Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2025 10:20 Forsvarsmenn Harvard eru sagðir íhuga hvort að sektargreiðsla geti komið í veg fyrir frekari deilur við ríkisstjórn Trumps á kjörtímabili hans. AP/Steven Senne Forsvarsmenn háskólans Harvard í Bandaríkjunum er sagðir viljugir til að greiða ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, allt að hálfan milljarð dala til að binda enda á refsiaðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn skólanum. Viðræður eiga sér stað þessa dagana en forsvarsmenn Columbia háskólans samþykktu nýverið að greiða tvö hundruð milljóna dala sekt, meðal annars vegna ásakana um meint gyðingahatur. Enn sem komið er er þó óljóst hvort Harvard mun greiða sekt og hve há greiðslan yrði þá. Einnig er óljóst fyrir hvert tilefni greiðslunnar eigi að vera. New York Times hefur heimildir fyrir því að Trump hafi sagt starfsmönnum sínum að hann vilji að Harvard greiði meira en Columbia en forsvarsmenn Harvard eru sagðir hafa áhyggjur af klausu í samkomulaginu við Columbia um að utanaðkomandi aðilar myndu hafa yfirumsjón með því að skilyrðum samkomulagsins yrði framfylgt. Sjá einnig: Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Ríkisstjórn Trumps hefur staðið í deilum við forsvarsmenn fjölmargra háskóla í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum, með því markmiði að fá þá til að til að breyta stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum. Forsvarsmenn margra skóla hafa orðið við kröfum ríkisstjórnarinnar. Kröfurnar má að miklu leyti rekja til mótmæla háskólanema gegn aðgerðum Ísraela á Gasaströndinni en Repúblikanar hafa sakað stjórnendur skóla Bandaríkjanna um að tryggja ekki öryggi gyðinga sem stunda þar nám. Meðal krafnanna sem lagðar hafa verið fram er að stjórnendur skóla tilkynni nemendur sem þyki andsnúnir bandarískum gildum til yfirvalda og að utanaðkomandi aðilar, sem samþykktir séu af ríkisstjórninni, fari yfir námsskrár og önnur mál sem eru á höndum stjórnenda skóla. Harvard var hins vegar fyrsti stóri skólinn til að hafna opinberlega kröfum ríkisstjórnarinnar. Síðan þá hefur ríkisstjórnin fryst fúlgur fjár sem ætlaðar voru skólanum og gripið til annarra aðgerða eins og að banna skólanum að taka við erlendum nemendum. Dómsmál milli Harvard og ríkisstjórnarinnar standa nú yfir en forsvarsmenn Harvard eru sagðir sjá greiðslu sem góða leið til að komast hjá frekari vandræðum á kjörtímabili Trumps. Hálfur milljarður dala samsvarar um 61,5 milljörðum króna. Greiðslan frá Columbia tittlingaskítur Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sett sér sérstakt markmið að fá greiðslu frá Harvard, elsta háskóla Bandaríkjanna, en þeir eiga einnig í viðræðum við forsvarsmenn annarra skóla eins og Cornell, Duke, Northwestern og Brown. Wall Street Journal segir að innan veggja Hvíta hússins sé áhersla lögð á að fá forsvarsmenn þessara skóla til að greiða sektir vegna ásakana um að þeir hafi ekki gengið nógu hart fram gegn gyðingahatri. Í staðinn fyrir sektargreiðslurnar eiga skólarnir að fá aftur betri aðgang að opinberu fjármagni. Einn heimildarmaður WSJ innan Hvíta hússins segir vonast til þess að greiðslan frá Harvard muni láta greiðsluna frá Columbia líta út sem tittlingaskít. Talsmaður Hvíta hússins sagði við NYT í gærkvöldi að kröfur ríkisstjórnarinnar væru einfaldar. „Ekki leyfa gyðingahatur og D.E.I. [hugtak sem stendur fyrir fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu] að stjórna skólum ykkar, ekki brjóta lögin og verndið réttindi allra nemenda.“ Hann sagðist vongóður um að samkomulag myndi nást milli ríkisstjórnarinnar og Harvard. Forsvarsmenn Harvard eru eins og áður hefur komið fram að fara yfir stöðuna og eru þeir sagðir viljugir til að greiða fúlgur fjár. Þeir og forsvarsmenn annarra skóla eru að fara ítarlega yfir samkomulagið sem Columbia gerði við ríkisstjórnina en þar stendur meðal annars að ríkisstjórnin muni á engan hátt hafa áhrif á ráðningar við skólann og námsskrá. Einnig felur samkomulagið ekki í sér einhverskonar játningu á því að hafa brotið lög og þykja forsvarsmönnum annarra skóla þessi atriði jákvæð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21. júlí 2025 16:51 Óvissu erlendra nemenda tímabundið eytt Alríkisdómari í Boston hefur fellt úr gildi ákvörðun ríkisstjórnar Bandaríkjaforseta um að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum. Bannið kom í kjölfar þess að háskólinn neitaði að fylgja skilyrðum sem ríkisstjórnin setti honum. 21. júní 2025 10:40 Leita „fjandskapar“ á samfélagsmiðlum námsmanna Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla í framtíðinni að skoða samfélagsmiðla erlendra námsmanna og fræðimanna sem sækja um vegabréfsáritun og dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Markmiðið er að leita að fjandskap í garð Bandaríkjanna. 19. júní 2025 10:00 Engum verið neitað um Fulbright-styrk á Íslandi Allir umsækjendur sem Fulbright á Íslandi hefur mælt með hafa fengið brautargengi til þessa, að sögn framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Nær allir stjórnarmenn Fulbright-áætlunarinnar í Bandaríkjunum sögðu af sér vegna afskipta ríkisstjórnarinnar þar af styrkjunum. 12. júní 2025 15:52 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Enn sem komið er er þó óljóst hvort Harvard mun greiða sekt og hve há greiðslan yrði þá. Einnig er óljóst fyrir hvert tilefni greiðslunnar eigi að vera. New York Times hefur heimildir fyrir því að Trump hafi sagt starfsmönnum sínum að hann vilji að Harvard greiði meira en Columbia en forsvarsmenn Harvard eru sagðir hafa áhyggjur af klausu í samkomulaginu við Columbia um að utanaðkomandi aðilar myndu hafa yfirumsjón með því að skilyrðum samkomulagsins yrði framfylgt. Sjá einnig: Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Ríkisstjórn Trumps hefur staðið í deilum við forsvarsmenn fjölmargra háskóla í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum, með því markmiði að fá þá til að til að breyta stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum. Forsvarsmenn margra skóla hafa orðið við kröfum ríkisstjórnarinnar. Kröfurnar má að miklu leyti rekja til mótmæla háskólanema gegn aðgerðum Ísraela á Gasaströndinni en Repúblikanar hafa sakað stjórnendur skóla Bandaríkjanna um að tryggja ekki öryggi gyðinga sem stunda þar nám. Meðal krafnanna sem lagðar hafa verið fram er að stjórnendur skóla tilkynni nemendur sem þyki andsnúnir bandarískum gildum til yfirvalda og að utanaðkomandi aðilar, sem samþykktir séu af ríkisstjórninni, fari yfir námsskrár og önnur mál sem eru á höndum stjórnenda skóla. Harvard var hins vegar fyrsti stóri skólinn til að hafna opinberlega kröfum ríkisstjórnarinnar. Síðan þá hefur ríkisstjórnin fryst fúlgur fjár sem ætlaðar voru skólanum og gripið til annarra aðgerða eins og að banna skólanum að taka við erlendum nemendum. Dómsmál milli Harvard og ríkisstjórnarinnar standa nú yfir en forsvarsmenn Harvard eru sagðir sjá greiðslu sem góða leið til að komast hjá frekari vandræðum á kjörtímabili Trumps. Hálfur milljarður dala samsvarar um 61,5 milljörðum króna. Greiðslan frá Columbia tittlingaskítur Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sett sér sérstakt markmið að fá greiðslu frá Harvard, elsta háskóla Bandaríkjanna, en þeir eiga einnig í viðræðum við forsvarsmenn annarra skóla eins og Cornell, Duke, Northwestern og Brown. Wall Street Journal segir að innan veggja Hvíta hússins sé áhersla lögð á að fá forsvarsmenn þessara skóla til að greiða sektir vegna ásakana um að þeir hafi ekki gengið nógu hart fram gegn gyðingahatri. Í staðinn fyrir sektargreiðslurnar eiga skólarnir að fá aftur betri aðgang að opinberu fjármagni. Einn heimildarmaður WSJ innan Hvíta hússins segir vonast til þess að greiðslan frá Harvard muni láta greiðsluna frá Columbia líta út sem tittlingaskít. Talsmaður Hvíta hússins sagði við NYT í gærkvöldi að kröfur ríkisstjórnarinnar væru einfaldar. „Ekki leyfa gyðingahatur og D.E.I. [hugtak sem stendur fyrir fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu] að stjórna skólum ykkar, ekki brjóta lögin og verndið réttindi allra nemenda.“ Hann sagðist vongóður um að samkomulag myndi nást milli ríkisstjórnarinnar og Harvard. Forsvarsmenn Harvard eru eins og áður hefur komið fram að fara yfir stöðuna og eru þeir sagðir viljugir til að greiða fúlgur fjár. Þeir og forsvarsmenn annarra skóla eru að fara ítarlega yfir samkomulagið sem Columbia gerði við ríkisstjórnina en þar stendur meðal annars að ríkisstjórnin muni á engan hátt hafa áhrif á ráðningar við skólann og námsskrá. Einnig felur samkomulagið ekki í sér einhverskonar játningu á því að hafa brotið lög og þykja forsvarsmönnum annarra skóla þessi atriði jákvæð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21. júlí 2025 16:51 Óvissu erlendra nemenda tímabundið eytt Alríkisdómari í Boston hefur fellt úr gildi ákvörðun ríkisstjórnar Bandaríkjaforseta um að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum. Bannið kom í kjölfar þess að háskólinn neitaði að fylgja skilyrðum sem ríkisstjórnin setti honum. 21. júní 2025 10:40 Leita „fjandskapar“ á samfélagsmiðlum námsmanna Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla í framtíðinni að skoða samfélagsmiðla erlendra námsmanna og fræðimanna sem sækja um vegabréfsáritun og dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Markmiðið er að leita að fjandskap í garð Bandaríkjanna. 19. júní 2025 10:00 Engum verið neitað um Fulbright-styrk á Íslandi Allir umsækjendur sem Fulbright á Íslandi hefur mælt með hafa fengið brautargengi til þessa, að sögn framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Nær allir stjórnarmenn Fulbright-áætlunarinnar í Bandaríkjunum sögðu af sér vegna afskipta ríkisstjórnarinnar þar af styrkjunum. 12. júní 2025 15:52 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21. júlí 2025 16:51
Óvissu erlendra nemenda tímabundið eytt Alríkisdómari í Boston hefur fellt úr gildi ákvörðun ríkisstjórnar Bandaríkjaforseta um að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum. Bannið kom í kjölfar þess að háskólinn neitaði að fylgja skilyrðum sem ríkisstjórnin setti honum. 21. júní 2025 10:40
Leita „fjandskapar“ á samfélagsmiðlum námsmanna Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla í framtíðinni að skoða samfélagsmiðla erlendra námsmanna og fræðimanna sem sækja um vegabréfsáritun og dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Markmiðið er að leita að fjandskap í garð Bandaríkjanna. 19. júní 2025 10:00
Engum verið neitað um Fulbright-styrk á Íslandi Allir umsækjendur sem Fulbright á Íslandi hefur mælt með hafa fengið brautargengi til þessa, að sögn framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Nær allir stjórnarmenn Fulbright-áætlunarinnar í Bandaríkjunum sögðu af sér vegna afskipta ríkisstjórnarinnar þar af styrkjunum. 12. júní 2025 15:52