Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2025 10:09 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við hæstarétt að tollar Trumps verði teknir þar fyrir eins fljótt og mögulegt sé. Dómarar á lægra dómstigi komust nýverið að þeirri niðurstöðu að flestir af þeim umfangsmiklu tollum sem Trump hefur beitt, séu ólöglegir. Þeir sögðu Trump hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að nota meint neyðarástand til að leggja á tolla en felldu þá þó ekki úr gildi að svo stöddu. Þegar Trump tilkynnti tollana sagðist hann ætla að beita þeim á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Dómararnir í áðurnefndum áfrýjunardómstól sögðu lögin veita forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir en það að beita tollum eða sköttum sé ekki þar á meðal. Trump-liðar vilja að dómarar hæstaréttar ákveði hvort þeir vilji taka málið til skoðunar fyrir 10. september. Ef dómararnir vilja taka málið fyrir, vilja Trump-liðar að málflutningur hefjist sem fyrst, samkvæmt frétt Washington Post. Í beiðninni skrifaði John Sauer, ríkislögmaður Trumps, að mikið væri undir. Trump og ríkisstjórn hans hefðu komist að þeirri niðurstöðu að tollarnir væru að ýta undir frið og fordæmalausa hagsæld. Hann sagði að verði úrskurður áfrýjunardómstólsins leyft að standa gætu afleiðingarnar orðið hörmulegar fyrir Bandaríkin og bandarískt efnahagslíf. AP fréttaveitan hefur eftir leiðtogum hagsmunasamtaka smárra fyrirtækja, sem komu að því að höfða mál gegn ríkisstjórn Trumps vegna tollanna, að fái tollarnir að standa hefði það hörmulegar afleiðingar fyrir fjölda fólks í Bandaríkjunum. Tollarnir hefðu skaðað fjölmörg fyrirtæki og ógnað tilvist þeirra. Trump hefur notað tolla til að þrýsta á ríki og ríkjasambönd til að samþykkja nýja viðskiptasamninga, sem þykja í flestum tilfellum hagstæðari Bandaríkjunum. Þá hafa tollarnir reynst stór tekjulind fyrir bandaríska ríkið. Vinveittur Hæstiréttur Frá því Trump tók við embætti í janúar hafa bandarískir dómarar á neðri dómstigum ítrekað staðið í vegi hans. Það á ekki við Hæstarétt sem hefur ítrekað úrskurðað Trump í vil í umdeildum málum. Sjá einnig: Friðhelgin stórauki vald forsetans Sex af níu dómurum hæstaréttar voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum, þar af skipaði Trump þrjá, og þrír voru skipaðir af forseta úr Demókrataflokknum. Á undanförnum árum hafa dómarar hæstaréttar ítrekað verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum. Sjá einnig: Vilja leggja réttarríkið til hliðar Fyrr í sumar komst hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að lægri dómstólar hefðu ekki vald til að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans en slíkt hefur þekkst í áratugi í Bandaríkjunum en hefur færst í aukana á undanförnum árum. Það er að miklu leyti vegna þess að Trump sjálfur hefur á undanförnum árum ítrekað teygt á lögunum. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Skattar og tollar Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Þeir sögðu Trump hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að nota meint neyðarástand til að leggja á tolla en felldu þá þó ekki úr gildi að svo stöddu. Þegar Trump tilkynnti tollana sagðist hann ætla að beita þeim á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Dómararnir í áðurnefndum áfrýjunardómstól sögðu lögin veita forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir en það að beita tollum eða sköttum sé ekki þar á meðal. Trump-liðar vilja að dómarar hæstaréttar ákveði hvort þeir vilji taka málið til skoðunar fyrir 10. september. Ef dómararnir vilja taka málið fyrir, vilja Trump-liðar að málflutningur hefjist sem fyrst, samkvæmt frétt Washington Post. Í beiðninni skrifaði John Sauer, ríkislögmaður Trumps, að mikið væri undir. Trump og ríkisstjórn hans hefðu komist að þeirri niðurstöðu að tollarnir væru að ýta undir frið og fordæmalausa hagsæld. Hann sagði að verði úrskurður áfrýjunardómstólsins leyft að standa gætu afleiðingarnar orðið hörmulegar fyrir Bandaríkin og bandarískt efnahagslíf. AP fréttaveitan hefur eftir leiðtogum hagsmunasamtaka smárra fyrirtækja, sem komu að því að höfða mál gegn ríkisstjórn Trumps vegna tollanna, að fái tollarnir að standa hefði það hörmulegar afleiðingar fyrir fjölda fólks í Bandaríkjunum. Tollarnir hefðu skaðað fjölmörg fyrirtæki og ógnað tilvist þeirra. Trump hefur notað tolla til að þrýsta á ríki og ríkjasambönd til að samþykkja nýja viðskiptasamninga, sem þykja í flestum tilfellum hagstæðari Bandaríkjunum. Þá hafa tollarnir reynst stór tekjulind fyrir bandaríska ríkið. Vinveittur Hæstiréttur Frá því Trump tók við embætti í janúar hafa bandarískir dómarar á neðri dómstigum ítrekað staðið í vegi hans. Það á ekki við Hæstarétt sem hefur ítrekað úrskurðað Trump í vil í umdeildum málum. Sjá einnig: Friðhelgin stórauki vald forsetans Sex af níu dómurum hæstaréttar voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum, þar af skipaði Trump þrjá, og þrír voru skipaðir af forseta úr Demókrataflokknum. Á undanförnum árum hafa dómarar hæstaréttar ítrekað verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum. Sjá einnig: Vilja leggja réttarríkið til hliðar Fyrr í sumar komst hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að lægri dómstólar hefðu ekki vald til að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans en slíkt hefur þekkst í áratugi í Bandaríkjunum en hefur færst í aukana á undanförnum árum. Það er að miklu leyti vegna þess að Trump sjálfur hefur á undanförnum árum ítrekað teygt á lögunum.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Skattar og tollar Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira