. Fulltrúar flokkanna sem mynduðu meirihluta með honum fyrr á kjörtímabilinu hafi orðið afar ósáttir þegar hann ræddi að pása þéttinguna. „Að ég skyldi voga mér að nefna það að við þyrftum að horfa á Geldinganes sem framtíðaríbúðarsvæði. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að við í Framsókn vorum í miklum minnihluta í þeim meirihluta sem við vorum í síðast varðandi skipulagssýnina. Og þess vegna slitum við meirihlutanum,“ segir Einar. Erfitt að vinda ofan af þéttingu Innviðir, svosem leikskólar og grunnskólar, þoli ekki endalausa þéttingu. „Nú þegar er hafin mikil þétting meðfram Borgarlínunni, og það verður erfitt að vinda ofan af því. En þær skipulagsákvarðanir sem við tökum fyrir næsta áratug og næstu ár, verða að vera á svæðum þar sem er ekki byggð núna,“ segir Einar.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fasteignamarkaður Húsnæðismál Byggingariðnaður Framsóknarflokkurinn Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Garðabær Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira