Körfubolti

Faðir Boston Celtics stjörnu hand­tekinn fyrir morð­til­raun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jaylen Brown er ekki í miklum samskiptum við föður sinn.
Jaylen Brown er ekki í miklum samskiptum við föður sinn. Getty/Danielle Parhizkaran

Faðir NBA körfuboltastjörnunnar Jaylen Brown er ekki í góðum málum eftir að rifildi endaði mjög illa í Las Vegas.

Marselles Brown var handtekinn fyrir tilraun til manndráps en TMZ Sports segir frá.

Brown stakk fótboltaþjálfara eftir að þeir fóru að rífast um bílastæði í Las Vegas. Maðurinn þjálfar yngri flokka í amerískum fótbolta og Brown stakk hann í kviðinn.

Brown flúði eftir hnífstunguna en var seinna handtekinn. Fórnarlamb hans var flutt á lífi á sjúkrahús en það er ekki vitað um ástand hans.

Marselles Brown er fyrrum hnefaleikamaður. Hann er ekki í miklum samskiptum við son sinn.

Jaylen Brown er ein stærsta stjarnan í liði Boston Celtics og var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna þegar liðið varð NBA meistari 2024.

Brown var með 22,2 stig og 4,5 stoðsendingar í leik á síðustu leiktíð.

Hann framlengdi samning sinn við Boston Celtics í júlí 2023 og nær hann til ársins 2029. Brown fær 53 milljónir dollara í laun á næsta tímabili eða tæpa 6,6 milljarða króna.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×