Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2025 16:00 Vlódómír Selenskí og Emmanuel Macron, forsetar Úkraínu og Frakklands. AP/Ludovic Marin Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði frá þessu á blaðamannafundi með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, eftir leiðtogafund í París í dag. Hann sagði að smáatriði varðandi samkomulagið sem hafi náðst í dag væri trúnaðarmál, samkvæmt frétt France24. Sjá einnig: Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu France24 segir að talið sé að öryggistryggingar feli meðal annars í sér viðveru evrópskra hermanna í Úkraínu og þjálfun úkraínskra hermanna. Fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Úkraínu ætli sér, með stuðningi Evrópu, að fara í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og uppbyggingu á hergagnaframleiðslu. Markmiðið sé að gera Úkraínu að einskonar „stálbroddgelti“ og koma þannig í veg fyrir aðra innrás Rússa, takist að binda enda á yfirstandandi innrás. Sjá einnig: Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Það tók Macron undir á blaðamannafundinum eftir fundinn í dag. Hann sagði að engar takmarkanir yrðu settar á úkraínska herinn varðandi stærð eða fjölda vopnakerfa, eins og Rússar hafa krafist. Upptöku France24 af blaðamannafundinum í dag má sjá hér að neðan. Vill ekki að Evrópuríki kaupi olíu af Rússlandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sótti hluta fundarins gegnum fjarfundarbúnað. Hann sagði gerði öðrum þjóðarleiðtogum fundarins ljóst að óásættanlegt væri að Evrópuríki væru enn að kaupa olíu frá Rússlandi. Þannig tækju þau ríki þátt í að fjármagna stríðsrekstur Rússa í heimsálfunni. Þar er helst um að ræða Ungverjaland og Slóvakíu. Ráðamenn þar hafa brugðist reiður við árásum Úkraínumanna á olíuleiðslu sem liggur frá Rússlandi, til þessara ríkja í gegnum Úkraínu, og hafa meðal annars kvartað til Trumps. Umræddar árásir voru meðal annars gerðar á dælustöðvar í Rússlandi. Sjá einnig: Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Þá hefur Guardian eftir Alexander Stubb, forseta Finnlands, að Trump hafi lýst yfir vilja til að taka loks höndum saman með Evrópu í hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Meðal annars kæmi til greina að beina þessum aðgerðum gegn sölu Rússa á jarðeldsneyti, sem er helsta tekjulind rússneska ríkisins. Hingað til hefur Trump ekki viljað herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi, þó hann hafi ítrekað hótað því á undanförnum mánuðum. Fyrst þarf frið Eins og ítrekað hefur verið sagt á undanförnum vikum frá því umræðan um öryggistryggingar fór á flug, þarf fyrst að koma á friði áður en hægt er að tryggja hann. Þar hefur lítill árangur náðst. Selenskí sagði á blaðamannafundinum í París í dag að auka þyrfti þrýsting á Rússa til að fá þá almennilega að samningaborðinu. Enn sem komið er væri lítið sem ekkert sem benti til þess að þeir hefðu áhuga á að binda enda á innrásina. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði í morgun að öryggistryggingar eins og hafa verið til umræðu væru algerlega óásættanlegar fyrir Rússa. Þær tryggðu ekki öryggi Úkraínu heldur ógnuðu öryggi allrar Evrópu. Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað sagt að frá þeirra bæjardyrum séð kemur ekki til greina að hermenn frá öðrum ríkjum hafi viðveru í Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur meðal annars sagt að öryggistryggingar yrðu að vera veittar á jöfnum grundvelli með aðkomu ríkja eins og Kína, Bandaríkjanna, Bretlandi og Frakklandi. Vísaði hann til viðræðna milli Úkraínumanna og Rússa í Istanbúl árið 2022 en þá áttu Rússar að hafa neitunarvald gegn því að önnur ríki kæmu Úkraínu til aðstoðar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump NATO Evrópusambandið Frakkland Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði frá þessu á blaðamannafundi með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, eftir leiðtogafund í París í dag. Hann sagði að smáatriði varðandi samkomulagið sem hafi náðst í dag væri trúnaðarmál, samkvæmt frétt France24. Sjá einnig: Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu France24 segir að talið sé að öryggistryggingar feli meðal annars í sér viðveru evrópskra hermanna í Úkraínu og þjálfun úkraínskra hermanna. Fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Úkraínu ætli sér, með stuðningi Evrópu, að fara í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og uppbyggingu á hergagnaframleiðslu. Markmiðið sé að gera Úkraínu að einskonar „stálbroddgelti“ og koma þannig í veg fyrir aðra innrás Rússa, takist að binda enda á yfirstandandi innrás. Sjá einnig: Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Það tók Macron undir á blaðamannafundinum eftir fundinn í dag. Hann sagði að engar takmarkanir yrðu settar á úkraínska herinn varðandi stærð eða fjölda vopnakerfa, eins og Rússar hafa krafist. Upptöku France24 af blaðamannafundinum í dag má sjá hér að neðan. Vill ekki að Evrópuríki kaupi olíu af Rússlandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sótti hluta fundarins gegnum fjarfundarbúnað. Hann sagði gerði öðrum þjóðarleiðtogum fundarins ljóst að óásættanlegt væri að Evrópuríki væru enn að kaupa olíu frá Rússlandi. Þannig tækju þau ríki þátt í að fjármagna stríðsrekstur Rússa í heimsálfunni. Þar er helst um að ræða Ungverjaland og Slóvakíu. Ráðamenn þar hafa brugðist reiður við árásum Úkraínumanna á olíuleiðslu sem liggur frá Rússlandi, til þessara ríkja í gegnum Úkraínu, og hafa meðal annars kvartað til Trumps. Umræddar árásir voru meðal annars gerðar á dælustöðvar í Rússlandi. Sjá einnig: Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Þá hefur Guardian eftir Alexander Stubb, forseta Finnlands, að Trump hafi lýst yfir vilja til að taka loks höndum saman með Evrópu í hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Meðal annars kæmi til greina að beina þessum aðgerðum gegn sölu Rússa á jarðeldsneyti, sem er helsta tekjulind rússneska ríkisins. Hingað til hefur Trump ekki viljað herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi, þó hann hafi ítrekað hótað því á undanförnum mánuðum. Fyrst þarf frið Eins og ítrekað hefur verið sagt á undanförnum vikum frá því umræðan um öryggistryggingar fór á flug, þarf fyrst að koma á friði áður en hægt er að tryggja hann. Þar hefur lítill árangur náðst. Selenskí sagði á blaðamannafundinum í París í dag að auka þyrfti þrýsting á Rússa til að fá þá almennilega að samningaborðinu. Enn sem komið er væri lítið sem ekkert sem benti til þess að þeir hefðu áhuga á að binda enda á innrásina. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði í morgun að öryggistryggingar eins og hafa verið til umræðu væru algerlega óásættanlegar fyrir Rússa. Þær tryggðu ekki öryggi Úkraínu heldur ógnuðu öryggi allrar Evrópu. Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað sagt að frá þeirra bæjardyrum séð kemur ekki til greina að hermenn frá öðrum ríkjum hafi viðveru í Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur meðal annars sagt að öryggistryggingar yrðu að vera veittar á jöfnum grundvelli með aðkomu ríkja eins og Kína, Bandaríkjanna, Bretlandi og Frakklandi. Vísaði hann til viðræðna milli Úkraínumanna og Rússa í Istanbúl árið 2022 en þá áttu Rússar að hafa neitunarvald gegn því að önnur ríki kæmu Úkraínu til aðstoðar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump NATO Evrópusambandið Frakkland Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira