Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. ágúst 2025 09:30 Framkvæmdum við Fjallaböðin í Þjórsárdal miðar vel en búð er að grafa inn í fjallið Rauðkamba þar sem hótelið og böðin verða. Vísir/Telma Framkvæmdir við Fjallaböðin eru í fullum gangi í Þjórsárdal og er uppsteypa á mannvirkinu sjálfu hafin. Stærsti hluti byggingarinnar verður inni í fjalli. Fjallaböðin verða bæði baðstaður og fjörutíu herbergja hótel sem byggt er inn í fjallið Rauðkamba í Þjórsárdal. Framkvæmdir hófust fyrir rúmum tveimur árum eftir langan undirbúning. Þær eru nú í fullum gangi en um fimmtíu manns starfa á svæðinu. „Nú erum við bara í uppsteypu á mannvirkinu sjálfu. Jarðvegsframkvæmdum er lokið. Við erum búin að leggja veginn inn eftir 10 kílómetra leið og hægt og rólega erum við að koma upp úr jörðinni,“ segir Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri Fjallabaðanna. Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri Fjallabaðanna vonast til að geta tekið á móti fyrstu gestunum vorið 2028.Vísir/Sigurjón Byggingin sjálf verður 5.300 fermetrar að stærð en um sextíu prósent af henni verða inni í fjallinu. Lóðin sem byggt er á er í eigu ríkisins sem leigir hana til fjörutíu ára til Rauðkamba sem er fyrirtæki í eigu Bláa Lónsins. Fyrirtækið ætlar einnig að reisa gestastofu Þjórsárdals á svæðinu. „Allir gestir Fjallabaðanna munu leggja sínum bifreiðum í minni dalsins og svo verða reglulegar sætaferðir á okkar vegum inn dalinn tíu kílómetra leið. Í þessari gestastofu verður kvikmyndasýning eða gagnvirk upplýsingasýning. Í því sambandi erum við að taka saman sögu Þjórsárdals til þess að miðla til gesta því að dalurinn er ekki bara einstakur út frá náttúru heldur líka sögu og menningu.“ Stefnt að því að taka á móti fyrstu gestunum vorið 2028. „Þarna mun fólk fara inn í fjall og skipta um föt. Fara svo ofan í vatn inn í fjallinu enn þá og hægt og rólega fara svo fram bygginguna og dalurinn opnast í suðurátt.“ Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hótel á Íslandi Ferðalög Ferðaþjónusta Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Hundruð íbúða byggðar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Hundruð íbúða verða byggðar í þéttbýliskjarnanum Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi í tengslum við virkjanir í sveitarfélaginu og opnun Fjallabaðanna og Gestastofu í Þjórsárdal. Þá er búið að ákveða að byggja íþróttahús í Árnesi og stækka skólann þar. 7. janúar 2024 13:32 Fjallaböðin á lokastigi hönnunar Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum. 18. júlí 2022 13:22 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Fjallaböðin verða bæði baðstaður og fjörutíu herbergja hótel sem byggt er inn í fjallið Rauðkamba í Þjórsárdal. Framkvæmdir hófust fyrir rúmum tveimur árum eftir langan undirbúning. Þær eru nú í fullum gangi en um fimmtíu manns starfa á svæðinu. „Nú erum við bara í uppsteypu á mannvirkinu sjálfu. Jarðvegsframkvæmdum er lokið. Við erum búin að leggja veginn inn eftir 10 kílómetra leið og hægt og rólega erum við að koma upp úr jörðinni,“ segir Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri Fjallabaðanna. Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri Fjallabaðanna vonast til að geta tekið á móti fyrstu gestunum vorið 2028.Vísir/Sigurjón Byggingin sjálf verður 5.300 fermetrar að stærð en um sextíu prósent af henni verða inni í fjallinu. Lóðin sem byggt er á er í eigu ríkisins sem leigir hana til fjörutíu ára til Rauðkamba sem er fyrirtæki í eigu Bláa Lónsins. Fyrirtækið ætlar einnig að reisa gestastofu Þjórsárdals á svæðinu. „Allir gestir Fjallabaðanna munu leggja sínum bifreiðum í minni dalsins og svo verða reglulegar sætaferðir á okkar vegum inn dalinn tíu kílómetra leið. Í þessari gestastofu verður kvikmyndasýning eða gagnvirk upplýsingasýning. Í því sambandi erum við að taka saman sögu Þjórsárdals til þess að miðla til gesta því að dalurinn er ekki bara einstakur út frá náttúru heldur líka sögu og menningu.“ Stefnt að því að taka á móti fyrstu gestunum vorið 2028. „Þarna mun fólk fara inn í fjall og skipta um föt. Fara svo ofan í vatn inn í fjallinu enn þá og hægt og rólega fara svo fram bygginguna og dalurinn opnast í suðurátt.“
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hótel á Íslandi Ferðalög Ferðaþjónusta Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Hundruð íbúða byggðar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Hundruð íbúða verða byggðar í þéttbýliskjarnanum Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi í tengslum við virkjanir í sveitarfélaginu og opnun Fjallabaðanna og Gestastofu í Þjórsárdal. Þá er búið að ákveða að byggja íþróttahús í Árnesi og stækka skólann þar. 7. janúar 2024 13:32 Fjallaböðin á lokastigi hönnunar Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum. 18. júlí 2022 13:22 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Hundruð íbúða byggðar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Hundruð íbúða verða byggðar í þéttbýliskjarnanum Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi í tengslum við virkjanir í sveitarfélaginu og opnun Fjallabaðanna og Gestastofu í Þjórsárdal. Þá er búið að ákveða að byggja íþróttahús í Árnesi og stækka skólann þar. 7. janúar 2024 13:32
Fjallaböðin á lokastigi hönnunar Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum. 18. júlí 2022 13:22