Geti reynst ógn við öryggi allra barna Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2025 21:00 „Ég hef ekki séð svona áður og mér finnst þetta svolítið svakalegt, “ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta telur alvarlegt að Landsréttur hafi ekki fallist á kröfu lögreglu um aðgang að gögnum í síma og tölvu föður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni. Niðurstaðan geti ógnað öryggi allra barna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hagsmuni barnsins hafa orðið undir í málinu og rannsókn þess hætt vegna úrskurðarins. Landsréttur felldi þann 19. ágúst síðastliðinn úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem heimilaði lögreglunni að rannsaka innihald síma og tölvu í eigu mannsins. Í málsvörn sinni vísaði hann til þess að á tækjunum væri að finna viðkvæm gögn sem tengdust tilteknum stjórnmálaflokki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taldi nauðsynlegt að rannsaka raftækin til að skoða hvort eitthvað í þeim varði rannsókn málsins og hvort þau innihéldu barnaníðsefni. Í höfnun sinni vísaði Landsréttur til þess að slík brot væru ekki til rannsóknar í málinu. Þá hafi lögregla ekki útskýrt hvernig síminn og tölvan tengdust meintu broti mannsins. Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir niðurstöðuna koma sér á óvart. Vísir/Vilhelm Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við RÚV að úrskurðurinn hafi komið sér verulega á óvart og að hagsmunir barnsins hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, tekur undir þetta. „Ég verð að segja það að þegar lögreglan kemur fram og segir þetta þá er það nú ansi skýrt af því að hún er yfirleitt ekki að ræða svona mál í fjölmiðlum eða tjá sig um einstaka dóma.“ „Ef dómurinn stendur svona þá er sannarlega verið að taka hagsmuni einhvers konar leyndarhyggju fram yfir hagsmuni barnsins,“ bætir Drífa við. Algengt að raftæki grunaðra séu rannsökuð Bylgja Hrönn kveðst í samtali við RÚV ekki þekkja nein fordæmi þess að hagsmunir stjórnmálaflokks hafi verið teknir fram yfir hagsmuni barns. Í ljósi úrskurðar Landsréttar hafi lögreglan þurft að hætta rannsókn kynferðisbrotamálsins. Algengt sé að raftæki grunaðra séu rannsökuð í álíka málum. Drífa telur ástæðu til að skoða með heildstæðum hætti hvort Landsréttur sé íhaldssamari en héraðsdómstólar þegar kemur að kynferðisbrotamálum og vísar til þess að Landsréttur hafi ítrekað snúið við úrskurði lægra dómstigs. Þetta tiltekna mál sé sérstakt og niðurstaða Landsréttar komi henni á óvart. „Ég hef ekki séð svona áður og mér finnst þetta svolítið svakalegt.“ Gangi gegn siðferðiskennd fólks Drífa segir það mjög alvarlegt að þetta leiði til þess að lögregla hætti rannsókn þessa tiltekna máls. „Ef þetta fær að standa þá getur bara hver sem er sem lendir í rannsókn borið þetta fyrir sig og það er komið fordæmi ef þetta fær að standa. Ætlum við að hafa það þannig? Þá erum ekki bara að tala um hugsanlega ógn við öryggi þessa barns heldur þá erum við að ógna öryggi allra barna.“ „Ég hélt að við værum orðin sammála um það að við ætluðum að láta hagsmuni barna og öryggi þeirra ganga fyrir. Það er ekki gert þarna, það eru teknir aðrir hagsmunir teknir fram fyrir augljóslega. Ég held að það brjóti ekki bara í bága við siðferðiskennd okkar heldur bara það sem við vitum og þekkjum í dag um mikilvægi þess að kerfið verndi og tryggi öryggi barna.“ Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Faðir sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni vill ekki heimila lögreglu aðgang að síma sínum og tölvu við rannsókn málsins. Hann segir að þar sé að finna viðkvæm gögn sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki. 20. ágúst 2025 11:41 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Landsréttur felldi þann 19. ágúst síðastliðinn úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem heimilaði lögreglunni að rannsaka innihald síma og tölvu í eigu mannsins. Í málsvörn sinni vísaði hann til þess að á tækjunum væri að finna viðkvæm gögn sem tengdust tilteknum stjórnmálaflokki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taldi nauðsynlegt að rannsaka raftækin til að skoða hvort eitthvað í þeim varði rannsókn málsins og hvort þau innihéldu barnaníðsefni. Í höfnun sinni vísaði Landsréttur til þess að slík brot væru ekki til rannsóknar í málinu. Þá hafi lögregla ekki útskýrt hvernig síminn og tölvan tengdust meintu broti mannsins. Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir niðurstöðuna koma sér á óvart. Vísir/Vilhelm Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við RÚV að úrskurðurinn hafi komið sér verulega á óvart og að hagsmunir barnsins hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, tekur undir þetta. „Ég verð að segja það að þegar lögreglan kemur fram og segir þetta þá er það nú ansi skýrt af því að hún er yfirleitt ekki að ræða svona mál í fjölmiðlum eða tjá sig um einstaka dóma.“ „Ef dómurinn stendur svona þá er sannarlega verið að taka hagsmuni einhvers konar leyndarhyggju fram yfir hagsmuni barnsins,“ bætir Drífa við. Algengt að raftæki grunaðra séu rannsökuð Bylgja Hrönn kveðst í samtali við RÚV ekki þekkja nein fordæmi þess að hagsmunir stjórnmálaflokks hafi verið teknir fram yfir hagsmuni barns. Í ljósi úrskurðar Landsréttar hafi lögreglan þurft að hætta rannsókn kynferðisbrotamálsins. Algengt sé að raftæki grunaðra séu rannsökuð í álíka málum. Drífa telur ástæðu til að skoða með heildstæðum hætti hvort Landsréttur sé íhaldssamari en héraðsdómstólar þegar kemur að kynferðisbrotamálum og vísar til þess að Landsréttur hafi ítrekað snúið við úrskurði lægra dómstigs. Þetta tiltekna mál sé sérstakt og niðurstaða Landsréttar komi henni á óvart. „Ég hef ekki séð svona áður og mér finnst þetta svolítið svakalegt.“ Gangi gegn siðferðiskennd fólks Drífa segir það mjög alvarlegt að þetta leiði til þess að lögregla hætti rannsókn þessa tiltekna máls. „Ef þetta fær að standa þá getur bara hver sem er sem lendir í rannsókn borið þetta fyrir sig og það er komið fordæmi ef þetta fær að standa. Ætlum við að hafa það þannig? Þá erum ekki bara að tala um hugsanlega ógn við öryggi þessa barns heldur þá erum við að ógna öryggi allra barna.“ „Ég hélt að við værum orðin sammála um það að við ætluðum að láta hagsmuni barna og öryggi þeirra ganga fyrir. Það er ekki gert þarna, það eru teknir aðrir hagsmunir teknir fram fyrir augljóslega. Ég held að það brjóti ekki bara í bága við siðferðiskennd okkar heldur bara það sem við vitum og þekkjum í dag um mikilvægi þess að kerfið verndi og tryggi öryggi barna.“
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Faðir sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni vill ekki heimila lögreglu aðgang að síma sínum og tölvu við rannsókn málsins. Hann segir að þar sé að finna viðkvæm gögn sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki. 20. ágúst 2025 11:41 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Faðir sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni vill ekki heimila lögreglu aðgang að síma sínum og tölvu við rannsókn málsins. Hann segir að þar sé að finna viðkvæm gögn sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki. 20. ágúst 2025 11:41