Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2025 10:49 Gífulegt magn metans lak út í andrúmsloftið vegna sprenginganna. AP/Sænska strandgæslan Lögregluþjónar á Ítalíu eru sagðir hafa handtekið úkraínskan mann sem grunaður er um að hafa komið að skemmdarverkinu á Nord Stream gasleiðslunum. Maðurinn, sem sagður er heita Serhij K., var handtekinn í gærkvöldi en hann er talinn hafa verið um borð í snekkjunni sem úkraínskir sérsveitarmenn eru taldir hafa notað til að koma sprengjum fyrir á gasleiðslunum. Serhij er ekki talinn hafa verið einn af köfurunum en er þess í stað talinn hafa komið að skipulagningu skemmdarverksins, samkvæmt frétt Spiegel um handtökuna. Maðurinn var samkvæmt AP fréttaveitunni handtekinn nærri borginni Rimini á Ítalíu. Óljóst er hvenær maðurinn verður framseldur til Þýskalands, samkvæmt tilkynningu frá alríkissaksóknara Þýskalands. Umdeildar leiðslur sprengdar Það var þann 26. september 2022 sem gasleiðslurnar Nord Stream 1 og Nord Strem 2 eyðilögðust í þremur öflugum sprengingum á botni Eystrasalts, skammt frá Borgundarhólmi. Nord Stream 1 var tekin í notkun árið 2011 og hafði hún verið notuð til að flytja jarðgast frá Rússlandi til meginlands Evrópu. Framkvæmdum við Nord Stream 2 lauk árið 2021 en leiðslan var aldrei tekin í notkun vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneska ríkisfyrirtækið Gazprom hafði slökkt á flæði um NS1 fyrr í september 2022 en frágangur NS2 hafði verið stöðvaður í febrúar sama ár. Sjá einnig: Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Smíði NS2 hafði verið mjög umdeild bæði utan og innan landamæra Þýskalands. Bandamenn Þjóðverja eins og Bandaríkjamenn, höfðu lýst yfir áhyggjum af því að leiðslan myndi veita Rússum of mikið vald yfir Þýskalandi og orkuöryggi í Evrópu. Úkraínumenn höfðu slegið á svipaða strengi en rússneskt gas og olía hefur lengi flætt til Evrópu um Úkraínu. Í Kænugarði var óttast að Rússar gætu einangrað Úkraínu enn frekar. Köfuðu frá snekkju Lengi var á huldu hver hafði staðið að sprengingunum og var ýmsum ásökunum og tilgátum kasta fram á sjónarsviðið, sem mismikil innistæða var fyrir. Seinna meir bárust spjótin að hópi Úkraínumanna sem taldir voru hafa siglt á haf út á snekkju sem bar heitið Andromeda frá höfninni Rostock í Þýskalandi. Fregnir hafa meðal annars borist af því að hugmyndin að skemmdarverkinu hafi orðið til í ölæði hjá hópi úkraínskra herforingja og kaupsýslumanna. Einn þeirra er svo sagður hafa hunsað fyrirmæli forseta Úkraínu um að hætta við árásina. Skemmdarverkið hefur verið til rannsóknar í Þýskalandi og hefur Spiegel fjallað ítarlega um þá rannsókn. Í fyrra sagði miðillinn líklegt að árásin hafi verið heimiluð af forsvarsmönnum úkraínska hersins, enda hafi þeir verið þeirrar skoðunar að um lögmætt skotmark væri að ræða. Það væri vegna þess að fjármunir sem Rússar fengu vegna sölu á jarðgasi gegnum leiðslurnar voru notaðar til að fjármagna stríðsrekstur ríkisins í Úkraínu. Þýskir rannsakendur komust að því að einn maður sem talinn er hafa komið að rannsókninni hafi búið í Póllandi og reyndu að fá hann handtekinn. Honum tókst þó að flýja heimili sitt áður en hann var handtekinn. Sjá einnig: Handtökuskipun gefin út vegna Nord Stream skemmdarverkanna Þjóðverjar telja að pólsk yfirvöld hafi varað Úkraínumenn við því að til stæði að handtaka manninn og er hann talinn hafa verið fluttur til Úkraínu í bíl í eigu úkraínska sendiráðsins í Póllandi. Þýskaland Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Úkraína Ítalía Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Serhij er ekki talinn hafa verið einn af köfurunum en er þess í stað talinn hafa komið að skipulagningu skemmdarverksins, samkvæmt frétt Spiegel um handtökuna. Maðurinn var samkvæmt AP fréttaveitunni handtekinn nærri borginni Rimini á Ítalíu. Óljóst er hvenær maðurinn verður framseldur til Þýskalands, samkvæmt tilkynningu frá alríkissaksóknara Þýskalands. Umdeildar leiðslur sprengdar Það var þann 26. september 2022 sem gasleiðslurnar Nord Stream 1 og Nord Strem 2 eyðilögðust í þremur öflugum sprengingum á botni Eystrasalts, skammt frá Borgundarhólmi. Nord Stream 1 var tekin í notkun árið 2011 og hafði hún verið notuð til að flytja jarðgast frá Rússlandi til meginlands Evrópu. Framkvæmdum við Nord Stream 2 lauk árið 2021 en leiðslan var aldrei tekin í notkun vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneska ríkisfyrirtækið Gazprom hafði slökkt á flæði um NS1 fyrr í september 2022 en frágangur NS2 hafði verið stöðvaður í febrúar sama ár. Sjá einnig: Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Smíði NS2 hafði verið mjög umdeild bæði utan og innan landamæra Þýskalands. Bandamenn Þjóðverja eins og Bandaríkjamenn, höfðu lýst yfir áhyggjum af því að leiðslan myndi veita Rússum of mikið vald yfir Þýskalandi og orkuöryggi í Evrópu. Úkraínumenn höfðu slegið á svipaða strengi en rússneskt gas og olía hefur lengi flætt til Evrópu um Úkraínu. Í Kænugarði var óttast að Rússar gætu einangrað Úkraínu enn frekar. Köfuðu frá snekkju Lengi var á huldu hver hafði staðið að sprengingunum og var ýmsum ásökunum og tilgátum kasta fram á sjónarsviðið, sem mismikil innistæða var fyrir. Seinna meir bárust spjótin að hópi Úkraínumanna sem taldir voru hafa siglt á haf út á snekkju sem bar heitið Andromeda frá höfninni Rostock í Þýskalandi. Fregnir hafa meðal annars borist af því að hugmyndin að skemmdarverkinu hafi orðið til í ölæði hjá hópi úkraínskra herforingja og kaupsýslumanna. Einn þeirra er svo sagður hafa hunsað fyrirmæli forseta Úkraínu um að hætta við árásina. Skemmdarverkið hefur verið til rannsóknar í Þýskalandi og hefur Spiegel fjallað ítarlega um þá rannsókn. Í fyrra sagði miðillinn líklegt að árásin hafi verið heimiluð af forsvarsmönnum úkraínska hersins, enda hafi þeir verið þeirrar skoðunar að um lögmætt skotmark væri að ræða. Það væri vegna þess að fjármunir sem Rússar fengu vegna sölu á jarðgasi gegnum leiðslurnar voru notaðar til að fjármagna stríðsrekstur ríkisins í Úkraínu. Þýskir rannsakendur komust að því að einn maður sem talinn er hafa komið að rannsókninni hafi búið í Póllandi og reyndu að fá hann handtekinn. Honum tókst þó að flýja heimili sitt áður en hann var handtekinn. Sjá einnig: Handtökuskipun gefin út vegna Nord Stream skemmdarverkanna Þjóðverjar telja að pólsk yfirvöld hafi varað Úkraínumenn við því að til stæði að handtaka manninn og er hann talinn hafa verið fluttur til Úkraínu í bíl í eigu úkraínska sendiráðsins í Póllandi.
Þýskaland Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Úkraína Ítalía Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira