Sport

Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Pétursson var kátur eftir stórbrotið hlaup sitt í sólinni i gær og fékk líka góðar móttökur í markinu.
Arnar Pétursson var kátur eftir stórbrotið hlaup sitt í sólinni i gær og fékk líka góðar móttökur í markinu. @@raudavatnultra

Arnar Pétursson setti nýtt Íslandsmet í hundrað kílómetra hlaupi í Rauðavatn Ultra hlaupinu í gær en hlaupið var í hringinn í kringum Rauðavatn.

Arnar segir frá þessu á miðlum sínum en hann kláraði hlaupið á sex klukkutímum, 45 mínútum og 16 sekúndur.

Mari Jaersk varð fyrst kvenna í mark.@raudavatnultra

Arnar var þannig að klára hvernig kílómetra á fjórum mínútum og þremur sekúndum að meðaltali.

„Mér sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum í ár. Trúi þessu ekki ennþá. Ólýsanleg tilfinning að setja Íslandsmet og sigra sólina í fyrsta skipti,“ skrifaði Arnar og lofaði lengri sögu síðar en hann þurfti örugglega að hvíla sig eftir þetta mikla afrek.

Bergsveinn Ólafsson varð í öðru sæti í 100 km hlaupinu á 10:11:30 klst. sem þýðir að Arnar var rúmum þremur klukkutímum og 26 mínútum á undan honum. Mari Jaersk varð þriðja og efst kvenna á 10:53:19 klst.

Fjórði varð Egill Trausti Ómarsson og svo komu þær Erla Dögg Halldórsdóttir og Guðný Hrund Rúnarsdóttir. Hér má sjá öll úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×