Jorge Costa látinn Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2025 15:51 Costa í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sumarið 2004. Porto vann leikinn við Mónakó 3-0 og varð Evrópumeistari í fyrsta sinn. Mike Egerton/EMPICS via Getty Images Jorge Costa, fyrrum fyrirliði og yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto, er látinn aðeins 53 ára að aldri. Costa lést eftir hjartaáfall. Portúgalskir fjölmiðlar greina frá tíðindunum. Costa fékk hjartaáfall í dag og lést. Porto tilkynnti um fráfall hans og syrgir fallinn félaga. „Porto lýsir djúpri sorg og skelfingu vegna andláts goðsagnar í sögu félagsins,“ segir í yfirlýsingu Porto. „Arfleifð Jorge Costa mun lifa í minningum allra stuðningsmanna Porto. Þú munt aldrei gleymast, fyrirliði,“ segir þar enn fremur. Costa var starfandi sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto þegar hann lést. Samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum fann hann til óþæginda í morgun og var fluttur á São João-spítala í Porto-borg. Þar fékk hann hjartaáfall á bráðamótttökunni og lést. Jorge Costa deixou-nos. Um de nós, um líder, capitão, exemplo. Um símbolo do FC Porto.Obrigado por seres FC Porto até ao fim.Até sempre, Jorge Costa. pic.twitter.com/XTmW5WVEHj— FC Porto (@FCPorto) August 5, 2025 Hann hafði sinnt starfinu frá því sumarið 2024 en áður hafði hann starfað sem þjálfari víða um heim. Hann stýrði til að mynda liðum Braga, Olhanense og Academica í Portúgal en þjálfaraferill hans hafði einnig dregið hann til Rúmeníu, Kýpur, Frakklands, Indlands og Túnis auk þess sem hann stýrði landsliði Gabon um tveggja ára skeið. Costa hafði starfað fyrir Porto í rúmt ár þegar hann lést. Hann hafði verið þjálfari víða um heim frá 2007 til 2024 áður en hann var ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto síðasta sumar.Gualter Fatia/Getty Images Costa er af mörgum talinn einn traustasti þjónn í sögu Porto sem leikmaður. Hann spilaði tæplega 400 leiki fyrir liðið frá 1992 til 2005. Hann vann portúgölsku deildina átta sinnum auk þess sem hann var hluti af liði Porto undir stjórn José Mourinho sem vann Meistaradeild Evrópu sumarið 2004. Costa lék 50 landsleiki fyrir Portúgal frá 1992 til 2002 og skoraði í þeim tvö mörk. Portúgal Portúgalski boltinn Andlát Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Portúgalskir fjölmiðlar greina frá tíðindunum. Costa fékk hjartaáfall í dag og lést. Porto tilkynnti um fráfall hans og syrgir fallinn félaga. „Porto lýsir djúpri sorg og skelfingu vegna andláts goðsagnar í sögu félagsins,“ segir í yfirlýsingu Porto. „Arfleifð Jorge Costa mun lifa í minningum allra stuðningsmanna Porto. Þú munt aldrei gleymast, fyrirliði,“ segir þar enn fremur. Costa var starfandi sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto þegar hann lést. Samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum fann hann til óþæginda í morgun og var fluttur á São João-spítala í Porto-borg. Þar fékk hann hjartaáfall á bráðamótttökunni og lést. Jorge Costa deixou-nos. Um de nós, um líder, capitão, exemplo. Um símbolo do FC Porto.Obrigado por seres FC Porto até ao fim.Até sempre, Jorge Costa. pic.twitter.com/XTmW5WVEHj— FC Porto (@FCPorto) August 5, 2025 Hann hafði sinnt starfinu frá því sumarið 2024 en áður hafði hann starfað sem þjálfari víða um heim. Hann stýrði til að mynda liðum Braga, Olhanense og Academica í Portúgal en þjálfaraferill hans hafði einnig dregið hann til Rúmeníu, Kýpur, Frakklands, Indlands og Túnis auk þess sem hann stýrði landsliði Gabon um tveggja ára skeið. Costa hafði starfað fyrir Porto í rúmt ár þegar hann lést. Hann hafði verið þjálfari víða um heim frá 2007 til 2024 áður en hann var ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Porto síðasta sumar.Gualter Fatia/Getty Images Costa er af mörgum talinn einn traustasti þjónn í sögu Porto sem leikmaður. Hann spilaði tæplega 400 leiki fyrir liðið frá 1992 til 2005. Hann vann portúgölsku deildina átta sinnum auk þess sem hann var hluti af liði Porto undir stjórn José Mourinho sem vann Meistaradeild Evrópu sumarið 2004. Costa lék 50 landsleiki fyrir Portúgal frá 1992 til 2002 og skoraði í þeim tvö mörk.
Portúgal Portúgalski boltinn Andlát Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira