„Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 19:00 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Bjarni Formaður Eflingar segir ekki fræðilegan möguleika fyrir félagsfólk Eflingar að komast inn á húsnæðismarkaðinn og ömurlegt sé að hærra leiguverð éti upp hækkun húsnæðisbóta. Hún segir takmörkun á skammtímaleigu vera þá aðgerð sem slá muni hraðast á misræmi framboðs og eftirspurnar eftir húsnæði. Í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun kemur fram að áhrif hærri húsnæðisbóta séu horfin vegna hækkunar á leiguverði. Breytingar á lögum um húsnæðisbetur tóku gildi 1. júní í fyrra og hækkuðu grunnfjárhæðir þá um fjórðung. Lagabreytingarnar voru hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar tengdar kjarasamningsgerð á síðasta ári. Hlutfall húsnæðisbóta af leiguverði hækkaði eftir lagabreytingar þar sem bætur hækkuðu á síðasta ári. Nú er það nánast það sama og fyrir lagabreytingu.Vísir „Þetta er auðvitað ömurlegt. Ástæðan fyrir því að þetta hefur gerst er að stjórnvöld hafa ekki gripið til nauðsynlegra aðgerða til þess að koma í veg fyrir að svona lagað geti nokkurn tíman gerst,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í kvöldfréttum Sýnar. „Ég er sammála Kristrúnu fyrir þremur árum“ Árið 2022, þegar Samfylkingin var í stjórnarandstöðu sagði Kristrún Frostadóttir núverandi forsætisráðherra að leigusalar myndu hirða hækkun húsnæðisbóta ef ekki yrði sett bremsa á hækkun leiguverðs. Leigubremsa er eitt af þeim úrræðum sem Sólveig Anna vill sjá að gripið verði til. „Ég er sammála Kristrúnu fyrir þremur árum. Það sem þarf að gera það er mjög skýrt fyrir okkur í Eflingu. Það þarf að byrja á að takmarka verulega skammtímaleigu eins og Airbnb, það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi á milli framboðs og eftirspurnar sem auðvitað heldur þessum leigumarkaði jafn veikum og hann er.“ Þá segir hún stóran hluta vandans vera það húsnæði sem hafi verið byggt og í raun sé ekki fræðilegur möguleiki fyrir Eflingarfólk að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Ráðast þurfi í verulega húsnæðisuppbyggingu fyrir tekjulægri hópa. „Það fólk er einfaldlega fast í klóm á leigusölum. Jafnvel 70% af ráðstöfunartekjum þessa fólks rennur beint í vasann á leigusölum. Þau geta ekki lagt fyrir, þau geta ekki safnað fyrir íbúð. Jafnvel þó þau geti það þá eru takmörkin sem sett hafa verið og þetta hávaxtastig sem Seðlabankinn viðheldur sem gerir það að verkum að þau komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn.“ Húnn segir að stjórnvöld og sveitarfélög þurfi að axla ábyrgð. „Við í verkalýðshreyfingunni höfum axlað ábyrgð, við höfum samið um hófstillta kjarasamninga, við sömdum um þessar auknu húsnæðisbætur. Við höfum lagt fram aftur og aftur og aftur mjög einfaldar tillögur. Það er einfaldlega kominn tími á að stjórnvöld og opinberir aðilar axli ábyrgð.“ Setur traust sitt á þingmenn með bakgrunn í verkalýðshreyfingunni Sólveig Anna bindur vonir við að þingmenn sem koma úr verkalýðshreyfingunni geti lagt sín lóð á vogarskálarnar svo árangur náist. Hún nefnir sérstaklega Ragnar Þór Ingólfsson, þingmann Flokks fólksins og fyrrum formann VR og Kristján Þórð Snæbjarnarson sem áður var forseti Alþýðusambandsins en er nú þingmaður Samfylkingar. „Ragnar Þór hefur verið mikill baráttumaður fyrir hagsmunum þeirra sem eru á leigumarkaði og þeirra sem hafa verið fórnarlömb þessa ástands. Hann leiðir sérstakan húsnæðishóp á vegum stjórnvalda. Ég bind vonir við það að vegna hans miklu innsýnar í þennan málaflokk þá geti hann barist fyrir því á vettvangi stjórnvalda að árangur náist.“ Húsnæðismál Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun kemur fram að áhrif hærri húsnæðisbóta séu horfin vegna hækkunar á leiguverði. Breytingar á lögum um húsnæðisbetur tóku gildi 1. júní í fyrra og hækkuðu grunnfjárhæðir þá um fjórðung. Lagabreytingarnar voru hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar tengdar kjarasamningsgerð á síðasta ári. Hlutfall húsnæðisbóta af leiguverði hækkaði eftir lagabreytingar þar sem bætur hækkuðu á síðasta ári. Nú er það nánast það sama og fyrir lagabreytingu.Vísir „Þetta er auðvitað ömurlegt. Ástæðan fyrir því að þetta hefur gerst er að stjórnvöld hafa ekki gripið til nauðsynlegra aðgerða til þess að koma í veg fyrir að svona lagað geti nokkurn tíman gerst,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í kvöldfréttum Sýnar. „Ég er sammála Kristrúnu fyrir þremur árum“ Árið 2022, þegar Samfylkingin var í stjórnarandstöðu sagði Kristrún Frostadóttir núverandi forsætisráðherra að leigusalar myndu hirða hækkun húsnæðisbóta ef ekki yrði sett bremsa á hækkun leiguverðs. Leigubremsa er eitt af þeim úrræðum sem Sólveig Anna vill sjá að gripið verði til. „Ég er sammála Kristrúnu fyrir þremur árum. Það sem þarf að gera það er mjög skýrt fyrir okkur í Eflingu. Það þarf að byrja á að takmarka verulega skammtímaleigu eins og Airbnb, það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi á milli framboðs og eftirspurnar sem auðvitað heldur þessum leigumarkaði jafn veikum og hann er.“ Þá segir hún stóran hluta vandans vera það húsnæði sem hafi verið byggt og í raun sé ekki fræðilegur möguleiki fyrir Eflingarfólk að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Ráðast þurfi í verulega húsnæðisuppbyggingu fyrir tekjulægri hópa. „Það fólk er einfaldlega fast í klóm á leigusölum. Jafnvel 70% af ráðstöfunartekjum þessa fólks rennur beint í vasann á leigusölum. Þau geta ekki lagt fyrir, þau geta ekki safnað fyrir íbúð. Jafnvel þó þau geti það þá eru takmörkin sem sett hafa verið og þetta hávaxtastig sem Seðlabankinn viðheldur sem gerir það að verkum að þau komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn.“ Húnn segir að stjórnvöld og sveitarfélög þurfi að axla ábyrgð. „Við í verkalýðshreyfingunni höfum axlað ábyrgð, við höfum samið um hófstillta kjarasamninga, við sömdum um þessar auknu húsnæðisbætur. Við höfum lagt fram aftur og aftur og aftur mjög einfaldar tillögur. Það er einfaldlega kominn tími á að stjórnvöld og opinberir aðilar axli ábyrgð.“ Setur traust sitt á þingmenn með bakgrunn í verkalýðshreyfingunni Sólveig Anna bindur vonir við að þingmenn sem koma úr verkalýðshreyfingunni geti lagt sín lóð á vogarskálarnar svo árangur náist. Hún nefnir sérstaklega Ragnar Þór Ingólfsson, þingmann Flokks fólksins og fyrrum formann VR og Kristján Þórð Snæbjarnarson sem áður var forseti Alþýðusambandsins en er nú þingmaður Samfylkingar. „Ragnar Þór hefur verið mikill baráttumaður fyrir hagsmunum þeirra sem eru á leigumarkaði og þeirra sem hafa verið fórnarlömb þessa ástands. Hann leiðir sérstakan húsnæðishóp á vegum stjórnvalda. Ég bind vonir við það að vegna hans miklu innsýnar í þennan málaflokk þá geti hann barist fyrir því á vettvangi stjórnvalda að árangur náist.“
Húsnæðismál Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira