Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júlí 2025 11:20 Unnar hvetur eigendur vörubíla til að láta vita lendi þeir í slíkum þjófnaði. Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. Eigandi bílsins kom að manninum þar sem hann var að tappa olíu af vörubílnum í nótt. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu hafa brugðist hratt við. „Við fáum laust fyrir klukkan eitt í nótt tilkynningu um að það sé verið að stela olíu af vörubifreið í Bústaðahverfinu nálægt Sprengisandi. Við förum náttúrulega í það um leið og þá náum við á einn aðila þarna sem var handtekinn.“ Um helgina birtu forsvarsmenn flutningafyrirtækisins Fraktlausna myndband frá aðfaranótt laugardags þar sem mátti sjá óprúttna þjófa í sömu erindagjörðum. Þjófunum tókst að tappa hundruðum lítra af díseolíu af flutningabílum fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins hyggjast tilkynna málið til lögreglu í dag. Unnar segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist. „Við vinnum þetta mál bara áfram, það er í hefðbundnu ferli, rannsókn þessa máls er á frumstigi. Svo má bæta við þetta að það hafa komið sambærileg mál sem hafa verið í opinberri umræðu í fjölmiðlum og við viljum endilega fá þetta til okkar, því þau hafa ekki öll komið til okkar þau mál, til þess að geta þá rannsakað þau og náð þeim brotlegu. Í einhverjum tilvikum liggja upplýsingar fyrir um hverjir þetta eru eða gætu verið.“ Ljóst sé að slíkur þjófnaður feli í sér tjón sem nemi háum fjárhæðum en forsvarsmenn Fraktlausna telja tjónið nema milljónum. „Þetta getur hlaupið á tugum ef ekki hundruðum þúsunda fyrir eigendur vörubifreiða sem eru með sín tæki lögð hérna um borgina út af vinnunni sinni af einhverjum ástæðum. Þannig að þetta er fljótt að telja hjá þeim og kostar mikið, þannig við viljum komast inn í þetta sem fyrst til að stoppa þetta af. Þetta hefur alveg gerst áður svona faraldrar en það eru nokkur ár síðan þetta gerðist síðast ef ég man rétt en þá þarf að grípa hratt inn í til að stoppa þetta.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Eigandi bílsins kom að manninum þar sem hann var að tappa olíu af vörubílnum í nótt. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu hafa brugðist hratt við. „Við fáum laust fyrir klukkan eitt í nótt tilkynningu um að það sé verið að stela olíu af vörubifreið í Bústaðahverfinu nálægt Sprengisandi. Við förum náttúrulega í það um leið og þá náum við á einn aðila þarna sem var handtekinn.“ Um helgina birtu forsvarsmenn flutningafyrirtækisins Fraktlausna myndband frá aðfaranótt laugardags þar sem mátti sjá óprúttna þjófa í sömu erindagjörðum. Þjófunum tókst að tappa hundruðum lítra af díseolíu af flutningabílum fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins hyggjast tilkynna málið til lögreglu í dag. Unnar segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist. „Við vinnum þetta mál bara áfram, það er í hefðbundnu ferli, rannsókn þessa máls er á frumstigi. Svo má bæta við þetta að það hafa komið sambærileg mál sem hafa verið í opinberri umræðu í fjölmiðlum og við viljum endilega fá þetta til okkar, því þau hafa ekki öll komið til okkar þau mál, til þess að geta þá rannsakað þau og náð þeim brotlegu. Í einhverjum tilvikum liggja upplýsingar fyrir um hverjir þetta eru eða gætu verið.“ Ljóst sé að slíkur þjófnaður feli í sér tjón sem nemi háum fjárhæðum en forsvarsmenn Fraktlausna telja tjónið nema milljónum. „Þetta getur hlaupið á tugum ef ekki hundruðum þúsunda fyrir eigendur vörubifreiða sem eru með sín tæki lögð hérna um borgina út af vinnunni sinni af einhverjum ástæðum. Þannig að þetta er fljótt að telja hjá þeim og kostar mikið, þannig við viljum komast inn í þetta sem fyrst til að stoppa þetta af. Þetta hefur alveg gerst áður svona faraldrar en það eru nokkur ár síðan þetta gerðist síðast ef ég man rétt en þá þarf að grípa hratt inn í til að stoppa þetta.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07