Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2025 13:56 Landeigendur hafa rekið ferðamenn úr fjörunni í morgun. Vísir Mikið hefur verið um að ferðamenn hafi farið niður í Reynisfjöru í morgun – framhjá hliðinu og viðvörunarskiltum – þrátt fyrir að rauða ljósið hafi logað. Landeigandi segir fólk með því vera að taka mjög meðvitaða ákvörðun um að setja sig í hættu. Mjög hvasst hefur verið á Suðurlandi í dag þar sem leifar fellibylsins Erin hafa herjað á landið. Gul viðvörun er í gildi bæði á Suður- og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Ragnhildur Hrund Jónsdóttir ábúandi í Prestshúsum og landeigandi í Reynisfjöru.Vísir/Sigurjón Fjörunni lokað fyrr í dag Ragnhildur Hrund Jónsdóttir, ábúandi í Prestshúsum og landeigandi í Reynisfjöru, segir í samtali við fréttastofu að hliðinu niður í fjöru hafi verið lokað fyrr í dag vegna hættunnar í fjörunni. „Maðurinn minn var þarna og rak fólk til baka. Við erum að reyna að hefta för fólks eins og við getum niður í fjöru, en fólk er þarna að setja sig í mjög meðvitaða hættu þegar það fer þangað niður. Framhjá viðvörunarskiltum, rauðu ljósi og lokuðu hliðinu,“ segir Ragnhildur. Myndband sem leiðsögumaðurinn Roger Niell tók í Reynisfjöru um hálf eitt í dag sýnir lítil viðbrögð ferðamanna við rauðu ljósi. Ljósið á að koma í veg fyrir að fólk komi sér í hættu við erfiðar veðuraðstæður. Aðgerðirnar hafi skilað árangri Ragnhildur Hrund segist viss um að þær aðgerðir sem gripið var til fyrr í sumar að bæta öryggi hafi að einhverju leyti skilað árangi. Ákveðið var að koma fyrir hliði, bæta við vefmyndavélum og þræða göngustíga þannig að fara þurfi framhjá viðvörunarskiltum til að fara niður í fjöruna. Var það gert eftir að níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi lést eftir að alda í Reynisfjöru hrifsaði hana með sér. Þá var sömuleiðis tekin ákvörðun um að lækka mörkin fyrir því að viðvörunarljós verði sett á rautt í fjörunni, en þegar það er gert er fjörunni lokað. Ragnhildur Hrund segir að á vefmyndavélunum megi sjá að fjöldinn fyrir neðan lokunina sé síbreytilegur. Flestir fari þó að fyrirmælum og virði fjöruna fyrir sér af pallinum þegar lokað er niður í fjöru. „En ég held að það hafi verið að virka eitthvað – þær aðgerðir sem gripið var til í sumar. Nú þegar hliðið er komið þá er lítið sem fólk getur afsakað sig með. Það er að setja sig í hættu sjálft og taka meðvitaða ákvörðun um að fara þangað,“ segir Ragnhildur Hrund. Hlíf Ingibjörnsdóttir leiðsögumaður varð vitni að því klukkan átta í morgun í Reynisfjöru að aðeins blikkaði gult ljós þrátt fyrir úfinn sjó og mikla öldu. Sjá má myndbandið að neðan. Viðvörunarskilti í Reynisfjöru.Hlíf Ingibjörnsdóttir Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Rautt ljós mun loga 30 prósent oftar í Reynisfjöru eftir endurmat á hættustigum. Nýju viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni á laugardag. 11. ágúst 2025 06:24 Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. 6. ágúst 2025 12:44 Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. 5. ágúst 2025 20:42 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Mjög hvasst hefur verið á Suðurlandi í dag þar sem leifar fellibylsins Erin hafa herjað á landið. Gul viðvörun er í gildi bæði á Suður- og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Ragnhildur Hrund Jónsdóttir ábúandi í Prestshúsum og landeigandi í Reynisfjöru.Vísir/Sigurjón Fjörunni lokað fyrr í dag Ragnhildur Hrund Jónsdóttir, ábúandi í Prestshúsum og landeigandi í Reynisfjöru, segir í samtali við fréttastofu að hliðinu niður í fjöru hafi verið lokað fyrr í dag vegna hættunnar í fjörunni. „Maðurinn minn var þarna og rak fólk til baka. Við erum að reyna að hefta för fólks eins og við getum niður í fjöru, en fólk er þarna að setja sig í mjög meðvitaða hættu þegar það fer þangað niður. Framhjá viðvörunarskiltum, rauðu ljósi og lokuðu hliðinu,“ segir Ragnhildur. Myndband sem leiðsögumaðurinn Roger Niell tók í Reynisfjöru um hálf eitt í dag sýnir lítil viðbrögð ferðamanna við rauðu ljósi. Ljósið á að koma í veg fyrir að fólk komi sér í hættu við erfiðar veðuraðstæður. Aðgerðirnar hafi skilað árangri Ragnhildur Hrund segist viss um að þær aðgerðir sem gripið var til fyrr í sumar að bæta öryggi hafi að einhverju leyti skilað árangi. Ákveðið var að koma fyrir hliði, bæta við vefmyndavélum og þræða göngustíga þannig að fara þurfi framhjá viðvörunarskiltum til að fara niður í fjöruna. Var það gert eftir að níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi lést eftir að alda í Reynisfjöru hrifsaði hana með sér. Þá var sömuleiðis tekin ákvörðun um að lækka mörkin fyrir því að viðvörunarljós verði sett á rautt í fjörunni, en þegar það er gert er fjörunni lokað. Ragnhildur Hrund segir að á vefmyndavélunum megi sjá að fjöldinn fyrir neðan lokunina sé síbreytilegur. Flestir fari þó að fyrirmælum og virði fjöruna fyrir sér af pallinum þegar lokað er niður í fjöru. „En ég held að það hafi verið að virka eitthvað – þær aðgerðir sem gripið var til í sumar. Nú þegar hliðið er komið þá er lítið sem fólk getur afsakað sig með. Það er að setja sig í hættu sjálft og taka meðvitaða ákvörðun um að fara þangað,“ segir Ragnhildur Hrund. Hlíf Ingibjörnsdóttir leiðsögumaður varð vitni að því klukkan átta í morgun í Reynisfjöru að aðeins blikkaði gult ljós þrátt fyrir úfinn sjó og mikla öldu. Sjá má myndbandið að neðan. Viðvörunarskilti í Reynisfjöru.Hlíf Ingibjörnsdóttir
Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Rautt ljós mun loga 30 prósent oftar í Reynisfjöru eftir endurmat á hættustigum. Nýju viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni á laugardag. 11. ágúst 2025 06:24 Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. 6. ágúst 2025 12:44 Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. 5. ágúst 2025 20:42 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Rautt ljós mun loga 30 prósent oftar í Reynisfjöru eftir endurmat á hættustigum. Nýju viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni á laugardag. 11. ágúst 2025 06:24
Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. 6. ágúst 2025 12:44
Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. 5. ágúst 2025 20:42