Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2025 20:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er utanríkisráðherra. Vísir/Viktor Freyr Utanríkisráðherra segir vont til þess að hugsa að Rússar fái landsvæði í Úkraínu gegn vopnahléi. Hún treystir Bandaríkjaforseta til að koma á vopnahléi, en það sé mikilvægt að tryggður verði langvarandi friður á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt friðarsamkomulag milli Úkraínu og Rússlands verða að fela í sér skiptingu á landsvæðum. Trump fundar með Vladímír Pútín Rússlandsforseta eftir sex daga, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segist ekki ætla að fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa, en Pútín hafnaði tillögu um að Selenskí sæti fundinn. Staðan mjög erfið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það ekki eingöngu þurfa vopnahlé, heldur langvarandi frið. „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af því að Rússar geti haldið áfram sínu glórulausa framferði, en það breytir ekki því að staðan er mjög erfið. Það skiptir mestu máli að ná fram vopnahléi. Ég vona að Bandaríkjastjórn noti þungann og vigtina, sem hún hefur í þessu máli, á þann veg að við horfum fram á betri tíð á þessu svæði, vopnahlé og að alþjóðalög séu virt,“ segir Þorgerður. Hæfilega bjartsýn Hún segir langt í land, en vonast til þess að fundur Trump og Pútín á föstudag skili árangri. „Bandaríkjaforseti getur náð mjög miklu fram og hefur verið að ná, að mínu mati, mjög góðum árangri. Eins og milli Asera og Armena, mikilvæg skref tekin þar. Líka hvernig var gengið á milli deilu Indverja og Pakistana. Það er mjög mikið hægt, þar liggur vigtin og ég ætla að leyfa mér að vera mjög hæfilega bjartsýn,“ segir Þorgerður. Er það súrt er Rússar fá á endanum eitthvað fyrir sinn snúð? „Tja, hvað finnst þér? Finnst þér rétt að ríki geti farið inn í önnur ríki með ofbeldi, árásum og hernaði? Látið þennan djöfulgang ganga fyrir sig í fjögur til fimm ár og síðan tekið ákveðna sneið? Mér þætti það súrt, en á móti kemur að sagan sýnir okkur að stundum þarf að fara og skoða hluti sem manni finnst erfiðir,“ segir Þorgerður. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt friðarsamkomulag milli Úkraínu og Rússlands verða að fela í sér skiptingu á landsvæðum. Trump fundar með Vladímír Pútín Rússlandsforseta eftir sex daga, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segist ekki ætla að fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa, en Pútín hafnaði tillögu um að Selenskí sæti fundinn. Staðan mjög erfið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það ekki eingöngu þurfa vopnahlé, heldur langvarandi frið. „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af því að Rússar geti haldið áfram sínu glórulausa framferði, en það breytir ekki því að staðan er mjög erfið. Það skiptir mestu máli að ná fram vopnahléi. Ég vona að Bandaríkjastjórn noti þungann og vigtina, sem hún hefur í þessu máli, á þann veg að við horfum fram á betri tíð á þessu svæði, vopnahlé og að alþjóðalög séu virt,“ segir Þorgerður. Hæfilega bjartsýn Hún segir langt í land, en vonast til þess að fundur Trump og Pútín á föstudag skili árangri. „Bandaríkjaforseti getur náð mjög miklu fram og hefur verið að ná, að mínu mati, mjög góðum árangri. Eins og milli Asera og Armena, mikilvæg skref tekin þar. Líka hvernig var gengið á milli deilu Indverja og Pakistana. Það er mjög mikið hægt, þar liggur vigtin og ég ætla að leyfa mér að vera mjög hæfilega bjartsýn,“ segir Þorgerður. Er það súrt er Rússar fá á endanum eitthvað fyrir sinn snúð? „Tja, hvað finnst þér? Finnst þér rétt að ríki geti farið inn í önnur ríki með ofbeldi, árásum og hernaði? Látið þennan djöfulgang ganga fyrir sig í fjögur til fimm ár og síðan tekið ákveðna sneið? Mér þætti það súrt, en á móti kemur að sagan sýnir okkur að stundum þarf að fara og skoða hluti sem manni finnst erfiðir,“ segir Þorgerður.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira