Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Jón Ísak Ragnarsson skrifar 31. júlí 2025 16:53 Sautján stiga hiti var á Raufarhöfn í dag þegar Vísir sló á þráðinn þangað. Tjaldsvæði Raufarhafnar Tjaldsvæði víða á Norðurlandi, þar sem besta veðrinu er spáð um helgina, eru óðum að fyllast. Tjaldsvæðavörður í Vaglaskógi segir að brjálað hafi verið að gera í bókunum síðustu tvo daga og ljóst sé að margir ætli sé að elta góða veðrið um helgina. „Við erum bara að verða fullbókuð, það eru bara einhver örfá stæði eftir, og það er orðið fullt í rafmagn,“ segir Þórhildur Ásgeirsdóttir, tjaldstæðavörður í Vaglaskógi. Veðrið hafi verið gott á svæðinu undanfarna daga, en að vísu hafi verið nýbyrjað að rigna örlítið þegar blaðamaður sló á þráðinn. Miðað við spár sé þó aðeins um lítinn skúr að ræða og von sé á fínasta veðri um helgina. Ásgeir Hreiðarsson, framkvæmdastjóri útivistarsvæðisins á Hömrum, segir að tjaldsvæðið sé farið að þéttast. Þar sé ekkert bókunarkerfi og þeir sem komi fyrstir, fái pláss. „Það er að þéttast hérna, og ég á alveg von á því miðað við veðurspá að það komi til með að verða fullt. Það er lítið orðið eftir af rafmagnstenglum, við erum búin að opna á fleiri svæði, það er alveg pláss, en lítið af rafmagnstenglum að komast í,“ segir Ásgeir. Blíðviðrisdagur á tjaldsvæðinu á Hömrum.Stöð 2 Angela, rekstraraðili tjaldsvæðisins á Raufarhöfn, segir að veðrið þar sé dásamlegt og hafi verið undanfarna daga. Á tjaldsvæðinu við Raufarhöfn gildir einnig lögmálið fyrstir koma, fyrstir fá. „En ef það er allt fullt á svæðinu sjálfu, og inni í skeifunni, þá erum við með aukasvæði sem er fótboltavöllurinn. Þeir sem eru sjálfbærir með rafmagn og salernisaðstöðu, þeir geta leikandi verið þar á flennistórum velli,“ segir Angela. Á Raufarhöfn sé núna sautján stiga hiti og smá vindur, sem kæli mann niður í hitanum. Tjaldsvæði Þingeyjarsveit Eyjafjarðarsveit Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur versnað síðan í gær að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun tekur gildi á föstudagskvöld á Suðurlandi og í Eyjum. 31. júlí 2025 10:43 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
„Við erum bara að verða fullbókuð, það eru bara einhver örfá stæði eftir, og það er orðið fullt í rafmagn,“ segir Þórhildur Ásgeirsdóttir, tjaldstæðavörður í Vaglaskógi. Veðrið hafi verið gott á svæðinu undanfarna daga, en að vísu hafi verið nýbyrjað að rigna örlítið þegar blaðamaður sló á þráðinn. Miðað við spár sé þó aðeins um lítinn skúr að ræða og von sé á fínasta veðri um helgina. Ásgeir Hreiðarsson, framkvæmdastjóri útivistarsvæðisins á Hömrum, segir að tjaldsvæðið sé farið að þéttast. Þar sé ekkert bókunarkerfi og þeir sem komi fyrstir, fái pláss. „Það er að þéttast hérna, og ég á alveg von á því miðað við veðurspá að það komi til með að verða fullt. Það er lítið orðið eftir af rafmagnstenglum, við erum búin að opna á fleiri svæði, það er alveg pláss, en lítið af rafmagnstenglum að komast í,“ segir Ásgeir. Blíðviðrisdagur á tjaldsvæðinu á Hömrum.Stöð 2 Angela, rekstraraðili tjaldsvæðisins á Raufarhöfn, segir að veðrið þar sé dásamlegt og hafi verið undanfarna daga. Á tjaldsvæðinu við Raufarhöfn gildir einnig lögmálið fyrstir koma, fyrstir fá. „En ef það er allt fullt á svæðinu sjálfu, og inni í skeifunni, þá erum við með aukasvæði sem er fótboltavöllurinn. Þeir sem eru sjálfbærir með rafmagn og salernisaðstöðu, þeir geta leikandi verið þar á flennistórum velli,“ segir Angela. Á Raufarhöfn sé núna sautján stiga hiti og smá vindur, sem kæli mann niður í hitanum.
Tjaldsvæði Þingeyjarsveit Eyjafjarðarsveit Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur versnað síðan í gær að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun tekur gildi á föstudagskvöld á Suðurlandi og í Eyjum. 31. júlí 2025 10:43 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur versnað síðan í gær að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun tekur gildi á föstudagskvöld á Suðurlandi og í Eyjum. 31. júlí 2025 10:43