Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. ágúst 2025 14:01 Fjölmennt er jafnan í miðbænum á menningarnótt og ætlar lögregla að vera með mikinn viðbúnað í ár. Vísir/Daníel Þór Allt verður gert til að sporna gegn drykkju ungmenna í miðbænum á morgun þegar menningarnótt fer fram, að sögn lögreglu. Áfengisdrykkja meðal ungmenna verði sífellt meira áberandi og slík mál koma oftar inn á borð lögreglu en áður. Í vikunni hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af hópi fimmtán ára ungmenna sem voru í annarlegu ástandi við grunnskóla í Reykjavík. Nokkur þeirra reyndust verulega ölvuð og var þeim komið heim til foreldra. Unnar Þór Bjarnason samfélagslögga segir málum sem þessum hafa fjölgað síðustu misseri. „Við höfum tekið eftir því kannski svona síðustu tvö ár að það hefur verið alveg talsverð aukning í drykkju almennt hjá þessum krökkum sem við erum að hitta eða allir sem eru undir átján ára aldri. Þetta er bara orðið það sýnilegt að þau eru ekki lengur að fela þetta. Þetta er bara kannski fyrir utan verslunarkjarna í borginni þar sem þau eru að hópast saman og eru haldandi á áfengisumbúðum og eru talsvert ölvuð.“ Hann segir ungmennin sem haft hefur verið afskipti af flest á svipuðum aldri. „Þetta er alltaf að verða yngra og yngra svona allavega mín tilfinning persónulega en hópurinn er yfirleitt svona á aldrinum fjórtán fimmtán ára en teygir sig alveg niður í þrettán ára.“ Þessi þróun sé áhyggjuefni. „Ef að við erum að sjá þetta úti á götu eða við verslunarkjarna eða hvað sem er niðri í Elliðaárdal þá er þetta mun stærra en við sjáum nokkurn tímann. Við höfum alveg áhyggjur af þeirri þróun að þetta fari að verða eitthvað meira norm og fari að færa sig niður í yngri hópa.“ Ætla að reyna að sporna gegn drykkju ungmenna á menningarnótt Nokkuð var um ölvun meðal ungmenna á menningarnótt á síðasta ári. Lögreglan ætlar að taka slík mál föstum tökum á morgun þegar menningarnótt fer fram. „Það var talsverð unglingadrykkja þá og áberandi unglingadrykkja. Þannig að við höfum tekið til ýmissa ráða þetta árið til þess að reyna að sporna við því. Við ætlum að vera mjög sýnileg. Þú átt varla að geta labbað um miðbæinn án þess að sjá ekki lögreglumann eða hóp lögreglumanna eða lögreglutæki. Við ætlum að skipta okkur af ef við sjáum ungmenni sem eru með áfengi. Við ætlum að vera að hella niður og við ætlum að vera að hringja í foreldra og láta vita. Við erum með talsverðan fjölda. Við erum með fleiri lögreglumenn sem verða í gönguhópum niðri í miðbæ sýnileg og þannig vonandi náum við að grípa inn í ef við sjáum einhver ölvuð ungmenni.“ Þá segir hann skilaboð til foreldra skýr fyrir morgundaginn. „Við biðlum bara til foreldra að fara með börnunum. Ekki hleypa þeim einum niður í bæ. Fara saman niður í bæ og fara saman heim eftir skemmtunina.“ Börn og uppeldi Reykjavík Menningarnótt Lögreglan Lögreglumál Áfengi Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
Í vikunni hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af hópi fimmtán ára ungmenna sem voru í annarlegu ástandi við grunnskóla í Reykjavík. Nokkur þeirra reyndust verulega ölvuð og var þeim komið heim til foreldra. Unnar Þór Bjarnason samfélagslögga segir málum sem þessum hafa fjölgað síðustu misseri. „Við höfum tekið eftir því kannski svona síðustu tvö ár að það hefur verið alveg talsverð aukning í drykkju almennt hjá þessum krökkum sem við erum að hitta eða allir sem eru undir átján ára aldri. Þetta er bara orðið það sýnilegt að þau eru ekki lengur að fela þetta. Þetta er bara kannski fyrir utan verslunarkjarna í borginni þar sem þau eru að hópast saman og eru haldandi á áfengisumbúðum og eru talsvert ölvuð.“ Hann segir ungmennin sem haft hefur verið afskipti af flest á svipuðum aldri. „Þetta er alltaf að verða yngra og yngra svona allavega mín tilfinning persónulega en hópurinn er yfirleitt svona á aldrinum fjórtán fimmtán ára en teygir sig alveg niður í þrettán ára.“ Þessi þróun sé áhyggjuefni. „Ef að við erum að sjá þetta úti á götu eða við verslunarkjarna eða hvað sem er niðri í Elliðaárdal þá er þetta mun stærra en við sjáum nokkurn tímann. Við höfum alveg áhyggjur af þeirri þróun að þetta fari að verða eitthvað meira norm og fari að færa sig niður í yngri hópa.“ Ætla að reyna að sporna gegn drykkju ungmenna á menningarnótt Nokkuð var um ölvun meðal ungmenna á menningarnótt á síðasta ári. Lögreglan ætlar að taka slík mál föstum tökum á morgun þegar menningarnótt fer fram. „Það var talsverð unglingadrykkja þá og áberandi unglingadrykkja. Þannig að við höfum tekið til ýmissa ráða þetta árið til þess að reyna að sporna við því. Við ætlum að vera mjög sýnileg. Þú átt varla að geta labbað um miðbæinn án þess að sjá ekki lögreglumann eða hóp lögreglumanna eða lögreglutæki. Við ætlum að skipta okkur af ef við sjáum ungmenni sem eru með áfengi. Við ætlum að vera að hella niður og við ætlum að vera að hringja í foreldra og láta vita. Við erum með talsverðan fjölda. Við erum með fleiri lögreglumenn sem verða í gönguhópum niðri í miðbæ sýnileg og þannig vonandi náum við að grípa inn í ef við sjáum einhver ölvuð ungmenni.“ Þá segir hann skilaboð til foreldra skýr fyrir morgundaginn. „Við biðlum bara til foreldra að fara með börnunum. Ekki hleypa þeim einum niður í bæ. Fara saman niður í bæ og fara saman heim eftir skemmtunina.“
Börn og uppeldi Reykjavík Menningarnótt Lögreglan Lögreglumál Áfengi Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira