Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2025 08:21 Laura Dahlmeier með eitt af mörgum gullverðlaunum sem hún vann á stórmótum á ferlinum. Getty/Martin Rose Klifurfélagi Ólympíumeistarans og skíðaskotfimidrottningarinnar Lauru Dahlmeier hefur sagt frá því sem kom fyrir þegar þær voru að klifra saman erfiða klifurleið upp Laila Peak í Pakistan. Dahlmeier var fyrir grjóthruni og nú er ljóst að hún er látin. Það er of hættulegt er að sækja líkið þar sem það er á fjallinu. Marina Krauss var með Dahlmeier í ferðinni. Eftir að Laura hætti að keppa í skíðaskotfimi hefur hún klifrað margar erfiðar klifurleiðir út um allan heim en að þessu sinni var hún afar óheppin. „Ég horfði á stóran stein lenda á henni,“ sagði Marina Krauss við Bayerischer Rundfunk. @Sportbladet Marina sendi út neyðarkall og reyndi síðan að gera hvað hún gat til að bjarga Dahlmeier. Aðstæður voru hræðilegar eins og kom enn betur í ljós þegar reyndir björgunarsveitarmenn og fjallamenn komust ekki heldur til hennar. Vindur, slæmt skyggni og slæmur staður áttu allt þátt í því að verkefnið var ómögulegt. Þetta er líka í næstum því sex þúsund metra hæð. „Hún skall líka utan í fjallinu eftir að steinninn lenti á henni. Eftir það þá hreyfði hún sig ekkert. Það var ómögulegt fyrir mig að ná til hennar þar sem hún lá. Ég kallaði til hennar en ég fékk ekkert svar,“ sagði Krauss. Bæði Marina og Laura voru reyndar klifurkonur og þær gerðu sér vel grein fyrir áhættunni að vera klifra á þessum hættulega stað. Veðurspáin var hins vegar góð og þær töldu sig hafa getuna og kunnáttuna til að klifra þarna. Í miðri ferðinni þá breyttist veðrið og snjórinn varð mýkri. „Við ákváðum því að hætta við að fara áfram upp á toppinn. Ef við hefðum verið hálftíma á undan á ferðinni þá hefðum við ekki lent í neinum vandræðum,“ sagði Krauss. Aðstæður eru það slæmar á slysstaðnum að ákveðið var að ekki sé mögulegt að ná í líkið eins og staðan er núna. Laura vildi líka sjálf að enginn setti sig í lífshættu til að bjarga henni. Dahlmeier vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum og sjö gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún vann alls fimmtán verðlaun á HM á ferlinum. Árið 2019 setti hún skíðin upp á hillu. Ólympíugullin sín vann hún á Vetrarleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu árið 2018, í 7,5 kílómetra sprettgöngu og í 10 kílómetra eltigöngu. Skíðaíþróttir Ólympíuleikar Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Dahlmeier var fyrir grjóthruni og nú er ljóst að hún er látin. Það er of hættulegt er að sækja líkið þar sem það er á fjallinu. Marina Krauss var með Dahlmeier í ferðinni. Eftir að Laura hætti að keppa í skíðaskotfimi hefur hún klifrað margar erfiðar klifurleiðir út um allan heim en að þessu sinni var hún afar óheppin. „Ég horfði á stóran stein lenda á henni,“ sagði Marina Krauss við Bayerischer Rundfunk. @Sportbladet Marina sendi út neyðarkall og reyndi síðan að gera hvað hún gat til að bjarga Dahlmeier. Aðstæður voru hræðilegar eins og kom enn betur í ljós þegar reyndir björgunarsveitarmenn og fjallamenn komust ekki heldur til hennar. Vindur, slæmt skyggni og slæmur staður áttu allt þátt í því að verkefnið var ómögulegt. Þetta er líka í næstum því sex þúsund metra hæð. „Hún skall líka utan í fjallinu eftir að steinninn lenti á henni. Eftir það þá hreyfði hún sig ekkert. Það var ómögulegt fyrir mig að ná til hennar þar sem hún lá. Ég kallaði til hennar en ég fékk ekkert svar,“ sagði Krauss. Bæði Marina og Laura voru reyndar klifurkonur og þær gerðu sér vel grein fyrir áhættunni að vera klifra á þessum hættulega stað. Veðurspáin var hins vegar góð og þær töldu sig hafa getuna og kunnáttuna til að klifra þarna. Í miðri ferðinni þá breyttist veðrið og snjórinn varð mýkri. „Við ákváðum því að hætta við að fara áfram upp á toppinn. Ef við hefðum verið hálftíma á undan á ferðinni þá hefðum við ekki lent í neinum vandræðum,“ sagði Krauss. Aðstæður eru það slæmar á slysstaðnum að ákveðið var að ekki sé mögulegt að ná í líkið eins og staðan er núna. Laura vildi líka sjálf að enginn setti sig í lífshættu til að bjarga henni. Dahlmeier vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum og sjö gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún vann alls fimmtán verðlaun á HM á ferlinum. Árið 2019 setti hún skíðin upp á hillu. Ólympíugullin sín vann hún á Vetrarleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu árið 2018, í 7,5 kílómetra sprettgöngu og í 10 kílómetra eltigöngu.
Skíðaíþróttir Ólympíuleikar Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira