Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikir í Bestu og Manchester United

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Blikar eru í beinni.
Blikar eru í beinni. Vísir/Hulda Margrét

Líkt og svo oft áður er nóg um að vera á rásum Sýnar Sport í dag.

Sýn Sport Ísland

Klukkan 16.20 hefst útsending frá Kópavogsvelli þar sem Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti KA. Heimamenn eru í bullandi toppbaráttu en gestirnir frá Akureyri í fallbaráttu.

Sýn Sport Ísland 2

Klukkan 16.50 er leikur FH og Víkings í Bestu deild karla á dagskrá.

Sýn Sport 2

Klukkan 17.50 er æfingaleikur Bournemouth og West Ham United á dagskrá. Klukkan 20.50 er svo leikur Manchester United og Everton á dagskrá.

Sýn Sport 4

Klukkan 11.00 er Opna breska kvenna í golfi á dagskrá.

Sýn Sport Viaplay

Klukkan 10.55 hefst útsending frá æfingaleik ensku liðanna Tottenham Hotspur og Newcastle United.

Klukkan 12.30 er Formúlu 1 kappakstur helgarinnar á dagskrá. Hann fer fram í Ungverjalandi.

Klukkan 19.00 er Nascar Cup Series-kappaksturinn á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×