Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Lovísa Arnardóttir skrifar 2. september 2025 09:24 Meirihluti barnanna sem bíður eftir plássi er 12 til 18 mánaða. Vísir/Anton Brink Alls eru 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Ef horft er til barna 18 mánaða og eldri eru þau 67. Í fyrra biðu á svipuðum tíma 653 barn og 2023 voru þau 658. Þetta kemur fram í gögnum sem Skóla- og frístundasvið borgarinnar tók saman um bið barna í borginni eftir plássi í leikskóla. Þar kemur fram að þau 67 börn sem séu 18 mánaða eða eldri hafi þau öll bæst við biðlistann eftir að stóra úthlutuninni lauk. Ný áætlun um bættar starfsaðstæður í vinnslu Helga Þórðardóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, segir afar gleðilegt að biðlistinn styttist á milli ára. Hún vilji samt, eins og aðrir í meirihlutanum, að öll börn fái pláss og því sé unnið að því hörðum höndum að finna pláss fyrir þau börn sem eru 18 mánaða 1. september og eru á bið. Helga tók við sem formaður þegar nýr meirihluti tók við í febrúar. Þá var spretthópur að störfum sem skilaði skýrslu í maí. Þar kom fram að fjölga ætti leikskólaplássum í Reykjavík um tvö þúsund næstu fimm árin. Helga segir það þó auðvitað staðreynt að ekki er nóg að fjölga plássum heldur þurfi að manna leikskólana. Það hafi gengið mun betur í ár og skóla- og frístundaráð vinni nú að nýrri áætlun um að bæta starfsaðstæður starfsfólk í leikskólum. Enn eigi eftir að verðmeta þær og kynna þær fyrir leikskólastjórum. Helga Þórðardóttir er oddviti Flokks fólksins og formaður skóla- og frístundaráðs.Vísir/Vilhelm „Við viljum manna leikskólana okkar af góðu fólk. Þessi áætlun verður birt fljótlega og við viljum kynna leikskólastjórum hana fyrst en þessi áætlun á að koma í veg fyrir að lokanir séu tíðar,“ segir Helga og að það eigi þannig að vera meiri fyrirsjáanleiki fyrir foreldra og starfsfólk. Spurð hvort þessi áætlun taki að einhverju leyti mið af því sem til dæmir hefur verið gert í Kópavogi segir Helga að það séu ýmsar leiðir farnar í sveitarfélögunum í kring og þau hafi skoðað það við gerð áætlunarinnar. „Við höfum verið að reyna að finna okkar Reykjavíkurleið til að gera leikskólana betri.“ Hún segir það auk þess ánægjulega þróun að pósthólfið hafi ekki fyllst þetta haustið frá óánægðum foreldrum. „Þetta er fjórða haustið mitt og á hverju hausti höfum við fengið póst eftir póst frá fólki sem ekki hefur fengið leikskólapláss. Ég hef ekki fengið neinn þetta haustið og ekki neinn annar sem ég hef rætt þetta við,“ segir Helga. Það sé ánægjulegt að betur gangi og að biðlistinn hafi styst miðað við fyrri ár. Hún segir málefni barnafjölskyldna sérstakt áhersluefni hjá meirihlutanum og að sérstaklega sé minnst á það í sáttmála meirihlutans. Öll 18 mánaða eigi að vera með pláss Á vef borgarinnar segir um innritun í leikskóla að tekið sé inn eftir kennitöluröð í hverjum leikskóla. Reynt sé að taka val foreldra til greina en ásókn í leikskólana sé mismunandi.Í febrúar á þessu ári kom fram í tilkynningu frá borginni að framkvæmdir myndu hafa áhrif á fjölda plássa víða um borg. Í tilkynningu í apríl kom fram að öllum börnum 18 mánaða og eldri í Reykjavík hefði verið boðið leikskólapláss og að 165 pláss myndu bætast við í haust þegar framkvæmdum myndi ljúka. Eitt kosningaloforða Samfylkingarinnar í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosningum var að koma börnum inn í leikskóla 12 mánaða gömlum. Almennt er þó miðað við að þau börn sem eru orðin 18 mánaða 1. september ár hvert fái boð að vori um leikskólapláss síðar um haustið. Í fyrirspurn til borgarinnar um börn sem eru 18 mánaða á árinu og stöðu þeirra á biðlista segir í svari að í stóru leikskólaúthlutuninni sem fór fram í mars og apríl hafi öllum reykvískum börnum sem verða 18 mánaða og eldri þann 1. september, það er næsta mánudag, og voru með virka umsókn um leikskólapláss þann 3. mars, boðið leikskólavistun. Öll átján mánaða með pláss Eftir að stóru innrituninni lauk þann 15. apríl hafi verið opnað fyrir umsóknir aftur og kemur fram í svarinu að þá hafi bæst við nýjar umsóknir barna 18 mánaða og eldri. Flestar umsóknir hafi verið frá foreldrum barna sem hafi verið að flytja til Reykjavíkur. Í svarinu segir að unnið sé að því að bjóða þessum börnum pláss í leikskólum sem enn eigi pláss eða þegar pláss losna óvænt á leikskólum sem fylltir voru í stóru innrituninni. Í dag er svo samkvæmt svarinu unnið að því að innrita börn sem eru fædd í apríl 2024 og eldri í þau pláss sem eftir eru. Það eru þá börn sem eru 16 mánaða og yngri. Þá kemur fram að börn með skilgreindan forgang hafi jafnframt verið innrituð þótt þau hafi ekki náð 18 mánaða aldri, þar sem börn með skilgreindan og samþykktan forgang geti innritast á leikskóla frá 12 mánaða aldri. Flest þeirra barna sem eru orðin 18 mánaða og bíða eftir plássi eru að bíða eftir flutningi úr öðrum borgarreknum leikskóla eða sjálfstætt starfandi leikskóla.Vísir/Anton Brink Fréttastofa spurði einnig um hlutfall barna sem hafa fengið pláss í leikskóla í sínu hverfi við innritun. Í svari skóla- og frístundasviðs segir að erfitt sé að finna upplýsingar um það því leikskólar séu ekki í afmörkuðum íbúahverfum eins og grunnskólar. Foreldrar sæki jafnframt ekki endilega um í leikskóla innan hverfis heldur sæki þau stundum um í leikskóla sem sé nálægt vinnu þeirra. Leikskólahverfi ekki skilgreind eins og skólahverfi „Leikskólahverfi eru ekki skilgreind á sama hátt og skólahverfi. Margir leikskólar liggja á mörkum skilgreindra hverfa og foreldrar geta valið leikskóla þótt lögheimili sé í öðru íbúahverfi. Þó nokkrir leikskólar eru á mörkum íbúahverfa og meira að segja dæmi um að leikskóli með tvo starfstaði sé með sitthvort póstnúmerið,“ segir í svari borgarinnar. Þar kemur einnig fram að þegar börnum er boðið pláss sé reynt að miða við það val sem foreldrar þeirra hafa valið. Foreldrar hafi í auknum mæli síðustu ár sett þá leikskóla í fyrsta og annað val sem þeir telja líklegast að barnið þeirra komist inn í en með tilkomu leikskólareiknisins geta þau séð hvar börnin eru á biðlista miðað við fæðingardag og hversu mörg pláss losna á hverjum leikskóla að hausti. Nýr meirihluti tók við í borginni eftir að Framsókn sleit meirihlutasamstarfi. Helga er lengst til hægri á myndinni.Vísir/Vilhelm Af þeim sem voru með virka umsókn 3. mars og voru í stóru innrituninni sem stóð fram til 15. apríl fengu um 71 prósent barnanna úthlutað plássi sem var fyrsta val, um 13 prósent öðru vali og sex prósent þriðja vali. Samtals fengu því 84 prósent sitt fyrsta eða annað val. Þá segir að lokum í svari borgarinnar að nánari greining á lögheimili barna og hvar þau sækja leikskóla er framkvæmd reglulega, sérstaklega í tengslum við spár og greiningu á uppbyggingarþörf en er ekki alveg á næstunni. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík hafa gagnrýnt þenslu leikskólakerfisins á sama tíma og ekki tekst að manna í allar stöður og skipulögð fáliðun fer fram víða. Reykjavíkurborg fór þá leið á yfirstandandi skólaári að taka inn öll börn sem fengu boð í leikskóla síðastliðið vor óháð mönnun. Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir því að ef það er mönnunarvandi sé farið í fáliðun. 23. janúar 2025 14:01 Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Öll börn sem verða 18 mánaða eða eldri 1. september næstkomandi, og eru með umsókn um pláss í borgarreknum leikskólum, hafa fengið boð um vistun. Börn verða tekin inn á leikskóla óháð mönnun og keyrt verður á fáliðun. 15. apríl 2025 10:35 Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gengið til viðræðna við fasteignafélögin Heima og Laka um uppbyggingu tveggja leikskóla í Reykjavík. Annars vegar nýjan leikskóla í Elliðaárdal og hins vegar stækkun leikskólans Múlaborgar í Ármúla. Leikskólarnir eiga að vera tilbúnir til notkunar í janúar á næsta ári. 10. janúar 2025 13:00 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í gögnum sem Skóla- og frístundasvið borgarinnar tók saman um bið barna í borginni eftir plássi í leikskóla. Þar kemur fram að þau 67 börn sem séu 18 mánaða eða eldri hafi þau öll bæst við biðlistann eftir að stóra úthlutuninni lauk. Ný áætlun um bættar starfsaðstæður í vinnslu Helga Þórðardóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, segir afar gleðilegt að biðlistinn styttist á milli ára. Hún vilji samt, eins og aðrir í meirihlutanum, að öll börn fái pláss og því sé unnið að því hörðum höndum að finna pláss fyrir þau börn sem eru 18 mánaða 1. september og eru á bið. Helga tók við sem formaður þegar nýr meirihluti tók við í febrúar. Þá var spretthópur að störfum sem skilaði skýrslu í maí. Þar kom fram að fjölga ætti leikskólaplássum í Reykjavík um tvö þúsund næstu fimm árin. Helga segir það þó auðvitað staðreynt að ekki er nóg að fjölga plássum heldur þurfi að manna leikskólana. Það hafi gengið mun betur í ár og skóla- og frístundaráð vinni nú að nýrri áætlun um að bæta starfsaðstæður starfsfólk í leikskólum. Enn eigi eftir að verðmeta þær og kynna þær fyrir leikskólastjórum. Helga Þórðardóttir er oddviti Flokks fólksins og formaður skóla- og frístundaráðs.Vísir/Vilhelm „Við viljum manna leikskólana okkar af góðu fólk. Þessi áætlun verður birt fljótlega og við viljum kynna leikskólastjórum hana fyrst en þessi áætlun á að koma í veg fyrir að lokanir séu tíðar,“ segir Helga og að það eigi þannig að vera meiri fyrirsjáanleiki fyrir foreldra og starfsfólk. Spurð hvort þessi áætlun taki að einhverju leyti mið af því sem til dæmir hefur verið gert í Kópavogi segir Helga að það séu ýmsar leiðir farnar í sveitarfélögunum í kring og þau hafi skoðað það við gerð áætlunarinnar. „Við höfum verið að reyna að finna okkar Reykjavíkurleið til að gera leikskólana betri.“ Hún segir það auk þess ánægjulega þróun að pósthólfið hafi ekki fyllst þetta haustið frá óánægðum foreldrum. „Þetta er fjórða haustið mitt og á hverju hausti höfum við fengið póst eftir póst frá fólki sem ekki hefur fengið leikskólapláss. Ég hef ekki fengið neinn þetta haustið og ekki neinn annar sem ég hef rætt þetta við,“ segir Helga. Það sé ánægjulegt að betur gangi og að biðlistinn hafi styst miðað við fyrri ár. Hún segir málefni barnafjölskyldna sérstakt áhersluefni hjá meirihlutanum og að sérstaklega sé minnst á það í sáttmála meirihlutans. Öll 18 mánaða eigi að vera með pláss Á vef borgarinnar segir um innritun í leikskóla að tekið sé inn eftir kennitöluröð í hverjum leikskóla. Reynt sé að taka val foreldra til greina en ásókn í leikskólana sé mismunandi.Í febrúar á þessu ári kom fram í tilkynningu frá borginni að framkvæmdir myndu hafa áhrif á fjölda plássa víða um borg. Í tilkynningu í apríl kom fram að öllum börnum 18 mánaða og eldri í Reykjavík hefði verið boðið leikskólapláss og að 165 pláss myndu bætast við í haust þegar framkvæmdum myndi ljúka. Eitt kosningaloforða Samfylkingarinnar í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosningum var að koma börnum inn í leikskóla 12 mánaða gömlum. Almennt er þó miðað við að þau börn sem eru orðin 18 mánaða 1. september ár hvert fái boð að vori um leikskólapláss síðar um haustið. Í fyrirspurn til borgarinnar um börn sem eru 18 mánaða á árinu og stöðu þeirra á biðlista segir í svari að í stóru leikskólaúthlutuninni sem fór fram í mars og apríl hafi öllum reykvískum börnum sem verða 18 mánaða og eldri þann 1. september, það er næsta mánudag, og voru með virka umsókn um leikskólapláss þann 3. mars, boðið leikskólavistun. Öll átján mánaða með pláss Eftir að stóru innrituninni lauk þann 15. apríl hafi verið opnað fyrir umsóknir aftur og kemur fram í svarinu að þá hafi bæst við nýjar umsóknir barna 18 mánaða og eldri. Flestar umsóknir hafi verið frá foreldrum barna sem hafi verið að flytja til Reykjavíkur. Í svarinu segir að unnið sé að því að bjóða þessum börnum pláss í leikskólum sem enn eigi pláss eða þegar pláss losna óvænt á leikskólum sem fylltir voru í stóru innrituninni. Í dag er svo samkvæmt svarinu unnið að því að innrita börn sem eru fædd í apríl 2024 og eldri í þau pláss sem eftir eru. Það eru þá börn sem eru 16 mánaða og yngri. Þá kemur fram að börn með skilgreindan forgang hafi jafnframt verið innrituð þótt þau hafi ekki náð 18 mánaða aldri, þar sem börn með skilgreindan og samþykktan forgang geti innritast á leikskóla frá 12 mánaða aldri. Flest þeirra barna sem eru orðin 18 mánaða og bíða eftir plássi eru að bíða eftir flutningi úr öðrum borgarreknum leikskóla eða sjálfstætt starfandi leikskóla.Vísir/Anton Brink Fréttastofa spurði einnig um hlutfall barna sem hafa fengið pláss í leikskóla í sínu hverfi við innritun. Í svari skóla- og frístundasviðs segir að erfitt sé að finna upplýsingar um það því leikskólar séu ekki í afmörkuðum íbúahverfum eins og grunnskólar. Foreldrar sæki jafnframt ekki endilega um í leikskóla innan hverfis heldur sæki þau stundum um í leikskóla sem sé nálægt vinnu þeirra. Leikskólahverfi ekki skilgreind eins og skólahverfi „Leikskólahverfi eru ekki skilgreind á sama hátt og skólahverfi. Margir leikskólar liggja á mörkum skilgreindra hverfa og foreldrar geta valið leikskóla þótt lögheimili sé í öðru íbúahverfi. Þó nokkrir leikskólar eru á mörkum íbúahverfa og meira að segja dæmi um að leikskóli með tvo starfstaði sé með sitthvort póstnúmerið,“ segir í svari borgarinnar. Þar kemur einnig fram að þegar börnum er boðið pláss sé reynt að miða við það val sem foreldrar þeirra hafa valið. Foreldrar hafi í auknum mæli síðustu ár sett þá leikskóla í fyrsta og annað val sem þeir telja líklegast að barnið þeirra komist inn í en með tilkomu leikskólareiknisins geta þau séð hvar börnin eru á biðlista miðað við fæðingardag og hversu mörg pláss losna á hverjum leikskóla að hausti. Nýr meirihluti tók við í borginni eftir að Framsókn sleit meirihlutasamstarfi. Helga er lengst til hægri á myndinni.Vísir/Vilhelm Af þeim sem voru með virka umsókn 3. mars og voru í stóru innrituninni sem stóð fram til 15. apríl fengu um 71 prósent barnanna úthlutað plássi sem var fyrsta val, um 13 prósent öðru vali og sex prósent þriðja vali. Samtals fengu því 84 prósent sitt fyrsta eða annað val. Þá segir að lokum í svari borgarinnar að nánari greining á lögheimili barna og hvar þau sækja leikskóla er framkvæmd reglulega, sérstaklega í tengslum við spár og greiningu á uppbyggingarþörf en er ekki alveg á næstunni.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík hafa gagnrýnt þenslu leikskólakerfisins á sama tíma og ekki tekst að manna í allar stöður og skipulögð fáliðun fer fram víða. Reykjavíkurborg fór þá leið á yfirstandandi skólaári að taka inn öll börn sem fengu boð í leikskóla síðastliðið vor óháð mönnun. Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir því að ef það er mönnunarvandi sé farið í fáliðun. 23. janúar 2025 14:01 Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Öll börn sem verða 18 mánaða eða eldri 1. september næstkomandi, og eru með umsókn um pláss í borgarreknum leikskólum, hafa fengið boð um vistun. Börn verða tekin inn á leikskóla óháð mönnun og keyrt verður á fáliðun. 15. apríl 2025 10:35 Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gengið til viðræðna við fasteignafélögin Heima og Laka um uppbyggingu tveggja leikskóla í Reykjavík. Annars vegar nýjan leikskóla í Elliðaárdal og hins vegar stækkun leikskólans Múlaborgar í Ármúla. Leikskólarnir eiga að vera tilbúnir til notkunar í janúar á næsta ári. 10. janúar 2025 13:00 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík hafa gagnrýnt þenslu leikskólakerfisins á sama tíma og ekki tekst að manna í allar stöður og skipulögð fáliðun fer fram víða. Reykjavíkurborg fór þá leið á yfirstandandi skólaári að taka inn öll börn sem fengu boð í leikskóla síðastliðið vor óháð mönnun. Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir því að ef það er mönnunarvandi sé farið í fáliðun. 23. janúar 2025 14:01
Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Öll börn sem verða 18 mánaða eða eldri 1. september næstkomandi, og eru með umsókn um pláss í borgarreknum leikskólum, hafa fengið boð um vistun. Börn verða tekin inn á leikskóla óháð mönnun og keyrt verður á fáliðun. 15. apríl 2025 10:35
Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gengið til viðræðna við fasteignafélögin Heima og Laka um uppbyggingu tveggja leikskóla í Reykjavík. Annars vegar nýjan leikskóla í Elliðaárdal og hins vegar stækkun leikskólans Múlaborgar í Ármúla. Leikskólarnir eiga að vera tilbúnir til notkunar í janúar á næsta ári. 10. janúar 2025 13:00