Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júlí 2025 11:20 Unnar hvetur eigendur vörubíla til að láta vita lendi þeir í slíkum þjófnaði. Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. Eigandi bílsins kom að manninum þar sem hann var að tappa olíu af vörubílnum í nótt. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu hafa brugðist hratt við. „Við fáum laust fyrir klukkan eitt í nótt tilkynningu um að það sé verið að stela olíu af vörubifreið í Bústaðahverfinu nálægt Sprengisandi. Við förum náttúrulega í það um leið og þá náum við á einn aðila þarna sem var handtekinn.“ Um helgina birtu forsvarsmenn flutningafyrirtækisins Fraktlausna myndband frá aðfaranótt laugardags þar sem mátti sjá óprúttna þjófa í sömu erindagjörðum. Þjófunum tókst að tappa hundruðum lítra af díseolíu af flutningabílum fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins hyggjast tilkynna málið til lögreglu í dag. Unnar segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist. „Við vinnum þetta mál bara áfram, það er í hefðbundnu ferli, rannsókn þessa máls er á frumstigi. Svo má bæta við þetta að það hafa komið sambærileg mál sem hafa verið í opinberri umræðu í fjölmiðlum og við viljum endilega fá þetta til okkar, því þau hafa ekki öll komið til okkar þau mál, til þess að geta þá rannsakað þau og náð þeim brotlegu. Í einhverjum tilvikum liggja upplýsingar fyrir um hverjir þetta eru eða gætu verið.“ Ljóst sé að slíkur þjófnaður feli í sér tjón sem nemi háum fjárhæðum en forsvarsmenn Fraktlausna telja tjónið nema milljónum. „Þetta getur hlaupið á tugum ef ekki hundruðum þúsunda fyrir eigendur vörubifreiða sem eru með sín tæki lögð hérna um borgina út af vinnunni sinni af einhverjum ástæðum. Þannig að þetta er fljótt að telja hjá þeim og kostar mikið, þannig við viljum komast inn í þetta sem fyrst til að stoppa þetta af. Þetta hefur alveg gerst áður svona faraldrar en það eru nokkur ár síðan þetta gerðist síðast ef ég man rétt en þá þarf að grípa hratt inn í til að stoppa þetta.“ Lögreglumál Reykjavík Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Eigandi bílsins kom að manninum þar sem hann var að tappa olíu af vörubílnum í nótt. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu hafa brugðist hratt við. „Við fáum laust fyrir klukkan eitt í nótt tilkynningu um að það sé verið að stela olíu af vörubifreið í Bústaðahverfinu nálægt Sprengisandi. Við förum náttúrulega í það um leið og þá náum við á einn aðila þarna sem var handtekinn.“ Um helgina birtu forsvarsmenn flutningafyrirtækisins Fraktlausna myndband frá aðfaranótt laugardags þar sem mátti sjá óprúttna þjófa í sömu erindagjörðum. Þjófunum tókst að tappa hundruðum lítra af díseolíu af flutningabílum fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins hyggjast tilkynna málið til lögreglu í dag. Unnar segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist. „Við vinnum þetta mál bara áfram, það er í hefðbundnu ferli, rannsókn þessa máls er á frumstigi. Svo má bæta við þetta að það hafa komið sambærileg mál sem hafa verið í opinberri umræðu í fjölmiðlum og við viljum endilega fá þetta til okkar, því þau hafa ekki öll komið til okkar þau mál, til þess að geta þá rannsakað þau og náð þeim brotlegu. Í einhverjum tilvikum liggja upplýsingar fyrir um hverjir þetta eru eða gætu verið.“ Ljóst sé að slíkur þjófnaður feli í sér tjón sem nemi háum fjárhæðum en forsvarsmenn Fraktlausna telja tjónið nema milljónum. „Þetta getur hlaupið á tugum ef ekki hundruðum þúsunda fyrir eigendur vörubifreiða sem eru með sín tæki lögð hérna um borgina út af vinnunni sinni af einhverjum ástæðum. Þannig að þetta er fljótt að telja hjá þeim og kostar mikið, þannig við viljum komast inn í þetta sem fyrst til að stoppa þetta af. Þetta hefur alveg gerst áður svona faraldrar en það eru nokkur ár síðan þetta gerðist síðast ef ég man rétt en þá þarf að grípa hratt inn í til að stoppa þetta.“
Lögreglumál Reykjavík Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07