Innlent

Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lög­reglu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Það er alltaf nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Það er alltaf nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann að skemma bíl í hverfi 108. Þegar lögregla kom á vettvang reyndi maðurinn að hlaupa undan. Hann komst ekki langt og var handtekinn.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að maðurinn hafi ekki verið í skýrsluhæfu ástandi og var hann vistaður í fangageymslu.

62 mál eru skráð í kerfum lögreglu frá klukkan fimm í gær til klukkan fimm í morgun og tveir einstaklingar gista í fangageymslu lögreglu.

Lögreglan stöðvaði nokkra ökumenn víða um höfuðborgarsvæðinu fyrir grun um akstur undir áhrifum vímuefna. Einn var handtekinn á 189 kílómetra hraða á klukkustund. Hann var handtekinn og sviptur ökuréttindum.

Í hverfi 103 var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Hann reyndist sviptur ökuréttindum og ekki nóg með það heldur var það í fjórtánda skiptið sem hann var stöðvaður við akstur sviptur réttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×