Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2025 07:14 Guðrún Björk Kristmundsdóttir tók á sínum tíma við rekstrinum af föður sínum, Kristmundi Elí Jónssyni. Vísir/Vilhelm Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, er látin, 63 ára að aldri. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun en Guðrún andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fyrsta dag septembermánaðar eftir erfið veikindi. Guðrún fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1962 og þriðja í röð fjögurra systkina. Foreldrar hennar voru Sigríður Júlíusdóttir og Kristmundur Elí Jónsson. Guðrún stýrði Bæjarins bestu pylsum um margra ára skeið en það var afi hennar, Jón Sveinsson, sem var meðal þeirra sem hófu rekstur Bæjarins beztu árið 1937. Kristmundur, faðir Guðrúnar, tók svo við rekstrinum af föður sínum um stýrði fyrirtækinu í áratugi. Í tíð Guðrúnar sem framkvæmdastjóri stækkaði Bæjarins beztu mikið og hefur sölustöðum fjölgað á síðustu árum. Eru sölustaðirnir nú tólf talsins að því er segir á heimasíðu Bæjarins beztu. Baldur Ingi, sonur Guðrúnar og Halldórs Garðars Björnssonar, fyrrverandi eiginmanns Guðrúnar, hefur tekið við rekstrinum svo um er að ræða fjórðu kynslóðina sem stýrir fyrirtækinu. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að Guðrún hafi alla tíð verið mikill Vesturbæingur og tryggur KR-ingur. Bæjarins beztu hefur um áratugaskeið verið helsti bakhjarl körfuboltadeildar KR sem Guðrún stýrði um tíma sem formaður. Þá hefur hún setið í aðalstjórn KR um árabil og í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ). Frá unga aldri stundaði Guðrún laxveiðar af ákefð og þá helst í Grímsá í Borgarfirði þar sem fjölskyldan þekkti vel til. Guðrún lætur eftir sig soninn Baldur Inga, sambýlismanninn Jónas Björn Björnsson, tvö stjúpbörn, Guðjón og Helgu Björgu, og þrjú barnabörn. Andlát Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Enginn pilsner í pylsusoðinu hjá Bæjarins bestu „Þetta með Pilsnerinn, ég er búin að heyra þetta í svona þrjátíu ár og ég veit ekki hvaðan þessi saga kemur en hún er mjög lífsseig,“ segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir eigandi Bæjarins bestu í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 23. mars 2023 14:50 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun en Guðrún andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fyrsta dag septembermánaðar eftir erfið veikindi. Guðrún fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1962 og þriðja í röð fjögurra systkina. Foreldrar hennar voru Sigríður Júlíusdóttir og Kristmundur Elí Jónsson. Guðrún stýrði Bæjarins bestu pylsum um margra ára skeið en það var afi hennar, Jón Sveinsson, sem var meðal þeirra sem hófu rekstur Bæjarins beztu árið 1937. Kristmundur, faðir Guðrúnar, tók svo við rekstrinum af föður sínum um stýrði fyrirtækinu í áratugi. Í tíð Guðrúnar sem framkvæmdastjóri stækkaði Bæjarins beztu mikið og hefur sölustöðum fjölgað á síðustu árum. Eru sölustaðirnir nú tólf talsins að því er segir á heimasíðu Bæjarins beztu. Baldur Ingi, sonur Guðrúnar og Halldórs Garðars Björnssonar, fyrrverandi eiginmanns Guðrúnar, hefur tekið við rekstrinum svo um er að ræða fjórðu kynslóðina sem stýrir fyrirtækinu. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að Guðrún hafi alla tíð verið mikill Vesturbæingur og tryggur KR-ingur. Bæjarins beztu hefur um áratugaskeið verið helsti bakhjarl körfuboltadeildar KR sem Guðrún stýrði um tíma sem formaður. Þá hefur hún setið í aðalstjórn KR um árabil og í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ). Frá unga aldri stundaði Guðrún laxveiðar af ákefð og þá helst í Grímsá í Borgarfirði þar sem fjölskyldan þekkti vel til. Guðrún lætur eftir sig soninn Baldur Inga, sambýlismanninn Jónas Björn Björnsson, tvö stjúpbörn, Guðjón og Helgu Björgu, og þrjú barnabörn.
Andlát Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Enginn pilsner í pylsusoðinu hjá Bæjarins bestu „Þetta með Pilsnerinn, ég er búin að heyra þetta í svona þrjátíu ár og ég veit ekki hvaðan þessi saga kemur en hún er mjög lífsseig,“ segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir eigandi Bæjarins bestu í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 23. mars 2023 14:50 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Enginn pilsner í pylsusoðinu hjá Bæjarins bestu „Þetta með Pilsnerinn, ég er búin að heyra þetta í svona þrjátíu ár og ég veit ekki hvaðan þessi saga kemur en hún er mjög lífsseig,“ segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir eigandi Bæjarins bestu í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 23. mars 2023 14:50