„Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2025 08:02 Iga Swiatek tapaði ekki einu einasta setti á Cincinnati Open. Getty/Robert Prange Pólska tennisstjarnan Iga Swiatek lét vægast sagt furðuleg ummæli spyrils í viðtali ekki trufla sig á leið sinni að sigri á Cincinnati Open mótinu um helgina. Hin 24 ára gamla Swiatek vann Jasmine Paolini frá Ítalíu í úrslitaleiknum, 7-5 og 6-4, og fer því full sjálfstrausts inn í Opna bandaríska mótið sem hefst á sunnudaginn. Í undanúrslitunum vann hún Elenu Rybakina og var gripin í viðtal þar sem skringileg ummæli féllu, eins og sjá má hér að neðan. Iga Swiatek after beating Elena Rybakina to reach 1st Cincinnati finalIga: “Wait… is that rain?“No, it’s probably me spitting on you while I’m asking a question” 💀💀💀 pic.twitter.com/WTtrHahXmp— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) August 17, 2025 Swiatek ætlaði að fara að svara spurningu en stoppaði viðtalið því henni fannst eins og að hún hefði fengið á sig regndropa. Þá sagði spyrillinn: „Nei, nei, nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig þegar ég var að spyrja þig.“ Swiatek, sem er í þriðja sæti heimslistans, var ekkert að kippa sér upp við þetta og sagðist einfaldlega hafa talið siga hafa heyrt í þrumum en hélt svo áfram með viðtalið. Eins og fyrr segir vann hún svo sigur á mótinu og tapaði raunar ekki setti á öllu mótinu, sem gefur góð fyrirheit fyrir síðasta risamót ársins. Swiatek vann Wimbledon-mótið í síðasta mánuði. „Ég er ánægð með vinnuna hjá mér, hvernig hlutirnir hafa þróast. Ég er líka ánægð með að hafa ekki tapað setti. Ég er góður spilari og get spilað á hvaða undirlagi sem er,“ sagði Swiatek eftir mótið. Tennis Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Hin 24 ára gamla Swiatek vann Jasmine Paolini frá Ítalíu í úrslitaleiknum, 7-5 og 6-4, og fer því full sjálfstrausts inn í Opna bandaríska mótið sem hefst á sunnudaginn. Í undanúrslitunum vann hún Elenu Rybakina og var gripin í viðtal þar sem skringileg ummæli féllu, eins og sjá má hér að neðan. Iga Swiatek after beating Elena Rybakina to reach 1st Cincinnati finalIga: “Wait… is that rain?“No, it’s probably me spitting on you while I’m asking a question” 💀💀💀 pic.twitter.com/WTtrHahXmp— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) August 17, 2025 Swiatek ætlaði að fara að svara spurningu en stoppaði viðtalið því henni fannst eins og að hún hefði fengið á sig regndropa. Þá sagði spyrillinn: „Nei, nei, nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig þegar ég var að spyrja þig.“ Swiatek, sem er í þriðja sæti heimslistans, var ekkert að kippa sér upp við þetta og sagðist einfaldlega hafa talið siga hafa heyrt í þrumum en hélt svo áfram með viðtalið. Eins og fyrr segir vann hún svo sigur á mótinu og tapaði raunar ekki setti á öllu mótinu, sem gefur góð fyrirheit fyrir síðasta risamót ársins. Swiatek vann Wimbledon-mótið í síðasta mánuði. „Ég er ánægð með vinnuna hjá mér, hvernig hlutirnir hafa þróast. Ég er líka ánægð með að hafa ekki tapað setti. Ég er góður spilari og get spilað á hvaða undirlagi sem er,“ sagði Swiatek eftir mótið.
Tennis Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira