Viðskipti innlent

Arnar og Ei­ríkur til Fossa

Atli Ísleifsson skrifar
Arnar Friðriksson og Eiríkur Jóhannsson.
Arnar Friðriksson og Eiríkur Jóhannsson.

Arnar Friðriksson og Eiríkur Jóhannsson hafa verið ráðnir til Fossa fjárfestingarbanka. Þar segir að Arnar hafi verið ráðinn í teymi fjárstýringar en Eiríkur í teymi markaðsviðskipta.

 Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Arnar hafi starfað hjá verðbréfamiðlun Íslandsbanka áður en hann gekk til liðs við Fossa.

„Arnar er með B.Sc-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.fin-gráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands. Þá hefur hann lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Eiríkur Jóhannsson starfaði í markaðsviðskiptum hjá Íslenskum verðbréfum hf. frá 2003 áður en hann hóf störf hjá Fossum. Hjá Íslenskum verðbréfum starfaði hann einnig í eignastýringu 2020 til 2023 og við miðlun aflaheimilda 2019 til 2020. Þar áður starfaði hann við miðlun aflaheimilda hjá Viðskiptahúsinu Sjávarútvegi ehf.

Eiríkur hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×