Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2025 21:32 Frábært ár varð enn betra hjá íslenska spretthlauparnum Eir Chang Hlésdóttur. ÍSÍ Íslenski spretthlauparinn Eir Chang Hlésdóttir hefur átt frábært ár þar sen hún hefur slegið Íslandsmet og unnið Norðurlandameistaratitil. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ákveðið að veita henni norrænan styrk fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk. Umræddur norræni styrkur er fjármagnaður er af Lars Weinaa Foundation í Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi styrkur er veittur en hann er ætlaður fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk á Norðurlöndunum. Ólympíunefndir Íslands, Svíþjóðar, Finnlands, Noregs og Danmerkur hlutu styrkveitingu fyrir einn íþróttamann hvert, en um er að ræða samstarfsverkefni þessara aðila til næstu ára. Tæplega 2,4 milljónir Uppfylla þarf ákveðin skilyrði til að hljóta styrk úr sjóðnum. Íþróttafólk þarf að vera á aldrinum 16 til 21 árs, efnilegt í sinni íþrótt og vera góð fyrirmynd innan sem utan vallar. ÍSÍ tilnefndi Eir Chang til þessa styrks og hlýtur hún sextán þúsund evru styrk eða sem nemur tæplega 2,4 milljónum íslenskra króna á núverandi gengi. Er styrkurinn meðal annars hugsaður til að koma til móts við kostnað hennar vegna æfinga og keppni og mun Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) koma að umsýslu og aðstoða hana í hennar framþróun. Sjöunda á EM og Norðurlandameistari Eir er enn bara aðeins sautján ára og byrjaði að æfa frjálsíþróttir árið 2021. Í fyrra náði hún lágmörkum til að keppa á Norðurlandamóti U20, Evrópumeistaramóti U18 og heimsmeistaramóti U18. Á Evrópumeistaramóti U18 komst Eir í undanúrslit 400 metra hlaupsins og vann svo gullverðlaun í 200 metra hlaupi á Norðurlandamóti U20 í júlí síðastliðnum. Eir hefur sýnt miklar framfarir síðasta árið og bætti hún meðal annars 21 árs gamalt Íslandsmet fullorðinna í 200 metra hlaupi kvenna innanhúss í febrúar. Þá náði hún frábærum árangri á Evrópumeistaramóti U20 ára fyrr í þessum mánuði þegar hún hafnaði í 7. sæti í 200 metra spretthlaupi. Markmiðið með þessum stuðningi er að létta undir með ungu og efnilegu íþróttafólki, gera því kleift að æfa af kappi og taka næstu skref á íþróttaferlinum. Unnið er að því að móta regluverk í kringum þennan nýja styrk og vorið 2026 verður auglýst eftir umsóknum frá sérsamböndum ÍSÍ. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Frjálsar íþróttir ÍSÍ Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira
Umræddur norræni styrkur er fjármagnaður er af Lars Weinaa Foundation í Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi styrkur er veittur en hann er ætlaður fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk á Norðurlöndunum. Ólympíunefndir Íslands, Svíþjóðar, Finnlands, Noregs og Danmerkur hlutu styrkveitingu fyrir einn íþróttamann hvert, en um er að ræða samstarfsverkefni þessara aðila til næstu ára. Tæplega 2,4 milljónir Uppfylla þarf ákveðin skilyrði til að hljóta styrk úr sjóðnum. Íþróttafólk þarf að vera á aldrinum 16 til 21 árs, efnilegt í sinni íþrótt og vera góð fyrirmynd innan sem utan vallar. ÍSÍ tilnefndi Eir Chang til þessa styrks og hlýtur hún sextán þúsund evru styrk eða sem nemur tæplega 2,4 milljónum íslenskra króna á núverandi gengi. Er styrkurinn meðal annars hugsaður til að koma til móts við kostnað hennar vegna æfinga og keppni og mun Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) koma að umsýslu og aðstoða hana í hennar framþróun. Sjöunda á EM og Norðurlandameistari Eir er enn bara aðeins sautján ára og byrjaði að æfa frjálsíþróttir árið 2021. Í fyrra náði hún lágmörkum til að keppa á Norðurlandamóti U20, Evrópumeistaramóti U18 og heimsmeistaramóti U18. Á Evrópumeistaramóti U18 komst Eir í undanúrslit 400 metra hlaupsins og vann svo gullverðlaun í 200 metra hlaupi á Norðurlandamóti U20 í júlí síðastliðnum. Eir hefur sýnt miklar framfarir síðasta árið og bætti hún meðal annars 21 árs gamalt Íslandsmet fullorðinna í 200 metra hlaupi kvenna innanhúss í febrúar. Þá náði hún frábærum árangri á Evrópumeistaramóti U20 ára fyrr í þessum mánuði þegar hún hafnaði í 7. sæti í 200 metra spretthlaupi. Markmiðið með þessum stuðningi er að létta undir með ungu og efnilegu íþróttafólki, gera því kleift að æfa af kappi og taka næstu skref á íþróttaferlinum. Unnið er að því að móta regluverk í kringum þennan nýja styrk og vorið 2026 verður auglýst eftir umsóknum frá sérsamböndum ÍSÍ. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland)
Frjálsar íþróttir ÍSÍ Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira